Leita í fréttum mbl.is

Græna framtíð VG - sjálfbær þróun

Í gær var ég viðstödd kynningu á framtíðarstefnu okkar Vinstri grænna um sjálfbæra þróun sem nær yfir samfélagið í heild sinni. Kolbrún Halldórsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Álfheiður Ingadóttir kynntu nýtt rit VG um sjálfbæra þróun 

 

 

 

Sjálfbær er sú þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

 

Hvet ykkur til að kynna ykkur þetta frábæra rit sem unnið var á lýðræðislegan hátt í flokknum með hjálp fjölda félaga í VG um allt land. Ritið er heildstæð stefnumótun um náttúruvernd og umhverfismál á Íslandi út frá sjálfbærri þróun og þar má sjá stefnumótun til framtíðar sem varðar loftlagsmál, orkustefnu og orkunýtinu, vatnsauðlindina, líffræðilega fjölbreytni, náttúru og landslag, hafsbotn, jarðvegsvernd, landnýtingu, víðerni landsins, ferðaþjónustu, umhverfismennt, samgöngur, mengun, neyslu, framleiðslu, náttúrusiðfræði og stjórnsýslu umhverfismála.

 

VG vil breyta stjórnsýslunni þannig að umhverfis- ráðuneytið fái meiri sess og sé það ráðuneyti sem fer með rannsóknir á lífríki og landi, sem og nýtingar- möguleikum þegar búið er að ákveða hvað á að friða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er glæsilegt plagg sem ég vona að berist fljótlega til VG í Mosó. Þar telja VG menn að fjölmenn íbúa- og umhverfissamtök séu með samsæri gegn sér! Á bæjarstjórnarfundi í gær kaus fulltrúi VG gegn samvinnu við íbúasamtökin ásamt Sjálfstæðismönnum. Þrátt fyrir þá áherslu sem lögð er á samvinnu við íbúasamtök í þessu glæsilega plaggi. Græna framtíðin virðist því miður í allavega þriggja ára fjarlægð hér í minni sveit.

Bestu kveðjur

Kristín I. Pálsdóttir, áhugakona um umhverfismál

Kristín (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 10:16

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir góðan og fræðandi pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband