Leita í fréttum mbl.is

Árangur Svía með vændið

Hef velt fyrir mér treganum hjá sumum til að viðurkenna vændi sem ofbeldi og misnotkun á konum.  Vissulega eru karlar og börn líka seld í vændi... en meirihlutinn er þó konur.

Hef velt fyrir mér hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn starfar trekk í trekk gegn vilja fólksins í landinu? Um 84% íslendinga vilja að vændi sé ólöglegt og er ég sannfærð um að vilji er fyrir því á Íslandi í dag að fara hina svokölluðu sænsku leið.

Svíar voru frumkvöðlar á því sviði að viðurkenna að vændi er hluti af hinu meingallaða kúgandi kynjakerfi sem við búum við í heiminum í dag. Þeir fóru þá leið með um helming kvenna á þingi að viðurkenna að vændi er ofbeldi og misnotkun á konum þrátt fyrir að vændi sé jú "ein af elstu starfsgreinum heims". Ef fólk ætlar að nota slíka rökleysu til að réttlæta vændi og það óréttlæti sem viðgengst í heiminum þá tel ég það vera reginmistök í þeirri tilraun okkar að vilja betrumbæta þennan heim. Eins mætti henda fram þeirri rökleysu þegar þrælahald var bannað að það væri nú bara ein af elstu og viðurkenndustu leiðum hvíta mannsins til að láta hagkerfið ganga - en ef við viljum heim án mannréttindabrota og svívirðinga eins einstaklings yfir á annan erum við á hrikalegri niðurleið. 

Það skiptir máli hvernig skilaboð við sendum út til almennings, til barna okkar um konur. Það skiptir máli að viðurkenna rétt kvenna til eigin líkama og að viðurkenna að vændi og niðurlægjandi og ofbeldishneigt klám er einfaldlega ofbeldi.


Sweden's Groundbreaking 1999 Legislation

In 1999, after years of research and study, Sweden passed legislation that a) criminalizes the buying of sex, and b) decriminalizes the selling of sex. The novel rationale behind this legislation is clearly stated in the government's literature on the law:

"In Sweden prostitution is regarded as an aspect of male violence against women and children. It is officially acknowledged as a form of exploitation of women and children and constitutes a significant social problem... gender equality will remain unattainable so long as men buy, sell and exploit women and children by prostituting them."

 

In just five years Sweden has dramatically reduced the number of its women in prostitution. In the capital city of Stockholm the number of women in street prostitution has been reduced by two thirds, and the number of johns has been reduced by 80%. There are other major Swedish cities where street prostitution has all but disappeared. Gone too, for the most part, are the renowned Swedish brothels and massage parlors which proliferated during the last three decades of the twentieth century when prostitution in Sweden was legal.

In addition, the number of foreign women now being trafficked into Sweden for sex is nil. The Swedish government estimates that in the last few years only 200 to 400 women and girls have been annually sex trafficked into Sweden, a figure that's negligible compared to the 15,000 to 17,000 females yearly sex trafficked into neighboring Finland. No other country, nor any other social experiment, has come anywhere near Sweden's promising results.

 

Grein um árangur sænsku leiðarinnar 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Engin spurning Andrea að það ber að fara sænsku leiðina.  Mér finnst eins og lögleiðingu vændissins hafi verið smyglað í gegnum þingið á meðan heimurinn svaf.  Takk fyrir pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Sammála þér í einu og öllu.Sænska leiðin er skársti kosturinn.Það er eins og þingheimur hafi hrotið í stólunum þegar lögin voru samþykkt.

Kristján Pétursson, 10.4.2007 kl. 17:37

3 identicon

Og hérna koma mótrökin um að lagasetningin hefur ekki haft nein teljandi áhrif á vændi í Svíþjóð:

"Immediately after the law began to be enforced, police noted a drop in the numbers of street prostitutes (again, we are not talking about massive numbers to begin with – in 1999, reports indicate that there were less than 800 prostitutes in the entire country).  This may have something to do with the fact that policemen, who had been allotted 7 million Swedish kronor (US$650,000) to enforce the new law, immediately began making their presence on the streets where sex workers worked very visible. Armed with video cameras, which they ostentatiously pointed at any car that slowed down near a sex worker, they effectively frightened away clients, thus driving the sex workers off the streets.

By the middle of 1999, however, it seems that many of the sex workers who initially left the streets were back again. In August of 2002, social workers in Malmö, Sweden’s third largest city, estimated that there were about 200 street prostitutes there, which is the same number that was estimated before the passage of the law in 1999 (Kvällsposten, 02–08–09). 

Since the law came into effect, three government reports have been commissioned to evaluate it and to recommend how it might be enforced (BRå, 2000: 4; Nord and Rosenberg, 2001; SoS, 2000: 5) None of these reports has concluded that the law has resulted in a significant drop in prostitution in Sweden.

While street prostitution was initially (and, it seems, temporarily) affected  researchers report that the passage of the law corresponded to an increase of the number of sex advertisements on the Internet. The number of bordellos – which in practice seems to mean apartments on the periphery of large cities, in which Baltic
women work, often, it seems, under oppressive conditions – appears to have increased since the law was passed. Prostitutes interviewed in the mass media report that women with drug problems have been driven to desperation and even suicide by the new law,
since they have been unable to put advertisements on the Internet and make up for the clients they lost as a result of the law. Social workers agree that the law has made it more difficult for them to reach prostitutes. Police report that their efforts to prosecute pimps
and traffickers has been made more difficult, because clients, who before the passage of the law were sometimes willing to serve as witnesses, are now disinclined to cooperate, since they themselves are guilty of a crime (Nord and Rosenberg, 2001: 4). Social
workers and street prostitutes say that the quality of clients has declined, and a recent report commissioned by the National Board of Police has concluded that women are now forced to accept not only more clients (since prices have dropped), but also more unstable and dangerous clients than they would have accepted before the law, when there were more clients and, hence, more choice (e.g. GT/Expressen, 00–04–22; DN, 98–08–02; DN, 99–01–18; Nord and Rosenberg, 2001: 27)."

Sex in the New Europe, Don Kulick Anthropologial Theory 2003

http://ant.sagepub.com/cgi/reprint/3/2/199.pdf

Kalli (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 19:32

4 Smámynd: Leiðindagaurinn

Einnig sammála.  

Sorglegt og súrt að stjórnmálamenn geti verið svona blindir og huxunarlausir. Ætti ekki líka að vera hægt að leyfa þjófnaði og morð með sömu rökum og þessi lög voru samþykkt, þ.e. að það sé verið að færa vændi úr undirheimunum?

Leiðindagaurinn, 10.4.2007 kl. 19:43

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég mæli með Hollensku leiðinni.  Gerum bara allt leyfilegt líka alvöru dóp.  Ef þessi leið væri farin mundi skráðum glæpum fækka töluvert.

Allt leyfilegt = færri glæpir.

Björn Heiðdal, 10.4.2007 kl. 19:56

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Skil ekki alveg hvernig þetta komst í gegn. Lögleiða vændi á meðan það er verið að herða refsingar í kynferðisafbrotamálum! Hvað er að fólki? En svo annað.....karlar eru oft líka fórnarlömb klámiðnaðarins. Leiðast út í þetta oft og tíðum vegna blankheita eins og konur. Svo skilst mér að þær konur sem leika í klámmyndum séu mun hærra launaðar en karlarnir. Ungir drengir eru oft tældir út í klámiðnaðinn á svipaðan hátt og stúlkur. Í löndum þar sem fátækt er mikil ganga börn kaupum og sölum af báðum kynjum. Klámiðnaðurinn í heild er sjúkur og það á ekki að styðja hann á einn eða neinn hátt. Ömureglar röksemdarfærslur að leyfa vændi á félagslegum grundvelli. Að geta orðið sér úti um lifibrauð í þeim iðnaði ef eymdin er það mikil. Hvar er nú velferðarkerfið? 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 11.4.2007 kl. 01:05

7 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég er alveg sammála þér, takk fyrir góðan pistil

Inga Lára Helgadóttir, 11.4.2007 kl. 03:01

8 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Bendi áhugasömum á það að Kolbrún okkar Halldórsdóttir lagði fram tillögu um breytingu á frumvarpi til laga með beiðni um að sænska leiðin yrði farin... stjórnin setti það útaf borðinu - vildi ekki ræða það. 

Bendi óskráðum Kalla á það að í greininni sem ég setti link inn á er einmitt bent á að í fyrstu gerðist lítið þótt lögunum væri breytt í Svíþjóð. Það tók þó nokkurn tíma að sjá árangur af þessu og þurfti langan tíma í fræðslu og eftirfylgni innan lögreglunnar var alger nauðsyn... þetta stoppaði mikið til þar. 

Andrea J. Ólafsdóttir, 12.4.2007 kl. 14:41

9 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Já Margrét, karlar og ungir menn eru líka fórnarlömb vændis og ofbeldis og klámiðnaðarins. Iðnaðurinn notfærir sér neyð fólks og fólk og börn er einmitt selt í kynlífs og klámþrælkun sem sumir virðast tilbúnir til að samþykkja. Sumum finnst í lagi virðist vera að notfæra sér fólk í alls kyns annarlegum tilgangi, alveg sama hvort þar er um að ræða ofbeldi og kúgun, bara ef það afsakar það með því að þeim sé borgað fyrir það og geti keypt sér mat ... eða jafnvel þótt þeim sé ekkert borgað.  Ég bara skil ekki að fólk geti yfir höfuð réttlætt slíkt. 

Andrea J. Ólafsdóttir, 12.4.2007 kl. 14:45

10 identicon

Ég skil ekki þessa umræðu ykkar femínistanna. Vændi er ekkert stórt vandamál á Íslandi, af hverju kemst ekkert annað að hjá ykkur. Vissulega er rétt að taka á þessu máli, en þið stoppið ekkert vændi með lagasetningum. Vændi er og verður viðvarandi alveg sama hvort grein 18 í einhverjum lögum segi að það sé bannað eða ekki bannað.

Ég held að frelsisvipting kvenna í Íslömskum ríkjum sé álíka slæm og vændi. Ætlið þið að aðhafast eitthvað í því máli?

Eins með klámið. Í Silfrinu fékk ég kjánahroll niður allt bak þegar þú svaraðir með það. Þú sagðir nokkurnveginn orðrétt "Ertu á móti því að lögunum í landinu sé framfylgt?". Ef fullorðið fólk vill skoða klám, þá á það að hafa fullan rétt á að horfa á klám.

Ef þú svaraðir spurningunni um Íslömsku konurnar sem svo að það kæmi þér ekki við, þá er góð spurning hvernig þú ætlar að taka á erlendri klámframleiðslu.

Þið getið eftilvill bara bannað internetið eins og það leggur sig líka, internetið inniheldur jú að 30% klám.

Með von um að þú farir rétt með nafnið mitt í þetta skipti,
Gunnar Óli Sölvason

Gunnar Óli Sölvason (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 19:07

11 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Andrea.  Takk fyrir skrifin. Þú ættir kannski að kíkja á pistla á síðunni minni skrifaða 29. mars og 11. apríl. 

Gunnar Óli. Ég er mikið á netinu og verð ekki vörn við að internetið sé svona ofboðslega klámvætt eins og þú segir. Líka spurningin hverju þú leitar að á netinu.  Framborð vex eftir eftirspurn. Um að gera að styðja ekki klámið.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.4.2007 kl. 19:44

12 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Fín færsla hjá þér Margrét, þann 11.4. ... er algerlega sammála þér þar. Auðvitað eru karlar og börn líka fórnarlömb og finnst mér ekki síður að þurfi að vernda þau. 

Gunnar Óli, ég get ekki séð að ég hafi farið rangt með nafn þitt hér að ofan? Fyrsta færslan þín hér er 12.4. og hef ég því ekki svarað þér hérna... nema þú sért óskráður Kalli. 

Andrea J. Ólafsdóttir, 13.4.2007 kl. 10:19

13 identicon

Nú verð ég að svara Margréti St. varðandi klám á internetinu. Ég hef skoðað þó nokkrar torrent síður, síður þar sem notendur geta sent efni sín á milli, og er vinsælasta efnið á þeim öllum, nema síðunum sem banna það einmitt klámið. Ef ég tek dæmi um íslenskar síður þá er klámið mest sótt á þeim síðum og um 200-500 (jafnvel fleiri) manns sækja klámmynd sem er send þangað inn og eru oft margar senda inn á dag. Einungis Lost, Prison Break og Scrubs ná meiri vinsældum (200-1000+ manns sækja þá þætti).

Einnig verð ég að bæta því við að það líður varla sá dagur sem að ég fæ ekki boð um að heimsækja klámsíðu, þó aðallega þegar ég er á erlendum síðum.

Hlynur Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband