5.4.2007 | 20:45
Meirihluti þjóðarinnar vill stóriðjustopp
Jæja, loksins fékk ég það staðfest sem mig grunaði, meirihluti þjóðarinnar vill stóriðjustopp, rétt eins og við Vinstri græn teljum skynsamlegast í stöðunni núna. Það virðist vera að flestir átti sig á að í þessu máli er það skynsamleg og ábyrg afstaða að stöðva stóriðju. Það er nóg komið í bili og nú þurfum við að vera varkár að festast ekki í hjólförum sem erfitt er að komast upp úr, stóriðju/álvershjólförum sem eru að verða dýpri og dýpri hjá vissum hluta þessarar þjóðar.
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs
Athugasemdir
En hvað segir þú, Andrea, um þá undarlegu og neyðarlegu staðreynd, að VG hafi farið fram á 300 þús. kr. styrk frá Acan. Ertu ekki sammála mér um að eitthvað sé að þegar fólk leyfir sér svo regin vitleysu?
Jóhannes Ragnarsson, 5.4.2007 kl. 21:04
Já, það er gott, að þið Vgræn eru byrjuð að kjafta frá ykkur fylgið, enda eru fáir, sem treysta sér til að mynda stjórn með jafngamaldags íhaldi og ykkur.
Með kveðju frá Siglufirði, KPG
Kristján P. Gudmundsson, 5.4.2007 kl. 21:13
Þetta eru góðar fréttir fyrir Vinstri græn og slæmar fyrir stóriðjuflokkana. Við viljum stóriðjustopp svo annar iðnaður geti blómstrað. Bestu baráttukveðjur,
Hlynur Hallsson, 5.4.2007 kl. 21:19
Manni fer að verða óhætt að kjósa Vg; ætli stjórnarmyndun með íhaldinu sé ekki örugglega úr sögunni? Var ekki spurt um hlé en ekki stopp. Ég held að þar sé munur á. Ég held, eins og fleiri, að algert stopp sé ekki skynsamlegt og ekki heldur góður valkostur. Við megum nú ekki grafa okkur alveg ofaní þá holuna. Það er einum of mikill einstefnuhugsunarháttur í því. Þó gert verði hlé á stóriðjuframkvæmdum megum við ekki útiloka allt slíkt, hvorki nú eða í framtíð.
Auðun Gíslason, 5.4.2007 kl. 21:43
þetta með að VG - kosningasjóð - Alcan og "æsinginn" yfir því er bara svo ótrúlega hallærislegt..
Eins og það sé verið að hamast við að finna eitthvað skítugt..
farið að minna mig á bandarískar og breskar sóðakosningar..
Þegar annar aðilinn gerir allt til þess að draga andstæðinginn niður svo athyglin beinist frá því óhreina hjá þeim sjálfum
Kveðja
Ein sem vill fá karlremburnar út úr Stjórnarráðinu....
Björg F (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 21:47
Önnur sem vill fá karlremburnar út úr Stjórnarráðinu og stóriðjSTOPP. Bara að kvitta fyrir því .
Laufey Ólafsdóttir, 5.4.2007 kl. 22:00
Þið gleymið einu í þessari umræðu: Sama daginn, stuttu áður en niðurstöður þessarar ágætu skoðanaklönnunar birtust, lýsti Jón Sigurðsson Framsóknarforingi því yfir, að það kæmi hreint ekki til greina að bíða hér með stóriðjuframkvæmdir næstu fimm árin. Þetta sagði hann þrátt fyrir augljós þensluáhrif þessara framkvæmda og slæm áhrif á útflutningstekjur annarra atvinnuvega, m.m. Maður fer að sjá í þessu visst mynztur hjá iðnaðarráðherranum og forvera hans, henni Álgerði, sbr. þessa vefsíðu mína. Ég held ég hafi ekki spurt þar að tilefnislausu: "Er þá Framsókn í alvöru svo bundin vinfengi sínu við stóriðjufurstana, að flokkurinn hafi beinlínis skuldbundið sig, e.t.v. í tíð Valgerðar í þessu ráðþjónsembætti**, til að standa við einhverja leynilega samninga um iðnaðarstefnuna?"
Jón Valur Jensson, 6.4.2007 kl. 01:21
Algjört STOPP er ekki vitrænt. Það má slá ýmsu á frest og skoða mál ofan í kjölin en stopp er ekki sniðugt. Nú er Álver brátt að fara að rísa í Helguvík á Suðurnesjum, vilja VG stöðva þær framkvæmdir ef þeir komast til valda? Hvaða lausnir í atvinnumálum fyrir sunnan stinga VG uppá? Ekki tína og selja Suðurnesjamenn fjallagrös
Örvar Þór Kristjánsson, 6.4.2007 kl. 15:42
Það var talað um hlé. Mjög margir sem ég heyri í ræða virkjana og álmál út frá tímabundnum efnahagsforsendum. Þetta fólk er hvorki grænt né grátt aðeins bleikt eins og við flest, ekki snjóhvítt. Þetta fólk vill virkja og byggja álver við réttar efnahagsforsendur.
VG ekki fagna of snemma og stopp eru ekert inní myndinni hjá fólki en kannski einhver tímabundin hlé.
kær kveðja
Sveinn
Sveinn Valdimar Ólafsson, 6.4.2007 kl. 23:20
Og hagfræðingar eru ekki fólk?
Laufey Ólafsdóttir, 7.4.2007 kl. 04:19
Hvernig skilgreinir þú Andrea hugtakið stóriðjustopp? Hvað felst í því að stoppa hugsanlegar framkvæmdir t.d. við Bakka á Húsavík og hvað á að koma í staðinn sem myndi skapa festu og fjármagn í sveitarfélaginu?
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 10:36
Ég tek undir það að algert stopp sé ekki vitrænt, heldur ber okkur að horfa í aðstæður hverju sinni, en ég er samt ekki tilbúin að hafa álver og stóriðju um allt land sko, mig langar að eiga einhverstaðar auðan blett fyrir okkar fallegu náttúru.... þoli ekki endalausa stóriðju
Inga Lára Helgadóttir, 8.4.2007 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.