Leita í fréttum mbl.is

Náungakærleikur á götunni?

Hvað getum við gert þegar systur okkar lenda í þeim aðstæðum að ánetjast eiturlyfjum og enda með að búa á götunni og vera seldar í vændi? Hvað getum við gert í alvöru?

Í gærkveldi sat ég á feministahitti þar sem Eva Lind sagði okkur sögu sína og skýrði aðstæður heimilislausra kvenna. Við eigum það til að líta okkur fjær, einblína á stóru vandamálin úti í hinum stóra heimi... en hvað gerum við við því að stóru vandamálin fyrirfinnast líka hér á litla Íslandi?

Hvernig bregðumst við við heimilislausum á götum Reykjavíkurborgar? Lítum við undan?... lítum við á fólk með fordómum? ... forðumst við að mæta þeim? sýnum við þeim sömu virðingu og öllum öðrum? ... stoppum við jafnvel og spjöllum? ... það skiptir máli.

Hvernig líður þér að vita af því að konur sem lenda í slíkum aðstæðum hafa um þrennt að velja þegar þær fara að skulda dílernum sínum :

1. Vera lamin til óbóta

2. Stunda þjófnað um tíma

3. Vera þvinguð í vændi

 

Ég óska að sjálfsögðu engum að ánetjast eiturlyfjum þannig að líf þeirra endi í slíkum öngstrætum og vissulega langar mig til að verða að einhverju liði ef ég mögulega get það. Hvað get ég gert? Eva Lind benti okkur á það að þær meðferðir sem eru í boði þurfa að vera sérsniðnar að þeim sem svo langt eru leiddir að vera á þessum stað í lífinu. Þær eiga ekki samleið með mörgum öðrum alkóhólistum. Það þurfa að vera úrræði eins og til dæmis Konukot, en þyrfti að vera opið allan sólarhringinn og þar þyrfti að vera fólk að vinna sem getur skilið aðstæður þessarra kvenna, eða í það minnsta sýnt þeim skilning, virðingu og hlýju. Eva Lind benti okkur á að mikilvægt er að sýna fólkinu virðingu og náungakærleik - það getur gert kraftaverk, eða gerði það allavega fyrir hana þegar hún var að ná sér uppúr sínu öngstræti eftir margra ára neyslu og veru á götunni.  

Vinkonur mínar hafa einnig bloggað um þetta kvöld og færslur þeirra má sjá hér:

Sóley

Katrín Anna

Guðfríður Lilja

 

Þetta var gott og gagnlegt kvöld sem skilur eftir mikil hugarbrot og samkennd. Mér líður ákaflega illa að vita af slíkum veruleika á götum Reykjavíkur og ég vildi svo gjarnan geta hjálpað. Mér finnst agalegt að vita af því að kona sem kemur inn af götunni á Neyðarmóttöku eftir nauðgun er skoðuð en ekki boðin sálfræðiþjónusta eins og konunni sem situr við hlið hennar og er hrein og vel til fara. Mér finnst alger viðbjóður að vita af því að konur séu beittar miklum misþyrmingum, læstar inni í litlum kompum og seldar í vændi og hópnauðgað á leikvöllum í Reykjavíkurborg.

Það er eitthvað mikið að karlmönnum sem gera svona hluti.

Þeim þarf líka að hjálpa.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Það er eitthvað meira en lítið að samfélagi sem lætur svona mannfyrirlitningu viðgangast. Ábyrgð þeirra sem sækjast eftir völdum og áhrifum liggur einnig þarna.
Þið sem hafið fengið þessar upplýsingar, hvað er til ráða? Hver vill vita af dætrum sínum eða systrum í svona niðurlægingu? 

Ár & síð, 4.4.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem þarf er alveg ný hugsun í sambandi við fíkniefnaneytendur.  Það á ekki að dæma þau í fangelsi, heldur í meðferð á lokuðum meðferðarstofnunum.  Við getum ekki ráðið við þetta vandamál, nema að taka á því frá grunni.  Það er í staðin fyrir að einbeita lögreglunni að fíklunum á götunni og taka af þeim núll komma eitthvað af dópi, og sekta þá.  Þá þarf að einbeita sér að þeim raunverulegum glæpamönnum sem fjármagna og flytja efnin inn.  Þar byrjar dæmið.  Og þar uppi eru stóru karlarnir sem "eiga" fíklana.  Ég bendi á að það eru líka drengir þvingaðir í innbrot og vændi þegar þeir komast í skuld.  Oft kemur þessi skuld til af því að dópið er tekið af þeim.  Með því að einbeita sér eingöngu að neðsta þrepinu næst aldrei neinn árangur.  Þetta er viðurkennd staðreynd í Bretlandi, þar sem þeir ákváðu að beita sér frekar á efri stigum en að eltast við smákrimmana.  þetta þarf að ræða og skoða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2007 kl. 09:57

3 identicon

Besta leiðin til þess að kippa fótunum undan vondu höfuðpaurunum er að lögleiða starfsemina sem þeir standa í. Því harðar sem yfirvöld berjast gegn undirheiminum því harðari verða þeir. Við værum t.d. örugglega ekki með alþjóðlega glæpaklíku í landinu og handrukkara vopnaða byssum ef fíkniefni hefðu fengist í verslunum fyrir þá þróun. Fíkniefnaneysla og vændi eru fyrirbæri sem verður aldrei útrýmt og ætti ekki að útrýma svo lengi sem til eru einstaklingar sem taka þátt af fúsum og frjálsum vilja. Það er sjálfsagt að berjast gegn mannsali en hinsvegar er það ekki réttlæting fyrir því að leggja niður alla starfsemi sem tengist því að einhverju leiti. Eigum við að banna skóframleiðslu almennt vegna þess að sum fyrirtæki fá fátæk börn til þess að vinna við framleiðsluna?

Sjálfur seldi ég mig fyrir vasapening þegar ég var í framhaldsskóla. Var ekki í neyslu og gerði það af fúsum og frjálsum vilja. Ég er hamingjusama hóran sem sumir halda að sé ekki til. Tók ekki sénsinn að hafa þriðja aðila þó það hafi verið freistandi til þess að auka viðskiptin. Ef starfsemin hefði verið lögleg þá hefði ég líklega prófað það. Því miður held ég að umhverfið fyrir vændi sé verra vegna þess að það er ólöglegt, þegar starfsemi er leynileg á götunni þá er meira svigrúm fyrir spillingu heldur en hjá löglegu fyrirtæki.  

Geiri (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband