Andrea J. Ólafsdóttir
Jæja, hvað viltu vita? Ég er fædd þann 2. ágúst 1972 á Húsavík og ólst þar upp þangað til ég ákvað 18 ára gömul að skoða heiminn aðeins betur. Þá fór ég utan til Bandaríkjanna og gætti þar barna í eitt ár. Eftir það réði forvitnin og sjálfstæði mitt ferðinni og ég flutti til Danmerkur þar sem ég bjó í 6 ár og vann við ýmis afgreiðslu- og þjónustustörf auk þess sem ég bætti við stúdentspróf mitt og stundaði nám í lífefnafræði við Kaupmannahafnar- háskóla í eitt ár. Kaupmannahöfn leiddi mig á vit ástarinnar og þar kynntist ég eiginmanninum mínum (fyrrverandi). Á þessum árum ferðaðist ég víða um heiminn og sá undur Asíu og Ástralíu auk þess sem ég skoðaði nokkrar Evrópuborgir. Ég flutti síðan til London í hálft ár áður en stefnan var tekin heim til Íslands aftur.
Á Íslandi tók nokkuð rólegra líf við hjá mér þar sem ég vann í bókhaldi í nokkur ár og eignaðist frumburðinn, hann Atla minn, árið 2000. Rólegheitin gátu þó ekki varað of lengi hjá mér og tók ég að vinna hin ýmsu sjálfboða- og grasrótarstörf auk þess sem ég hóf nám í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ. Ég hef sýnt vilja minn til að vinna í þágu samfélagsins í verki með því að starfa með Rauða krossinum, Amnesty International, Íslandsvinum og Náttúruvaktinni. Ég sat í stjórn Náttúruvaktarinnar og verkefnastjórn Hjálparsíma Rauða krossins, 1717.
Ég hef brennandi áhuga og einbeittan vilja til að leggja mitt af mörkum til að Ísland geti notið góðkynja hagvaxtar. Góðkynja hagvöxtur og illkynja hagvöxtur er nefnilega ekki það sama og ég tel miklu máli skipta hvers konar hagvöxt samfélagið leggur áherslu á að skapa. Góðkynja hagvöxt skilgreini ég á svipaðan hátt og Andri Snær, það er hagvöxtur sem er tilkominn vegna hás menntunarstigs samfélaga, þar sem nýsköpun, listir og hugmyndir fólks fá að njóta sín og verða að veruleika í atvinnusköpun. Góðkynja hagvöxtur ber það með sér að geta einungis verið góðkynja séu peningarnir orðnir til með þeim hætti að engin lög hafi verið brotin. Réttindi vinnandi fólks ekki skert og enginn hafi þurft að sæta illri meðferð, ofbeldi eða týnt lífi við að skapa þann hagvöxt. Hann ber einnig með sér virðingu fyrir umhverfinu og velferð jarðar er tekin með í reikninginn.
Ég tel nauðsynlegt að takast á við misskiptingu auðs á Íslandi og stuðla að því að hér verði lágmarkslaun hækkuð til muna þannig að enginn þurfi að lifa nálægt fátæktarmörkum. Samfélag er byggir á traustum grunni þar sem allir hafa nokkuð jöfn tækifæri, þar sem fátækt þekkist ekki og jafnrétti er haft að leiðarljósi í allri stefnumótun, er samfélag þar sem glæpir eru mun færri og góðkynja hagvöxtur getur orðið til.
Mig langar til að vera fulltrúi lýðræðislegra stjórnarhátta í samfélagi sem er framsækið í atvinnuháttum og umhverfisvernd. Ég er öflug og heiðarleg talskona réttlætis, sjálfbærni, jafnréttis, umhverfisverndar og nýsköpunar. Ég vil vinna gegn þungri vaxtabyrði og verðtryggingu á lánum og stuðla að réttlátara og öruggara samfélagi.
Nýjustu færslur
- LOKSINS LOKSINS!
- Taktu afstöðu um afnám verðtryggingar - mættu á Austurvöll
- Jólin nálgast - heimilin blæða - fólkið mótmælir
- Heimilin eru ekki afgangsstærð
- Ljósberar um alla jörð takk
- Hversu langt á ruglið að ganga!?
- Breytum kerfinu saman- afnemum verðtryggingu!
- Já ég afþakka lengingu í hengingarsnörunni - takk fyrir
- Bréf til fréttastofu RÚV vegna rangrar þýðingar í viðtali við...
- Hagsmunasamtök heimilanna er málsvari hins þögla meirihluta
Eldri færslur
Mitt HTML
Tenglar
ÁHUGAVERT
Bloggvinir
- malacai
- almaogfreyja
- almal
- aring
- ansiva
- gammon
- bergruniris
- bergthora
- birgitta
- bleikaeldingin
- bibb
- rustikus
- dofri
- eirikurbergmann
- elinarnar
- ellasprella
- eydis
- eyvi
- feministi
- garun
- gilsneggerz
- gunnlaugurstefan
- vglilja
- gudjonbergmann
- kerchner
- mosi
- ulfljotsvatn
- gummisteingrims
- halla-ksi
- halldorbaldursson
- kiddih
- belle
- hlekkur
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- shire
- ingabesta
- ingibjorgelsa
- ingibjorgstefans
- ingadodd
- ingolfurasgeirjohannesson
- enoch
- jonbjarnason
- prakkarinn
- ktomm
- hugsadu
- killerjoe
- kollak
- kiddirokk
- kristinast
- landvernd
- leifurl
- lindagisla
- lara
- lifmagn
- mafia
- margretsverris
- gattin
- nanna
- paul
- raggipalli
- ragnhildur
- salvor
- siggadrofn
- sigmarg
- sms
- danmerkufarar
- siggisig
- snorrisig
- fletcher
- baddinn
- steinibriem
- kosningar
- svavaralfred
- saedis
- saethorhelgi
- soley
- thelmaasdisar
- toshiki
- daystar
- tidarandinn
- ugla
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- vest1
- hafmeyja
- konur
- kiddip
- perlaheim
- super
- veffari
- agustakj
- aevark
- bestiheimi
- id
- poppoli
- olafurfa
- omarragnarsson
- omarminn
- hnefill
- vitinn
- thuridurbjorg
- thorasig
- baldis
- thjodarsalin
- formosus
- bergursig
- salkaforlag
- brandarar
- bylgjahaf
- gustichef
- fsfi
- fridrikof
- saltogpipar
- hleskogar
- lucas
- bofs
- drum
- hreinsamviska
- kliddi
- imbalu
- jea
- lifsyn
- mariakr
- manisvans
- raudurvettvangur
- tibet
- tbs