Leita í fréttum mbl.is

5 mín. rafmagnshvíld fyrir jörðina ...

Sá þetta reyndar aðeins of seint og get því ekki gert þetta fyrr en í dag, 2.feb. en ég er svosem mjög meðvituð um einmitt að spara rafmagnið eins og ég get alltaf, endurvinna eins mikið og mögulega, allt plast, öll batterí, allan pappír, allan málm og allt gler, einn stór svartur ruslapoki inn í skáp fyrir hvern flokk sem fer svo annnað slagið í endurvinnsluna og það er ótrúlegt hvað venjulega ruslafatan er þá lengi að fyllast :) Hvet ykkur öll til að leggja það á ykkur fyrir blessuðu jörðina okkar... en hún er að sligast undan ágangi okkar. 

5 MIN. RAFMAGNSHVÍLD FYRIR JÖRÐINA 1. FEB. 2007.

Tökum þátt í alheimsfjöldahreyfingu jarðarbúa sem vilja leggja sitt  af mörkum til að vekja athygli á gróðurhúsaáhrifum jarðar.http://www.lalliance.fr/


Það er upphaflega hópur ábyrgra borgara í Frakklandi, sem hvetur til  þess að orkunotendur slökkvi á rafmagni, geri hlé á allri orkunotkun  í fimm mínútur Í DAG, í tilefni af útkomu skýrslu loftslagsnefndar.  Skýrsla þessi var gerð opinber í Paris í dag sem er ástæða  dagsetningarinnar 1. febrúar. Skýrsla þessi segir okkur að  gróðurhúsaáhrifin á jörðina eru enn meiri en talið var.
Með þáttöku getum við hvert og eitt gefið merki um samstöðu með  jörðinni og umhverfinu. Tímasetningin er kl. 18:55 – 19:00 að  íslenskum tíma og hvet ég sem flesta til að taka þátt. Þannig gefst  okkur öllum tækifæri til að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og  þrýsta á stjórnvöld, stjórnmálamenn og fjölmiðla, svo að sem flestir geri sér grein fyrir ábyrgð sinni.

 

Stöndum með jörðinni og sýnum það í verki
 
Jörðin er sameign allra jarðarbúa
 
Við berum ábyrgð 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Flott hjá þér að vekja athygli á þessu þó ég hinsvega telji að við séum öll hluti af jörðinni og ef við förum illa með hana hefur það þá áhrif á okkur, allt er af sama meiði og allt er samtengt þ.e. " Ég ER ALLT sem ER", ------ sjáum það best þegar við yfirgefu jörðina hvað við "eigum", love,vilb.

Vilborg Eggertsdóttir, 2.2.2007 kl. 04:36

2 Smámynd: Gamall nöldurseggur

Hefurðu velt vöngum yfir því hversu mikið má spara með því að kaupa vandaðari raftæki sem ekki leka straumi í sama mæli og allt úrelta kínadraslið sem verið er að selja á uppsprengdu verði sem útsöluvarning? Hér mætti t.a.m. breyta tollareglugerðinni. Og gera fólki kleyft að kaupa vandaðari vörur. Við munum kaupa draslið hvort eð er.

Bara það að setja einfaldan straumrofa á sjónvarp og viðhengi, s.s. video, DVD og myndlykla getur sparað orkunotkun umtalsvert. Mest orkunotkun er nefnilega í sk stöðurafmagn raftækja í biðstöðu.

Kynntu þér málið.

Gamall nöldurseggur, 2.2.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband