Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Vinstri Græn hugsa hlutina LENGRA en eitt kjörtímabil

Þegar verið er að móta stefnu í pólitík, þá snýst það um það hvernig samfélag við viljum búa, bæði fyrir okkur í nútíðinni og líka að byggja það upp til framtíðar. Þar nægir ekki að hugsa eitt kjörtímabil fram í tímann. Ég birti þessa færslu vegna þeirra athugasemda sem sumir hafa komið með vegna þess að VG vill afnema gjaldtöku í skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu. Já það er okkar stefna að allir geti haft jafnan aðgang að þeirri þjónustu og neiti sér ekki um að nota hana vegna fjárhagsörðugleika. Ég vil einnig taka fram vegna mikils misskilnings margra að VG hefur það EKKI og ég endurtek EKKI á stefnuskrá sinni að hækka skatta. Við viljum hins vegar færa byrðina af herðum þeirra fátkæku og verst settu og af meðaltekjufólki sem hafa komið allra verst útúr skattastefnu stjórnarflokkanna.

Það er alveg hreint með ólíkindum að hlutsta á málflutning eins og þann að réttmætt sé að þeir ríku greiði þrisvar sinnum lægri skattprósentu en meðalfólk og þeir fátæku. Að segja það að við séum með einu eða öðru móti að hrekja einhvern úr landi er bara bull og ekkert annað. Það er ekki á stefnuskrá VG að hækka skatta á fyrirtæki svo það má alveg taka fyrir allt slíkt bull. Fyrirtækjaskattur er 18% og hann verður það áfram í okkar stjórn á þessu kjörtímabili, engin áform um hækkanir þar. Við ætlum hins vegar að skapa hér umhverfi sem mun draga verulega úr þenslunni sem hefur verið gegndarlaus undanfarin ár og með því tryggjum við meiri stöðugleika og bætta afkomu þeirra fyrirtækja sem flytja vörur úr landi! Með því að draga úr þenslunni munum við líka hjálpa einstaklingum og heimilum að standa skil af lánunum sínum og koma í veg fyrir að þau hækki upp úr öllu valdi vegna verðtryggingar sem hækkar höfuðstól lána okkar þegar þenslan er svo mikil.

Það sem snýr að fyrirtækjum í okkar stefnu er að við viljum einmitt styðja við framtak einstaklingsins við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og stofna fyrirtæki og skapa þar með nokkrum öðrum atvinnu.

Það sem snýr að fjármagnstekjuskatti er málið þannig að við viljum afnema fjármagnstekjuskatt af sparnaði hjá 90% landsmanna. Svo einfalt er það nú. Við viljum hætta að taka þúsundkallana af barnasparnaði og fjölskyldusparnaði heimilanna - EN við viljum jafnframt að þau 5-10% landsmanna sem nú hafa sínar tekjur einungis af þessari iðju reikni sér laun og greiði skatt af þeim launum eins og við öll hin. Í dag er það nú svo að þarna er einungis um að ræða lítinn hluta hóps sem á gríðarlegan pening en greiðir ekki útsvar eins og við hin og greiðir ekki heldur í framkvæmdasjóð aldraðra. Það er einungis sjálfsagður hlutur að ef fólk hefur þessa iðju að atvinnu, að það reikni sér laun og greiði af þeim skatta eins og við hin. Það mun áfram greiða lágan fjármagnstekjuskatt og hagnaður þeirra getur runnið inn í fyrirtækin sem þau hafa stofnað í kringum batteríið. Ekkert bull um þetta að verið sé að hrekja fólk úr landi!!!

Með stöðvun stóriðjustefnunnar sem hér hefur ríkt er alls EKKI verið að draga úr atvinnumöguleikum fólks og ég vil líka benda þér á að orkan okkar er alls EKKI stærsta eða sú auðlind okkar sem mest gefur af sér. Ennþá er fiskiðnaðurinn miklu stærri og gefur mun meira af sér og ferðamannaiðnaður og þekkingariðnaður líka mun stærri. Þetta samtals er mörgum sinnum stærra og arðbærara en það sem við fáum út úr stóriðju og vil ég benda fólki á að athuga tölurnar nú aðeins betur - hvað gefur þjóðarbúinu hvað!!!

Við erum sá flokkur sem hugsar hlutina lengra en einungis eitt kjörtímabil. Með því að efla menntakerfið (og það er spurning um áherslur í fjárlögum en ekki endilega um meiri útgjöld ríkisins) að þá mun okkur takast að skapa hér samfélag þar sem ALLIR hafa í raun jafna möguleika á menntun og það hefur nú bara sýnt sig erlendis að með því að hafa öflugt menntakerfi skapast öflugur grundvöllur fyrir grósku og nýsköpun í atvinnulífinu. Þá staðreynd getum við horft á í atvinnulífi á Norðurlöndunum sem eru einna fremstar í heiminum. Svo einfalt er það nú!

Okkar tillaga í fangelsismálum gengur líka út á það að mögulega verður tilkostnaður við meðferðarstarf aðeins aukinn - EN við skulum líka athuga það að með því að leggja smá pening í það uppbyggingar og betrunarstarf verður líka mögulega dregið mjög úr síbrotum. Það mun auka möguleika fanga á því að byggja sér betra líf ef þeir öðlast menntun og ef þeir fá úrræði við sitt hæfi. Í dag er endurkoma í fangelsi um 50% og við viljum bæta úr því. Þótt okkur tækist ekki betur til en að minnka endurkomu niður í 25%, þá væri stórkostlegum áfanga náð, og það mun MINNKA útgjöld til fangelsismála þegar til lengri tíma er litið. Með því að hafa öflug meðferðarúrræði fyrir kynferðisafbrotamenn mun okkur líka takast að taka á rótum vandans. Það hefur sýnt sig þar sem slíkt hefur verið reynt erlendis að það er vel hægt að hjálpa mörgum og ná árangri með meðferðum við þeirra hæfi, sérstaklega ef tekið er á vandanum í upphafi afbrotaferils. Með því að hjálpa eins mörgum kynferðisafbrotamönnum og ofbeldismönnum og við getum má draga úr miklum tilkostnaði sem þeir kosta samfélagið okkar á meðan þeir fá enga hjálp. Svona hugsum við í VG - já það kostar pening en mun líka margborga sig að taka á rótum vandans þegar til lengri tíma er litið.

Við viljum einnig stórauka rannsóknir í heilbrigðismálum - og þótt það þýði mögulega aukin útgjöld á meðan á því rannsóknarstarfi stendur (en því verður auðvitað að halda áfram líka) þá þýðir það nú samt að við getum verið framarlega í heiminum á því sviði að finna rætur þess sem veldur því að fólk missir heilsuna. Við viljum taka á rótum vandans og það gerum við meðal annars með því að finna betur út úr því hvers vegna fólk verður veikt og reyna síðan með aukinni fræðslu að koma í veg fyrir það - þegar það verður reiknað út eftir 50 ár þá mun okkar aðferð vera mun ódýrari en sú að ausa endalausum lyfjum í fólk og takast aldrei á við hvers vegna það er veikt. Með því að koma í veg fyrir sjúkdóma (sem er alveg hægt í mjög mörgum tilfellum) og efla lýðheilsu, þá munum við draga úr útgjöldum í heilbrigðiskerfinu! Við viljum byggja upp betra samfélag til frambúðar og þess vegna hugsum við lengra en eitt kjörtímabil!


75% kjósenda vilja náttúruvernd - Skv. bjartsýnu mati yrði neikvætt núvirði Kárahnjúka 22-24 milljarðar!

Nær 75% kjósenda vilja að flokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál

Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands vilja 72,8% aðspurðra að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. 22.6% telja að flokkarnir leggi hæfilega áherslu á þennan málaflokk og 4,6% svöruðu því til að flokkarnir ættu að leggja minni áherslu á málaflokkinn.

Rúm 37,2% telja að leggja beri miklu meiri áherslu á umhverfisvernd og 35,6% nokkuð meiri.

Þessi niðurstaða er áminning til ráðamanna um að stjórnmálaflokkarnir geri skýra grein fyrir áformum sínum varðandi verndun náttúru landsins, virkjanir, uppbyggingu álvera, vegagerð á hálendinu, samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda og fræðslu til almennings um umhverfismál, svo dæmi séu tekin.

Spurt var: Telur þú að stjórnmálaflokkarnir eigi almennt að leggja meiri eða minni áherslu á náttúruvernd og umhverfismál? Fjöldi svarenda var 800 og af þeimi tóku 742 eða 92,8% afstöðu. Könnunin var gerð dagana 31. janúar til 12. febrúar.

Sjá könnun Capacent Gallup pdf-skjali

 

Hér má síðan lesa um arðsemismat hagfræðings á Kárahnjúkavirkjun - og lygar ráðamanna þar með

Í skýrslunni segir:

Svartsýnt mat
Svartsýnt mat gerir ráð fyrir hámarks ávöxtunarkröfu, eða 4,67% á lánsfé og 9,96% á hlutafé. Reiknað er með 30% eiginfjárhlutfalli og að orkuverð sé 1,5 kr./kwst. Samkvæmt þessu mati yrði neikvætt núvirði Kárahnjúkavirkjunar á bilinu 50-51 milljarður króna.

Til að virkjunin stæði á sléttu þyrfti orkuverð á kwst. að nema 3 krónum.


Bjartsýnt mat
Bjartsýnt mat gerir ráð fyrir lágmarksávöxtunarkröfu, 4,07% á lánsfé og 6,87% á hlutafé. Gert er ráð fyrir 10% eiginfjárhlutfalli, gert ráð fyrir að orkuverð sé 2 kr./kwst. og orkusala sé örugg í 60 ár. Samkvæmt þessu mati yrði neikvætt núvirði Kárahnjúkavirkjunar á bilinu 22-24 milljarðar króna.

Til að virkjunin stæði á sléttu þyrfti orkuverð á kwst. að nema 2,48 krónum.


Raunsætt mat
Raunsætt mat gerir ráð fyrir meðaltalsávöxtunarkröfu og að orkuverð sé 1,75 kr./kwst. Reiknað er með 20% eiginfjárhlutfalli. Samkvæmt þessu mati yrði neikvætt núvirði Kárahnjúkavirkjunar á bilinu 37-39 milljarðar króna.

Til að virkjunin stæði á sléttu þyrfti orkuverð á kwst. að nema 2,70 krónum.
 

Arðsemismat Kárahnjúkavirkjunar 


Er að myndast þverpólitísk samstaða á Alþingi?

Í dag var þessi glæsilegi og fjölmenni fundur haldinn á Grand Hótel sem sjá má dagskrá frá hér að neðan. Kvennahreyfingar ýmis konar boðuðu fulltrúa stjórnmálaflokkanna á sinn fund til að vekja athygli á mikilvægi þess að vinna að því að bæta réttarkerfið og stöðu kvenna og barna gagnvart ofbeldismönnum. Það var gott að sitja í hópi sem svo meðvitaður er um stöðu mála í samfélaginu gagnvart kynbundnu ofbeldi sem bæði konur og börn verða fyrir í miklum meirihluta og af höndum karla (karlar gerendur í 97% tilfella).

Karlar eru margir hverjir að gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að þeir taki líka þátt í þeirri vinnu sem svo nauðsynlegt er að vinna til þess að hlutir gerist innan réttarkerfisins og í samfélaginu víðar. Þeir hafa margir hverjir gert sér grein fyrir því að þeir verða að hefja sig yfir það að segja "ég geri ekki svona og þess vegna þarf ég ekki að taka þátt í baráttunni" - heldur taka þeir þátt vegna þess hve mikilvægt er að bræður þeirra og systur og börnin okkar allra sjái samheldni kynjanna í að taka á þessum málum.

Fulltrúar allra stjórnmálaflokka voru mættir í pallborð og var það eins og oft áður áberandi hversu VG og XS voru með margar hugmyndir/tillögur á sinni aðgerðaráætlun og voru vel inn í þessum málum. Meðal annars eru báðir flokkarnir hlynntir sænsku leiðinni í vændiskafla laganna - þannig að karlmenn séu gerðir ábyrgir með að vera seki aðilinn í kaupum á vændi og einnig austurísku leiðina í heimilisofbeldismálum þannig að ofbeldismaðurinn sé tekinn út af heimilinu í stað þess að öll fjölskyldan þurfi að flýja hann.

Þó þótti mér ánægjulegt að sjá að fólkið frá XB, XD, og XF voru líka á þeirri bylgjulengd að margt þyrfti að laga innan réttarkerfisins og lögðu fulltrúar stjórnarflokkanna áherslu á að tryggja þyrfti fjármagn með fjárlögum til þess að hægt verði að fylgja eftir þeirri aðgerðaráætlun sem stjórnarflokkarnir hafa mótað.

Allir fulltrúar flokkanna svöruðu því játandi að þeir gætu tekið undir það og myndu gjarnan vinna að því með félögum sínum á Alþingi að gefin yrði út svipuð þverpólitísk yfirlýsing gegn fyrirhugaðri klámráðstefnu og kom frá borgarstjórn í gær. Einn lögfróður aðili á staðnum benti mér á það að á grundvelli laga væri vel hægt að vísa þeim frá því hópurinn hefði þegar gerst brotlegur v. ísl. hegningarlög með því að auglýsa ráðstefnuna með tenglum og upplýsingum um klámsíður sínar.

Auðvitað má benda á tvískinnung í þessu efni í þá átt að hér fæst víða klámefni og hér eru reknir súlustaðir án mikils eftirlits um hvort þar sé stundað vændi og einkadans sem er bannað með lögum. En með þessari vakningu má líka benda á það að mögulega þarf lögreglan að reka sérdeild sem sér um þessi mál þannig að eftirfylgni laga sé beitt, svipað og gert er í Svíþjóð t.d.

Stefnumót við stjórnmálaflokka 21. febr. kl. 8 - 9.30 á Grand (19.02.2007)

Það er mikilvægt að í stefnuskrám flokkanna og í kosningabaráttunni framundan verði ljóst hver áhersla stjórnmálaflokkanna er í okkar málaflokki.

Fundarstjóri: Guðrún Agnarsdóttir læknir.

Dagskrá:

8.20-8.30: Guðrún Jónsdóttir Stígamótum: Hvað brennur á okkur núna?

8.30-8.40: Ása Ólafsdóttir lögfræðingur: Kynbundið ofbeldi og réttarkerfið

8.40.-8.50: Kristín Ástgeirsdóttir fortöðumaður RIKK: Virðum mannréttindi kvenna.

8.50-9.30: Hver er stefna stjórnmálaflokkanna?


RIKK,
Stígamót
Kvennaathvarfið
Kvennaráðgjöfin
Kvenréttindafélagið
Samtök kvenna af erlendum uppruna o. fl.


Það á aldeilis að taka til í stjórnarráðinu ...

svona korteri fyrir kosningar! :)

því ber að fagna að um jafnréttið sé að komast á þverpólitísk samstaða ;) en jafnframt verður að athuga að ekki eru allir flokkar jafn trúverðugir í þeim málum.

jafnréttismálin eru bara að komast upp á pallborðið hjá flestum flokkum... enda munu góð málefni ávallt sigra.


mbl.is Endurskoðuð áætlun í jafnréttismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þverpólitísk samstaða gegn klámráðstefnunni?

Borgarstjórinn var virkilega kúl að fara fram á að hafin yrði lögreglurannsókn á klámframleiðendum sem hyggjast halda ráðstefnu hér á landi þann 8. mars. Hann fékk um þetta ábendingu frá Stígamótum sem eindregið hvatti alla ráðamenn þjóðarinnar til að koma í veg fyrir ráðstefnuna. Ég hef grun um að þverpólitísk samstaða muni nást um málið og klámframleiðendurnir muni ekki fá inngöngu í landið þar sem þeir hafa nú þegar lýst því yfir að ætla að taka upp klámmyndir í Bláa lóninu. Þeir lýsa þar með yfir einbeittum brotavilja gegn íslenskum hegningarlögum sem banna  bæði framleiðslu og dreifingu á klámi. En þar segir:

"210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.]
2)
Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti.
[Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum, eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt.].
3) Sömu refsingu varðar að flytja inn eða hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn í kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á klámfenginn hátt.]2)"

Eðlilegast væri að sjálfsögðu að einnig væru til skilgreiningar á klámi í lögum til þess að auðvelt væri að framfylgja þeim. En ég tel að skilgreining Diana Russell sé vel nothæf, enda skilgreinir hún ekki bara klám heldur líka erótík. Skilgreiningarnar eru eftirfarandi:

"Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar."

 "Erótík vísar til kynferðislega örvandi efnis sem er laust við kynjafordóma, kynþáttafordóma eða fordóma gagnvart samkynhneigð og virðing skal borin fyrir öllum manneskjum og dýrum."

Sem betur fer fær þetta umfjöllun í fjölmiðlum og hafa þó nokkrir lýst andstöðu sinni gegn þvílíkri ráðstefnu. UVG gáfu meðal annarra út yfirlýsingu sem sjá má hér og einnig hefur biskup Íslands gefið út yfirlýsingu gegn því að framleiðendur kláms fái inngöngu í landið og fagna því að ráðamenn skuli taka á þessu máli af ábyrgð, sjá hér og hér.

Þess má einnig geta að rannsóknir síðustu áratuga sýna að samband er milli ofbeldishneigðrar hegðunar og nauðgana á konum og börnum og áhorfs kláms þar sem niðurlæging kvenna, nauðganir og ofbeldi gagnvart konum er viðhaft (Russell, 1988). Klám sýnir oft mjög brenglaðar myndir sem eiga sér enga stoð í veruleikanum, en rannsóknir hafa sýnt að menn eru líklegri til að hafa hvatir til að nauðga eftir að horfa á klám (Russell, 1988,1993). Í rannsókn Einsiedel (1986) sem greint er frá í Russell (1993) á kynferðis- afbrotamönnum kemur fram að yfir þriðjungur þeirra notaði klám til að undirbúa nauðgunina og 53% þeirra sem nauðguðu börnum. Hinir afbrotamennirnir í þeirri rannsókn viðurkenndu að þeir notuðu það stundum. Og í enn einni rannsókn sem Russell greinir frá kemur fram að 56% nauðgara og 42% barnanauðgara greindu frá því að klám hefði haft áhrif á þá til að fremja brotin.   

 

Ég er algerlega sannfærð um að þverpólitísk samstaða mun nást um málið, vonandi bæði á Alþingi og í borgarstjórn. Hér má sjá þverpólitíska ályktun borgarstjórnar um málið. Það er kannski einna helst að þurfi að hafa áhyggjum af viðhorfum XD á þingi. En vonum að Geiri kallinn komi til og lýsi yfir andstöðu sinni líka.


mbl.is Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóriðjustefna Íslands til umfjöllunar í New York Times

Á dögunum birtist grein  um Ísland og stóriðjuna í New York Times.

Smokestacks in a White Wilderness Divide Iceland in a Development Debate

February 4, 2007, Sunday. By SARAH LYALL (NYT); Foreign Desk
Late Edition - Final, Section 1, Page 16, Column 1, 1698 words

 

Kíkið endilega á viðtal við Andra Snæ í Iceland Review

Hér er svo á að líta frétt á BBC um mögulega áætlaða yfirtöku Rio Tinto á Alcoa og hér má síðan sjá aðeins um Rio Tinto og sögu þess hvernig þeir hafa reynt að koma í veg fyrir verkalýðsbaráttu og réttindi vinnufólks.

"Environmental, political, safety and labour rights concerns have been raised against Rio Tinto by both environmental groups and unions, in particular the Construction, Forestry, Mining and Energy Union (CFMEU). The CFMEU ran a campaign against the company which tried to de-unionise its workforce after the introduction of the Howard Government's Workplace Relations Act 1996."

 


Stækkun í Straumsvík þýðir hátt í þrefalda mengun!

Það er sérstaklega ósmekkleg hótun Alcan að segjast ætla að loka og senda sitt fólk út á guð og gaddinn fái það ekki að stækka álbræðslu sína í Hafnarfirði.  70% af öllum álverum Alcan eru 200.000 tonn eða minni og að sú stærð er og verður hagkvæm á Íslandi a.m.k. næsta áratuginn. Reyndar væri ég sjálf því fegin að þeir flyttu og þarna væri hægt að reisa blómlega byggð í framtíðinni án mengandi álvers í bakgarði fólks. Eins myndi það bara draga úr þeirri mengun sem hlýst af flutningum á þessu frumunna áli til annarra landa þar sem það er unnið áfram. Auðvitað ættu öll álver að keppast við að hafa sem stærstan part vinnslunnar innan við sama land eða landsvæði þannig að ekki þurfi alla þessa flutninga sem líka menga. En auk þess verðum við líka að athuga það að okkur jarðarbúum ber að draga verulega úr álframleiðslu í framtíðinni því við höfum hreinlega ekki not fyrir allt þetta ál. Drykkjardósir og matvælaumbúðir má til dæmis takmarka að séu úr áli og eins mætti segja að umhverfisvænna sé að nota stál í byggingariðnaði í mörgum tilfellum. Þar að auki ber okkur aðeins að spá í hvort við höfum í raun not fyrir að vera að taka þátt í og ýta undir vopna og hergagnaframleiðslu sem Alcoa er m.a. þátttakandi í. Já - það er í raun framtíðin að okkur beri að draga verulega úr álframleiðslu í mörgum tilfellum... en þar með er ég ekki að segja að ál sé ekki nothæft í neitt. Við þurfum bara að fara mjög gætilega með þennan málm, því hann er bæði agalega orkufrekur í framleiðslu og hann er afar mengandi líka í framleiðslu. Þess vegna hef ég verið að vekja máls á því að okkur ber að draga úr notkun hans þar sem hægt er og finna aðrar leiðir. Eins ættum við ekki að þurfa að taka þátt í hergagna- og vopnaframleiðslu.

Á fjölmiðlafundinum um daginn hélt bæjarstjóri Hafnarfjarðar því fram að með þessum nýju tillögum væri verið að draga stórlega úr mengun frá álbræðslunni við stækkun og í dag hafa fjölmiðlar vitnað í þau orð hans að mengunin verði óbreytt við stækkun. Þetta er auðvitað ekki rétt, bæjarstjóri hefur ekkert í hendi um minni mengun frá álbræðslunni eftir stækkun. Samkomulag Alcan við bæinn felur ekkert í sér nema markmið um brennisteinsmengun sem reyna á “eftir megni” að draga úr. Það er ábyrgðarleysi af bæjarstjóra að bera ósannindi sem þessi á borð fyrir bæjarbúa.

Hér er samanburður á mengun frá álbræðslunni í Straumsvík fyrir og eftir stækkun:
•Sjónmengun eykst til muna bæði af verksmiðjunni og línumannvirkjum..
•Loftmengun eykst líka mjög mikið við stækkun (2,5 földun), öll mengunargildi verða eftir stækkun 250% af gildunum fyrir stækkun:
•Svifryk frá bræðslunni fer úr 470kg í 1.175kg á sólarhring
•Flúoríð frá bræðslunni fer úr 270kg í 675kg á sólarhring
•Brennisteinsdíoxíð fer úr 7,2 tonnum í 19 tonn á sólarhring
•CO2 (gróðurhúsalofttegund) fer úr 880 tonnum í 2.200 tonn á sólarhring
•magn kerbrota fer úr 8,4 tonn í 21 tonn á sólarhring.

Þetta eru losunarheimildir samkvæmt starfsleyfi. Yfirlýsingar um að “stefna beri að eftir megni” að minnka brennisteinsmengun frá álbræðslunni gefur engin tilefni til þeirra stóru yfirlýsinga sem bæði Lúðvík og Rannveig Rist létu falla í fjölmiðlum í gær.

Það ber líka að hafa í huga að mengunarsvæðið sem er í dag 10 ferkílómetrar verður ónýtt sem svæði undir framtíðarbyggð Hafnarfjarðar svo lengi sem álbræðslan er í rekstri. Nýjir útreikningar á stærð svæðisins breyta engu þar um.

Sól í Straumi

------------------------- 

Þessi frétt er að hluta tekin orðrétt eftir tilkynningu sem Sól í Straumi sendi á póstlista sinn nýverið. 


Gleðilegt að andstaða gegn virkjunum og álverum er sífellt að aukast

Fólkið í landinu er að átta sig á skelfilegum afleiðingum þeirrar stóriðjustefnu sem nú er ríkjandi. Jafnframt mjög skrítið hvað ríkisstjórnin er treg, heldur fast við sitt gamla plan og finnst óskaplega erfitt að hleypa lýðræðinu fram á Íslandi með þjóðaratkvæða- greiðslu. Sjálf spurði ég Valgerði Sverris á fundi á síðasta ári af hverju Íslendingar fengju ekki bara að greiða atkvæði um þetta mál, þannig að vilji þjóðarinnar lægi fyrir og þá gæti ríkisstjórnin ekki verið að rugla svona gegn vilja fólksins ... svar hennar var að við byggjum nú við fulltrúalýðræði og þyrftum bara að treysta fulltrúum okkar á þingi fyrir hlutunum! Verð að viðurkenna að mér fannst þetta ekki alltof gáfulegt svar, en þó í anda þessarar stjórnar sem hefur hvað eftir annað framkvæmt gegn vilja fólksins í landinu. 

Troðfullt í Árnesi á fundi gegn virkjunum neðri hluta Þjórsár

Í greinargerð segir, að óafturkræf og veruleg náttúruspjöll verði af virkjunarframkvæmdum. Í ljósi umræðu um þá ógn, sem stafi af hlýnun af mannavöldum sé óviðunandi að fara í þessar framkvæmdir. Fyrirhugaðar framkvæmdir muni auka á óstöðugleika hagkerfisins og skila þeim byggðum sem leggji til orkuna, fáum störfum þegar til framtíðar sé litið. Þá sé Þjórsá á virku jarðskjálfta- og leku spungusvæði.

 

Ál eða ekki ál?  (kíkið á greinina)

Í hvað fer svo öll álframleiðslan? Okkur er sagt að flugvélaiðnaðurinn noti mikið ál, en einungis 5% álframleiðslu heimsins fer í flugvélasmíði, en koltrefjaefni eru í sívaxandi mæli að taka þar við, t.d. er ál einungis 20% af heildarþyngd nýjustu farþegaþotu Boeing-verksmiðjanna. Stór hluti álframleiðslunnar fer í umbúðir. Tölur sem ég hef fundið eru þó nokkuð á reiki, en þær hljóða upp á að allt frá 20% upp í 75% heildarálframleiðslunnar séu notuð í umbúðir. Dósir undir gosdrykki og bjór, álbakkar undir matvæli, álpappír utan um sælgæti og ýmis matvæli o.s.frv., o.s.frv. Ál er auðvelt að endurvinna, litla orku þarf til að bræða það upp aftur, en einungis sáralítill hluti umbúða er endurunninn, megnið fer bara á haugana. Ál er m.a. einnig notað í stríðstól, svo sem flugskeyti o.fl., auk þess í ýmiskonar vélar, tæki og tól.

Ef þörf er að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf okkar, er þá æskilegt að það séu eintómar álstoðir? Nú þegar vinna um 100 manns við skógrækt á Austurlandi; á við hóp í meðal útgerð eða hjá meðal iðnfyrirtæki. Nokkrir ferkílómetrar skóglendis skapa jafn mörg störf og eitt meðalstórt álver. Hvað með þekkingariðnað? Hvað með smáiðnað? Íslensk ylrækt gæti orðið stóriðja á íslenskan mælikvarða fengi hún t.d. raforku á stóriðjutaxta.

**** 

Hér eru fleiri fréttir utan úr heimi þar sem mengunin er slík af súrálvinnslu að fólk er þar fárveikt: Something in the Air

Það er kominn tími til að við förum að horfa á hlutina í stærra ljósi, hugsa um heiminn í heild og það sem við erum að gera umhverfinu okkar og fólki. Horfum fram á veg. Við þurfum að hugsa upp nýjar aðferðir og við þurfum að draga úr álframleiðslu. Við ættum til dæmis ekki að hafa neina drykki í álumbúðum. Þær eru til dæmis ekki leyfðar í Danmörku (voru það allavega ekki fyrir nokkrum árum síðan).


mbl.is Troðfullt í Árnesi á fundi gegn virkjunum neðri hluta Þjórsár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álfyrirtæki gefa ekki til samfélagsins segir í viðtalinu...

Bendi ykkur á viðtal við þá Ómar og Andra Snæ varðandi álver og stækkanir í síðasta tölublaði Framtíðarlandsins.

Hvet ykkur líka til að skoða myndefnið sem boðið er upp á hjá Framtíðarlandinu

Náttúran breytist í Állandið Ísland

 

Í viðtalinu kemur meðal annars þetta fram:  

Álverið í Straumsvík ekki óarðbært

Ómar varar við því að láta röksemdir ÍSAL styggja sig, og bendir á að 1000 ný störf verði til af sjálfu sér árlega á höfuðborgarsvæðinu: „Fólk fórnaði höndum yfir brotthvarfi varnarliðsins, en starfsfólkið þar er löngu búið að fá atvinnu og jafnvel þótt álverið hyrfi úr Hafnarfirði yrðu þeir nokkur hundruð starfsmenn sem þar eru ekki í vandræðum með að finna sér vinnu í líflegu bæjarfélagi.“ Andri Snær og Ómar eru þó ekki trúaðir á álverið fari í raun þótt stækkun verði hafnað og þykjast báðir sjá í gegnum röksemdir forsvarsmanna Ísals, ekki síst þeim sem lúta að hagkvæmni rekstrarins. Ómar segir: „Álverið í Straumsvík er eitt arðbærasta álver Alcans, enda nýtur það skattfríðinda og lágs orkuverðs sem á sér enga líka. Og það er einfalda ástæðan fyrir því að þeir vilja stækka það.“ Andri segir að menn verði að fara að skoða þessi mál í samhengi. „Ef álverið í Straumsvík fær ekki að verða 460.000 tonn er það kallað 'upphafið að endinum'. En nýjustu tillögur um álver á Húsavík eru helmingi minni. Er það þá ekki líka upphaf að endinum, órekstrarhæf eining sem þarf annaðhvort að stækka eða loka innan örfárra ára? Og hvaðan á þá orkan að koma?“



Álfyrirtæki gefa ekki til samfélagsins

Andri Snær hefur kynnt sér álvinnslugeirann í þaula, bæði fyrirtækin sem starfa hérlendis sem og iðnaðinn á heimsvísu. „Það er ábyrgðarleysi að kynna sér ekki sögu álrisanna. Gerir fólk sér grein fyrir því að Alcoa er fyrirtæki sem hefur áhrif á ríkisstjórn Bandaríkjanna? Hvar stendur þá bæjarstjórnin á Húsavík? Hugsum um áhrifin sem Alcoa á eftir að hafa í Norðausturkjördæmi, með eitt álver á Reyðarfirði og annað á Húsavík.“ Andri telur að stjórnvöld séu nú að reyna að fría sig ábyrgð á stóriðjustefnunni með því að hleypa álrisunum fram hjá sér og beint inn í fámenn sveitarfélög. 

Andri segir álfyrirtækin alltaf beita þvingunum til að koma sér í þá aðstöðu að vera ‘free riders’, þau fá undanþágur frá orkuverði, skattaafslátt o.s.frv.: „Þau gefa svo ekkert til baka til samfélagsins nema einhverja opinbera bitlinga“ segir Andri. Áhrifin sem slík stórfyrirtæki geta haft á forgangsröðunina í einu sveitarfélagi eru vart umdeild. Ómar rifjar upp að enginn heilsársvegur liggi að Dettifossi á meðan vegur var á sínum tíma lagður að kísiliðjunni við Mývatn – sem nú er hætt starfsemi.

Uppgjöf mannsandans

Ein algengasta röksemdin fyrir uppbyggingu stóriðju er að hún efli byggð úti á landi. Ómar Ragnarsson er hins vegar ekki á því að slík uppbygging muni brúa bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. „Með áframhaldandi stefnu er verið að skapa hræðilega og enn dýpri gjá. Landsbyggðin verður land verksmiðjanna en suðvesturhornið fleytir á sama tíma rjómann af því sem er 21. öldin: hátækni og þekkingariðnaður.“


Næsta síða »

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband