Leita í fréttum mbl.is

Byrjar vel hjá Obama

Mér lýst vel á Obama, hann virðist taka umhverfismálin alvarlega og þar að auki hefur hann núna ráðið til sín bæði Nóbelsverðlaunahafa ásamt 3 konum til að leiða USA inn á þessa nýju braut. Vona bara að þessir fræðingar og forystusauðir átti sig á því að orka er ekki endilega "græn" þótt hún sé skárri en margt annað. Orka sem fengin er úr jarðvarma er hvorki laus við mengun né heldur er hún endilega "endurnýjanleg" þegar gengið er of hart á hana eins og Landvernd hefur margoft reynt að benda á. Eins eru rannsóknir sem sýna okkur það að stór uppistöðulón geta bæði valdið mengun og haft afleiðingar á lífríki sjávar sem skilar sér í minnkun fiskistofna. Eins höfum við núna séð að við framleiðslu ethanóls, sem á að verða umverfisvænna eldsneyti, þarf gífurlegt magn og pláss og hefur gert það að verkum að matvæli hafa hækkað mikið í kjölfarið. Alla möguleika þarf að skoða gaumgæfilega til að komast að niðurstöðu um hver er besti kosturinn, því þeir eru mjög misgóðir.

En þetta eru skref fram á við í samanburði við Bush stjórnina og miklu máli skiptir á næstu árum hvernig þessum málum verður háttað í USA - en þeir þurfa svolítið mikið að líta í eigin barm áður en þeir beina spjótum annað. Skoða eigin neyslumynstur, reglugerðir varðandi mengun og fara að endurvinna í miklu meira mæli.


mbl.is Ný forysta í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mun sakna Bush.

Arnar Björnsson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 00:49

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Andrea, þér líst kannski vel á Obama sjálfan enda er hann heillandi maður að mörgu leyti. En hvernig líst þér á ráðherrana sem hann velur sér? Robert Gates samverkamaður Bush/Cheney stríðsglæpaklíkunnar verður áfram varnarmálaráðherra. Timothy F. Geithner verðandi fjármálaráðherra og fyrrverandi Seðlabankastjóri New York umdæmis, er höfundur þeirrar aðgerðaáætlunar sem leiddi beinlínis til falls Lehman Brothers og skapaði þá ringulreið á alþjóðamörkuðum sem t.d. markaði upphafið að bankahruninu hér á Íslandi. Eru þetta "vinir" okkar?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2008 kl. 10:46

3 identicon

Ég er alls ekki svartsýnn maður, en ég er yfirleitt mjög raunsær.

Ég fagna hinum nýja verðandi forseta BNA, það er allt betra en GWB-II, ég get ekki annað en óttast örlítið um BHO.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 17:42

4 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Chomsky er reyndar ekki að gagnrýna þessar skipanir sem ég nefni að ofan, heldur varaforsetann, chief of staff ogfl. sem eru líka gagnrýniverðar. Ég verð að segja að ég er ykkur alveg sammála um það að þeir herrar eru ekki gott val og heldur ekki að velja þá sem áttu stóran þátt í efnahagshruninu til að stýra efnahagnum áfram... það get ekki ekki skilið að hann skuli gera.

Andrea J. Ólafsdóttir, 22.12.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband