Leita í fréttum mbl.is

Stríð fyrir hverja? Einkavætt Íraksstríð kostar 3 trilljónir dollara...

Stríðið í Írak hefur staðið yfir í 5 ár ... 5 ár! Það er langur tími. Og hvað hefur "unnist"? Bush segir að bæði USA og Írak séu öruggari - þvílíka ruglið! Hvaða rugl er þetta eiginlega sem látið er viðgangast í þessum heimi okkar? USA einkavæddi stríðið og stórfyrirtæki eru að hafa mikið uppúr því að reka einkavædda herþjónustu. Hverjum getur dottið slíkt í hug nema últra frjálshyggjumönnum!? Klikkun og ekkert annað. Hvernig stendur á því að þjóðir heims þora aldrei að rísa upp gegn USA og standa saman um að stoppa þá af í kjaftæðinu? Við vitum að sjálfsögðu öll, eða allflest í heiminum, að Bush er náttúrulega albilaður greyið og öll munum við anda léttar þegar hann fer frá í haust. En það er gífurlegt hvað maðurinn og hans stjórn hefur náð að skaða heiminn á meðan hann hefur verið við völd. Þvílíkar lygar og blekkingar, allt í þágu peninga ... og hver græðir? 

Í nýlega útgefinni bók sinni færir Nóbelsverðlauna-hagfræðingurinn Joseph Stiglitz rök fyrir því að stríðið gegn Írak hafi kostað Bandaríkin 3 trilljónir bandaríkjadala. Sjá nánar hér 

 

Rétt til að minna fólk á afleiðingar þessa stríðs langar mig að benda á heimildamyndir í því sambandi.

Um einkavæðingu stríðsins: Iraq for sale: The war profiteers

http://freedocumentaries.org/film.php?id=130

Um blekkingarnar: Uncovered: The War on Iraq

http://freedocumentaries.org/film.php?id=46

Um mannréttindabrotin í Guantanamo: The Road to Guantanamo

http://freedocumentaries.org/film.php?id=82

 

Og hví ekki að sjá aðeins um Bush kallinn og hans fjölskyldu? Aðeins um lygarnar í kringum stríðið í Írak og hvernig almenningur var blekktur... aðeins um blekkingar og kosningasvindl í Ameríkunni... aðeins um tengsl Bush við Bin Laden fjölskylduna, ekki veitir af smá innsýn í veröld blekkinganna:

 http://freedocumentaries.org/index.php?ct=1

 

Bið ykkur síðan að minnast allra þeirra sem hafa látið lífið og þjáðst vegna þessa græðgis-stríðs. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Þetta er sorglegra en orð fá lýst. Minni á hina góðu og gildu speki: ekkert afl er máttugra í þessum heimi en fólksins. Mikið væri gaman ef maður gæti fundið formúluna á að hvetja fólk til að gera eitthvað til að breyta þessum heimi okkar sem virðist svo þrunginn óréttlæti og mannvonsku.

Sem betur fer er til fólk eins og þú og aðrir sem láta sig varða málefni þeirra sem hafa enga rödd í okkar sérstaklega klikkaða heimi, græðishyggju og tómlætis.

Birgitta Jónsdóttir, 23.3.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta prívatstríð forseta BNA gegn sárfátæku fólki í Írak er fyrir neðan allar hellur. Og ástæðan er einhver tilbúningur, draugur sem Bush nefnir Osama bin Laden. Mér skilst að þetta sé nokkurs konar Írafells-Móri sem ku koma fram úr skúmaskoti sínu oft á mjög heppilkegum augnablikum fyrir Bush forseta hergagnaiðnaðarins í BNA.

Sjá nánar á heimasíðu minni.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 23.3.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband