Leita í fréttum mbl.is

Er að myndast þverpólitísk samstaða á Alþingi?

Í dag var þessi glæsilegi og fjölmenni fundur haldinn á Grand Hótel sem sjá má dagskrá frá hér að neðan. Kvennahreyfingar ýmis konar boðuðu fulltrúa stjórnmálaflokkanna á sinn fund til að vekja athygli á mikilvægi þess að vinna að því að bæta réttarkerfið og stöðu kvenna og barna gagnvart ofbeldismönnum. Það var gott að sitja í hópi sem svo meðvitaður er um stöðu mála í samfélaginu gagnvart kynbundnu ofbeldi sem bæði konur og börn verða fyrir í miklum meirihluta og af höndum karla (karlar gerendur í 97% tilfella).

Karlar eru margir hverjir að gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að þeir taki líka þátt í þeirri vinnu sem svo nauðsynlegt er að vinna til þess að hlutir gerist innan réttarkerfisins og í samfélaginu víðar. Þeir hafa margir hverjir gert sér grein fyrir því að þeir verða að hefja sig yfir það að segja "ég geri ekki svona og þess vegna þarf ég ekki að taka þátt í baráttunni" - heldur taka þeir þátt vegna þess hve mikilvægt er að bræður þeirra og systur og börnin okkar allra sjái samheldni kynjanna í að taka á þessum málum.

Fulltrúar allra stjórnmálaflokka voru mættir í pallborð og var það eins og oft áður áberandi hversu VG og XS voru með margar hugmyndir/tillögur á sinni aðgerðaráætlun og voru vel inn í þessum málum. Meðal annars eru báðir flokkarnir hlynntir sænsku leiðinni í vændiskafla laganna - þannig að karlmenn séu gerðir ábyrgir með að vera seki aðilinn í kaupum á vændi og einnig austurísku leiðina í heimilisofbeldismálum þannig að ofbeldismaðurinn sé tekinn út af heimilinu í stað þess að öll fjölskyldan þurfi að flýja hann.

Þó þótti mér ánægjulegt að sjá að fólkið frá XB, XD, og XF voru líka á þeirri bylgjulengd að margt þyrfti að laga innan réttarkerfisins og lögðu fulltrúar stjórnarflokkanna áherslu á að tryggja þyrfti fjármagn með fjárlögum til þess að hægt verði að fylgja eftir þeirri aðgerðaráætlun sem stjórnarflokkarnir hafa mótað.

Allir fulltrúar flokkanna svöruðu því játandi að þeir gætu tekið undir það og myndu gjarnan vinna að því með félögum sínum á Alþingi að gefin yrði út svipuð þverpólitísk yfirlýsing gegn fyrirhugaðri klámráðstefnu og kom frá borgarstjórn í gær. Einn lögfróður aðili á staðnum benti mér á það að á grundvelli laga væri vel hægt að vísa þeim frá því hópurinn hefði þegar gerst brotlegur v. ísl. hegningarlög með því að auglýsa ráðstefnuna með tenglum og upplýsingum um klámsíður sínar.

Auðvitað má benda á tvískinnung í þessu efni í þá átt að hér fæst víða klámefni og hér eru reknir súlustaðir án mikils eftirlits um hvort þar sé stundað vændi og einkadans sem er bannað með lögum. En með þessari vakningu má líka benda á það að mögulega þarf lögreglan að reka sérdeild sem sér um þessi mál þannig að eftirfylgni laga sé beitt, svipað og gert er í Svíþjóð t.d.

Stefnumót við stjórnmálaflokka 21. febr. kl. 8 - 9.30 á Grand (19.02.2007)

Það er mikilvægt að í stefnuskrám flokkanna og í kosningabaráttunni framundan verði ljóst hver áhersla stjórnmálaflokkanna er í okkar málaflokki.

Fundarstjóri: Guðrún Agnarsdóttir læknir.

Dagskrá:

8.20-8.30: Guðrún Jónsdóttir Stígamótum: Hvað brennur á okkur núna?

8.30-8.40: Ása Ólafsdóttir lögfræðingur: Kynbundið ofbeldi og réttarkerfið

8.40.-8.50: Kristín Ástgeirsdóttir fortöðumaður RIKK: Virðum mannréttindi kvenna.

8.50-9.30: Hver er stefna stjórnmálaflokkanna?


RIKK,
Stígamót
Kvennaathvarfið
Kvennaráðgjöfin
Kvenréttindafélagið
Samtök kvenna af erlendum uppruna o. fl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Þetta hefur örugglega verið mjög góður fundur og hefið ég verið til í að vera þarna, áhugaverð dagskrá greinilega.

Sædís Ósk Harðardóttir, 21.2.2007 kl. 22:03

2 identicon

Sæl, vildi bara benda á eina villu í þessari grein þinni. Einkadans er ekki bannaður með lögum, heldur með lögreglusamþykkt. Stenst tæpast almennar reglur um haftir á atvinnufrelsi en engu að síður hefur Hæstiréttur Íslands staðfest þetta fyrirkomulag.

beta (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 22:59

3 identicon

Ertu alveg viss um að aðilar gerist brotlegir vegna efnis sem er á engan hátt hýst eða dreift á Íslandi?

Tommi (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 00:03

4 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Að allt öðru - Hugum að þessu HÉR í kvöld

Júlíus Garðar Júlíusson, 22.2.2007 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband