Leita í fréttum mbl.is

Jafnrétti NÚNA!

Á síðustu vikum hefur dregið þó nokkuð til tíðinda í íslensku samfélagi. Feministavikan stóð nýverið yfir og þann 24. október var haldið upp á afmæli kvennafrídagsins sem var all eftirminnilegur í fyrra þegar 50-60.000 konur og nokkrir karlar líka söfnuðust saman í miðbæ Reykjavíkur til að minnast dagsins og krefjast launajafnréttis.

 24. okt. 2005

Afmæli Kvennafrídagsins, 24. október 2005

Að mínu mati gaf þessi vika því tækifæri til að skoða aðeins samfélagið okkar og jafnréttismálin enn og aftur og bæta það sem bæta þarf. Við þurfum að gera Ísland aftur að því framsýna landi sem það einu sinni var þegar konur kröfðust þess að fá kosningarétt og komust í fyrsta sinn inn á Alþingi. Síðar var Kvennalistinn stofnaður af framsýnum og kröfuhörðum konum og Ísland komst á blað heimssögunnar með því að kjósa fyrst allra þjóða konu sem forseta. Síðasta öld er því minnistæð í jafnréttisbaráttunni og megum við vera stolt af þeim árangri sem náðist. Þó er enn langt í land því konur eru enn ekki nema um þriðjungur á Alþingi og hafa enn mun lægri laun en karlar, ásamt því að vera beittar ofbeldi og misrétti í hvívetna.

Á síðastliðnum 12 árum hefur kynbundinn launamunur ekki minnkað nema um 0,3%. Atvinnutekjur kvenna eru einungis á bilinu 65% (án leiðréttinga) af atvinnutekjum karla - 84,3% (með öllum leiðréttingum sem maður er ekki sannfærður um að eigi rétt á sér). Það tæki 628 ár að leiðrétta muninn ef það ætti að ganga eftir á þessum sama hraða.

Frábæru fréttirnar eru hins vegar þær að nú gefst atvinnurekendum og alþingismönnum enn einu sinni tækifæri til að leiðrétta stöðuna með því að skoða þessi mál hið snarasta, bretta upp ermarnar og leiðrétta laun kvenna alls staðar í öllum stéttum. Einnig þarf að tryggja að hlutföll kynjanna verði jöfn á Alþingi og í sveitastjórnum með lagasetningum og eftirfylgni. Framtíðin er aldeilis björt ef stjórnvöld  drífa sig í að leiðrétta stöðuna á öllum þessum sviðum.

Jafnrétti NÚNA

Sjálf vonast ég til að fá tækifæri til að taka þátt í að móta nýja framtíðarsýn og stefnu fyrir land mitt og þjóð og var einmitt sjálf að taka þá ákvörðun að bjóða mig fram í eitt af efstu sætum á lista í prófkjöri VG í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar.


„The Future's So Bright, I Gotta Wear Shades“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband