Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra Spánar yfirlýstur feministi - ófeiminn og veit hvað orðið þýðir!

Langaði að deila með ykkur grein sem ég las rétt í þessu um spænska þingið. Spánverjar virðast vera á góðri leið með að fara langt fram úr íslendingum hvað varðar jafnrétti kynjanna. Í það minnsta er forsætisráðherrann þeirra, hann Zapatero, tilbúinn til að lýsa því yfir opinberlega að hann sé feministi og er ekki hræddur við að setja lög um kynjakvóta.

Á Spáni eru konur í meirihluta ráðherra ríkisstjórnarinnar, eða 8 af 15 (skv.BBC og Wikipediu (Council of Spanish Ministers)) og nú eru komin lög um að konur verða að vera minnst 40% frambjóðenda í kosningum þar ílandi. Zapatero hefur einnig lýst því yfir að hann muni fara norsku leiðina varðandi fyrirtæki, þeas. setja líka lög varðandi kynjahlutföllin í stjórnum fyrirtæka.

Í greininni kemur einnig fram hversu íhaldsöm karlremba Berlusconi er - en hann lýsti því yfir nýlega að þetta væri nú allt "helst til mikið bleikt" að hans mati þarna á Spáni. Í greininni verður hann náttúrulega að athlægi í samanburði við Zapatero - en þó má vera að einhverjar karlrembur séu nú sammála honum.

Allavega, langaði að benda ykkur á þessa áhugaverðu grein á BBC:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7375230.stm


Við þurfum eitthvað að fara að spýta í lófana á klakanum ef
við ætlum að hafa roð í hann Zapatero og hin Norðurlöndin :)


Við hvað ætli Geir og XD séu svona hræddir?

 

 

PS... Svona til öryggis fyrir þá sem enn ekki vita hvað orðið feministi þýðir þá er skilgreiningin á þessa leið: "sá (af hvoru kyni sem er) sem gerir sér grein fyrir að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því"  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Tryggvason

Get skrifað undir þessa skilgreiningu (sem ég las í grein eftir Kristínu Ástgeirsdóttur fyrir nokkrum mánuðum, og fékk því staðfestu fyrir því að ég teldi mig ekki bara feminista); í raun er þetta það sama og telja sig umbótasinna (eða róttækling sem vill að vísu nota hraðari og harðari úrræði til þess að bæta heiminn en umbótasinninn).

Hér eru nánari rök fyrir afstöðu minni.

Ég skora á alla feminista að auglýsa þessa skilgreiningu - svo fleiri (karlmenn) komi út úr skápnum.

Gísli Tryggvason, 21.5.2008 kl. 23:52

2 identicon

Flottur Zapatero og skilgreiningin líka!! Mér finnst umbótasinni frábært orð!! Reyndar Feminismi líka. 

Gaman að þú ert komin í bloggvinahópinn  Takk fyrir það!!

Teku undir með Gísla, svo að karlmennirnir fari nú að koma út úr skápnum. Allir þessir karlmenn hljóta að eiga einhverjar dætur, systur, frænkur og auðvitað mömmur og ömmur, vilja ekki allir - allavega flestir lifa í jöfnum heimi, fyrir alla, konur líka.

alva (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:03

3 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Það er eitt sem þeir gleymdu að nefna þarna á Spáni og það er að hvergi í Evrópu eru konur beittar jafn miklu ofbeldi á heimilum og þar. Það er eitthvað sem þeir þurfa að gera róttækt í að bæta.

En svona þar fyrir utan, skilgreiningin femínisti sek umbótasinni er frábær.

Brynjar Hólm Bjarnason, 22.5.2008 kl. 07:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geiri assgoti grænn og feministi,
getnaðarlega Sollu hann kyssti,
honum fannst æði,
en henni kvalræði,
og sefur nú allur hjá Sollu D-listi.

Þorsteinn Briem, 22.5.2008 kl. 13:01

5 identicon

Mikið væri gaman ef feministar á Íslandi myndu lesa skilgreininguna þína í stað þess að staðalímynda alla karla sem einhvern vondan hlut sem þarf að ryðja úr vegi.

Magnús (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:21

6 Smámynd: Ég

Fyrst varðandi ofbeldið .... ég bý á Spáni og bregður enn þegar einn og einn krakki fær á kjammann á veitingastöðum fyrir það sem flestir foreldrar myndu kalla örfrávik í fullkomnu hegðunarmunstri. Mér meiri Spánverjar geta sagt hversu viðurkennt þetta athæfi er og hvort það er tengt ofbeldi gegn konum hérna.  Veit samt að krakkarnir láta þetta athæfi berast ... og lemja allt sér sjálfum léttara á róluvellinum þegar þeir eru í stuði (reyndar eru stelpurnar ekkert betri þar) :)

Zapatero er einn af fáum stjórnmálaleiðtogum í heiminum í dag sem að maður trúir að sé sannfærður um málstaðinn og þó ég skilji ekki allt sem hann segir, er ég yfirleitt fullkomlega sammála honum :).  Spánverjar gætu stungið af í kvenréttindamálum næstu 4 árin ef öfga-jafnaðarmaðurinn Z fær sínu fram.  

Ég, 22.5.2008 kl. 13:59

7 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Mig langar að benda Þóri og Brynjari á að lesa kannski greinina sem ég bendi á áður en þeir koma með athugasemdir ;) ... hefði verið ágætis hugmynd fyrir þá. Í greininni er einmitt talað um ofeldi gagnvart konum sem auðvitað er vandamál þarna eins og á flestum öðrum stöðum í heiminum og ekki ætla ég að gera lítið úr því. Í greininni kemur þó fram að Þjóðverjar og Bretar slá Spánverjum við í þessum málum og Zapatero hefur einmitt tekið á þessu vandamáli líka.

Varðandi kynbundið ofbeldi hafa nýlega verið sett lög sem eiga að veita konum meiri vernd og betri þjónustu innan réttarkerfisins, að því er virðist. Þannig hafa þær aðgang að sérhæfðum dómurum og lögfræðiþjónustu, auk þess sem hægt er að fá nálgunarbann á ofbeldisfulla menn innan nokkurra klukkustunda ef þess þarf. Þannig að það eru mögulega skref í áttina að því að vernda konur gegn þessum ofbeldismönnum.

Ekki held ég að hlutir breytist yfir nóttu, en með slíkum skrefum og vilja í verki sýnir forsætisráðherrann fólki sínu visst fordæmi sem síðar verður þá kannski til að hlutirnir breytast smátt og smátt... allir hlutir sem eru svona rótgrafnir í menningu fólks þurfa sinn tíma til að breytast. EN jafnframt segi ég að þeir breytast ekki af sjálfu sér.

Andrea J. Ólafsdóttir, 23.5.2008 kl. 08:49

8 identicon

Það er líka að mig minnir níðst á konum í Rómönsku Ameríku.

Bestu kveðjur

Jón Þórarinsson

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband