Leita í fréttum mbl.is

Í dag kjósum við um einkaeignarrétt á vatni

Á liðnu þingi vöru lögð fram frumvörp um vatnsveitur sveitarfélaga. Borið hefur á því að stjórnarþingmenn skilji ekki sjálfir hvert inntak frumvarpanna er, og er þá ráð að upplýsa þá um það hér í stuttu máli.

 

Í sinni endanlegu mynd eru frumvörðin fyrstu skrefin í átt að einkavæðingu vatnsveitnanna í landinu. Í þeim er meðal annars opnað fyrir að sveitarfélög einkavæði vatnsveiturnar í landinu. Ef hægrimeirihlutinn í Reykjavík vill til dæmis einkavæða Gvendarbrunna er þeim frjálst að gera það eftir að lögin taka gildi í haust. Gott og vel, segja sumir, ef íbúar sveitarfélags vilja kjósa flokka sem ætla sér að einkavæða vatnið og gera það að söluvöru, þá ættu þeir að mega það. Því miður er málið ekki svo einfalt.

 

Einkavæðing vatnsveitna er tiltölulega einföld stjórnvaldsaðgerð – þær eru seldar hæstbjóðanda. Öðru máli gildir um að koma vatnsveitum aftur í almannaeign eftir að þær hafa verið einkavæddar. Reynslan sýnir að auðlindir sem hafa verið einkavæddar komast seint aftur í almannaeigu. Ein af ástæðunum er einfaldlega sú að það kostar að minnsta kosti jafnmikið að kaupa vatnsveiturnar aftur eins og þær voru seldar á. Einkafyrirtæki græða oft grimmt á að reka slíka þjónustu og eru því treg til að selja vatnsveiturnar aftur nema með miklum gróða. Með því að opna fyrir að sveitarfélögin geti einkavætt vatnsveiturnar er því í reynd verið að stuðla að því að vatnsveiturnar verði smátt og smátt komnar í eigu einkaaðila í mörgum sveitarfélögum.

 

Hitt er svo enn alvarlegra mál að ríkisstjórnin hefur samþykkt að vatnið sjálft verði gert að einkaeign í stað þess að vera sameign þjóðarinnar líkt og verið hefur hingað til. Einstaklingar hafa að vísu haft skýran afnotarétt af vatni um langt skeið, en nú hefur verið samþykkt að einstaklingar geti átt vatn og selt það líkt og um aðra markaðsvöru væri að ræða. Það gengur þvert á yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna þess efnis að drykkjarvatnið heyri til mannréttinda og að ekki skuli líta á það sem hefðbundna markaðsvöru. Á þessu byggist afstaða þeirra flokka sem hafna alfarið að opnað sé fyrir einkavæðingu vatnsveitnanna í landinu.

 

Í raun er bara eitt jákvætt við meðferð þessara mála í þinginu. Það er að lögin sem samþykkt voru taka ekki gildi fyrr en eftir þingkosningarnar sem nú nálgast óðfluga. Í dag verður kosið um það hvort farið verður í þá átt að þessi lög taki gildi um einkaeignarrétt á vatni, eða hvort við komum í veg fyrir það og tryggjum að vatn sé ávallt almannaeign þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Í dag eru gulir blýantar mjög áhrifamiklir en ekki á morgun!!

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 18:26

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Mikilvægur punktur, Andrea - hefðum átt að ræða þetta meira í kosningabaráttunni. Ósammála Benedikt um gula litinn - það er bleiki liturinn á kjörseðlunum sem blífur, eins og Sóley benti á.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 12.5.2007 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband