Leita í fréttum mbl.is

Kíkið á kjosa.is

Nú styttist óðum í kosningar og lítur allt út fyrir að stjórnin falli - sem er náttúrulega mjög mikilvægt og eina leiðin til að hér verði einhverjar alvöru breytingar.

Kíkið á kjosa.is 

 

Hér er líka eitt mjög gott og fyndið

4 ástæður til að kjósa að skipta um ríkisstjórn

Lýðræði?
2 menn settu Íslendinga á lista þjóða sem studdu stríðið í Írak. 35 komu í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkjun.

Fjársterkir aðilar hafa eytt milljónatugum til að hlutast til um ákvarðanatöku sveitarfélaga í Hafnarfirði, Reyðarfirði og víðar.

Samfélag fyrir alla?
Einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar er komin á dagskrá og unnið er að sölu Landsvirkjunar, og þar með orkuauðlinda þjóðarinnar.

1. nóvember á þessu ári taka gildi lög þar sem einkaeignaréttur á vatni er festur í sessi og vatn gert að markaðsvöru.

Græn framtíð?
Álver verða reist við Húsavík og í Helguvík og virkjanir í Þjórsá og Skjálfandafljóti.

Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist hraðar hér en í nokkru öðru landi í Evrópu.

Kvenfrelsi?
Kynbundinn launamunur er 16% og hefur ekki minnkað um eitt einasta prósent.

23 af 63 þingmönnum eru konur, 4 af 12 ráðherrum.

Allt annað líf - Á laugardag eru 4 ástæður til að kjósa Vinstri græn:

Lýðræði!
Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál.

Eflum grasrótarsamtök og tryggjum aðkomu almennings og frjálsra félagasamtaka að lýðræðislegri ákvarðanatöku.

Samfélag fyrir alla!
Burt með komugjöld og sjúklingaskatta.

Tryggjum almenningi lægra orkuverð og nýtum hlut ríkisins í Landsvirkjun í þágu skynsamlegrar orkunýtingar. Afturköllum lög um einkaeign á vatni og tryggjum að aðgangur að vatni verði áfram hluti af grunnréttindum okkar, líkt og andrúmsloftið.

Græn framtíð!
Stöðvum frekari stóriðjuframkvæmdir og ákveðum hvaða svæði við ætlum að vernda til framtíðar.

Stofnum loftslagsráð sem vinnur markvisst gegn losun gróðurhúsalofttegunda, m.a. með vistvænum samgöngum og fræðslu um umhverfismál.

Kvenfrelsi!
Afnemum launaleynd strax og eflum Jafnréttisstofu.

Vinnum að því að tryggja a.m.k. 40% hlut kvenna á þingi og í sveitarstjórnum, t.d. með því að hvetja til að fléttulistum verði beitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Vil benda þér á Andrea að Framsókn skorar hærra en VG í því að hafa fleiri konur og framar á listum þannig að með sömu rökum getur fólk aðveg eins kosið B. Hinsvegar finnst mér alveg ótrúlegt hvernig VG er endalaust að gera lítið úr hinum vinnandi stéttum og sé þar með að ráðast að rótum sínum. Þetta væri eins og Framsóknarflokkurinn færi að skrifa uppá þátt sem var sýndur hér fyrir margt löngu á Rúv og fjallaði um vistarbandið og hvað bændur væru nú miklir kúgarar. Að sýna verkafólk í þannig ljósi sem kastar rýrð á það og atvinnu þess er fyrir neðan flestra virðingu. Iðnaður skapar atvinnu alveg eins og hvað annað og mér finnst að fólk eigi að geta talað af virðingu um þá sem stunda þessa atvinnu þó að það óski ekki eftir frekari uppbyggingu á þessu sviði.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 11.5.2007 kl. 12:50

2 identicon

ótrúlegt hvað þið vinstri menn getið ekki notað heilann.

einkavæðing í heilbrigðiseiranum: við erum að tala um það að stór hluti af kostnaði í heilbrigðisgeiranum, tengist heilbrigði ekki á nokkurn hátt! eiga spítalarnir að reka sín eldhús? þrif? vera með eigin vinnuflokk manna í viðgerðum og allskonar dyttingum? ef það er hægt að spara milljarði við það að bjóða það út að einkaaðilar sjái um það að elda ofani fólk, alvöru verktakar sem vinna verk fljótt og vel, og einkaaðilar sjái um það að þrífa, þá er það gott mál, í staðin fær fleira fólk ódýrari og betri heilbrigðisþjónustu.

virkjanir og kosningar um það: ég er utan af landi sjálfur, og á ég að eiga framtíð mína í hendi fólks sem hefur aldrei farið útúr 101 um hvort ég geti búið og unnið áfram á þeim stað þar sem ég fæddist og ólst upp og langar til að búa áfram á? nei takk. virkjanir á stöðum eins og austfjörðum og við Húsavík eru mál fólksins sem býr á þessum stöðum. þó að þið getið lifað á grasi þarna í v-grænum, þá get ég það ekki.

16% launamismunur: haha, ótrúlegt hvað það er hægt að henda fram tölum eftir sínum hentugleika! ég er með eina spurningu. "hefur þú einhverntíman unnið vinnu þar sem þú sem kona hefur haft lægri tekjur en  karlmaður? eða ég sem karlmaður fengið hærri laun en kona í sömu stöðu? fyrir mitt leyti er svarið nei, og ég hef unnið mörg og fjölbreytt störf í gegnum tíðina. frá því að vera á sjó og til þess að sitja í stól inná skrifstofu. hvar er þá þessi launamunur? getur þú svarað því?

væri líka gaman að sjá það hvernig þið ætlið að framkvæma öll ykkar stefnumál lagalega séð? 65.gr,71.gr,72.gr og 73.gr Stjórnarskrár er e-ð sem þið ættuð að kynna ykkur.

verður gaman að sjá hvað það eru margir pappakassar í þjóðfélaginu sem kjósa ykkur v-græna.

Leifur (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 18:02

3 Smámynd: Héraðströllið

Verð að koma með athugasemd hérna, að ætla að redda því með virkjunum og álverum til að halda íbúum á ákv. svæðum, eins og í Fjarðabyggð og í kringum Húsavík er nú tvíeggja sverð.  Vissulega hefur komið kippur í atvinnulífið fyrir austan, en hvað svo þegar þessum verkefnum er öllum lokið?  Á þá að virkja í næsta firði og halda áfram að segja rafmagnið ódýrt til Alcan eða Alcoa?  Byggja fleiri mengandi batterý?

Ég spyr, því er ekki hægt að reyna að fá fleiri hátæknifyrirtæki til landsins sem eru "vistvænni", s.s. menga ekki nærri eins mikið, t.d. skilst mér að menn frá Yahoo hefðu verið hérna á landi til að athuga með möguleikann á að halda hérna úti netþjónastöð, hafa menn athugað gróðann af þeim bransa, bæði gróðurhúsalega sem og atvinnulega fyrir Íslendinga.

Og einkavæðing sjúkrahúsa og því tengt, ég svara því nú bara með því að biðja fólk um að sjá hvernig þetta er í USA, þar sem ef þú ert ekki með tryggingar, þá færðu ekki aðstoð á mörgum sjúkrahúsum.  

Héraðströllið, 11.5.2007 kl. 21:31

4 Smámynd: Héraðströllið

Já eitt enn, þið talið um að iðnaður skapi vinnu, vissulega rétt, en þegar launin í ákv. iðngreinum eru svo lág að það þarf að flytja inn vinnuafl þó nóg sé af því hérna á Íslandi, þá finnst mér gróðasjónarmið einstakra einstaklinga vera orðin of mikil.  Eitt enn, hafa stjórnmálamenn pælt í því hvernig það væri ef næst yrðu fluttir hingað inn stjórnmálamenn sem myndu vinna þeirra vinnu betur fyrir almúgann heldur en nú er gert, sjáið þið ekki fyrir ykkur Geir H og framsóknar-Jón reyna að verjast innflutningi á vinnuafli í þeirra atvinnugrein?  Bara svona smá hugsun hjá mér. 

Héraðströllið, 11.5.2007 kl. 21:38

5 Smámynd: Björn Viðarsson

Úffff hvað Vg eru þröngsýnir. Alltaf þegar rætt er um að bjóða út í heilbrigðisgeiranum þá halda menn að það eigi að fara USA leiðina. Þetta er dæmigert fyrir Vg. Allt eða ekkert. Hvergi pláss fyrir skynsamlega hófsemi.

Annars er ég á því að ríkið eigi að vera sem minnst í rekstri. Þar er hvergi farið verr með skattfé borgaranna. Einkaaðilar eiga að vinna verkið og ríkið á svo að sjá um að niðurgreiða þjónustuna til að allir fái notið með sama rétti.

Þannig fengist betri þjónusta með minni tilkostnaði. 

Björn Viðarsson, 12.5.2007 kl. 12:24

6 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Leifur, það er ótrúlegt hvað fólk er alltaf tilbúið að draga allar opinberar tölur í efa. 16% launamismunur er staðreynd, skýrslankemur frá félagsmálaráðuneytinu að ég held og hefur verið leiðrétt fyrir hína ýmsu þætti sem notaðir eru sem þættir sem hægt er að mismuna eftir, eins og aldur og fyrri störf, menntun osfr.... samt stendur eftir þessi 16% mismunur sem einungis er hægt að skýra með að verið sé að mismuna kynjum. Og já, ég hef unnið á stað þar sem kynjum er mismunað, hef mjög oft orðið vör við það í þessu þjóðfélagi.

Við Guðmund vil ég segja að það er á engan hátt verið að gera lítið úr hinum vinnandi verkastéttum, alls ekki.  

Andrea J. Ólafsdóttir, 12.5.2007 kl. 13:07

7 Smámynd: Héraðströllið

Sko ef reka á heilbrigðiskerfið að hluta eða öllu leyti sem einkarekstur, s.s. einhverjir aðrir en ríkið á það, þá hlýtur það að vera takmarkið að reka það með gróða ekki satt??  Það hlýtur að þýða að sá hluti sem fer úr eigu ríkisins verður dýrari, meiri kostnaður, hugsanlega lakari þjónusta og við megum nú ekki við því í heilbrigðisgeiranum eða hvað Björn???

Merkilegt hvað Sjálfstæðismenn (Björn Viðarsson) sjá hlutina öðruvísi og eru alltaf tilbúnir að selja til að græða smá aur. 

Héraðströllið, 13.5.2007 kl. 00:13

8 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ertu ekki alveg miður þín, Andrea, eftir niðurstöður kosninganna?

Gústaf Níelsson, 15.5.2007 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband