Leita í fréttum mbl.is

Heilindi markaðarins...?

eru dregin verulega í efa ... frelsi virðist vera í einkaeigu hinna ríku ... vissulega ekki hægt að tala um frelsi fyrir alla. 

spurning hvort markaðsvæðingin og hnattvæðingin hafi endilega skilað okkur betri heim eins og sumir halda fram ... eða hvort það hafi skapað nýtt kerfi valdaklíku sem byggir á að viðhalda "réttindum" auðmannsins frekar en á heilindum. stór hluti markaðarins vinnur eindregið gegn réttindum hins vinnandi manns sem skapar þó auðinn fyrir auðmanninn. tek fram að ég hef ekkert á móti því að fólk geti haft það mjög gott svo lengi sem það byggir ekki á launakúgun og misrétti annarra... sem það svo oft gerir í hinum kapítalíska heimi. varasamt með meiru.

"peculiar kind of freedom"  - skrítið frelsi sem últra kapítalisminn boðar

Bendi á góða heimildamynd frá BBC. 

The Trap - Adam Curtis - 1. hluti 

The Trap - 2. hluti 

The Trap - 3. hluti 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margar fullyrðingar en engin rök, nokkuð dæmigert fyrir stefnuleysi sumra stjórnmálamanna.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Sæll Vilhjálmur

Er þarna reyndar að setja fram spurningar sem myndin kemur inn á og varpa fram því sem hún fjallar dálítið um ... þó hún innihaldi vissulega fleira. Ef þú hefðir horft á hana hefðirðu kannski skilið færsluna betur

Reyndar er það vel þekkt staðreynd að stór hluti markaðarins vinnur virkilega gegn réttindum almúgans sem vinnur fyrir hann ... en það má vera að þú hafir ekki vitneskju um það.

http://www.killercoke.org/

Hér er einungis nefnt eitt dæmi... en þau eru vissulega mjög mörg um slík stórfyrirtæki. Svo virðist sem mörg þeirra þegar þau eru orðin of stór missi allt siðferði í rekstri og hegðun og þetta er vissulega eitthvað sem þarf að berjast fyrir að laga í heiminum svo mannréttindi séu virt.

Andrea J. Ólafsdóttir, 31.5.2007 kl. 08:55

3 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Já það má segja að sumir séu dálítið öfgakenndir Palli Pé. Held að það sé núna hægt að setja þig í flokk með þeim

Kannski þú ættir að kíkja á myndina sem ég er að benda á áður en þú setur inn athugasemdir sem þessa

Andrea J. Ólafsdóttir, 31.5.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband