Leita í fréttum mbl.is

Lögregla á villigötum?

Óskaplega þykir mér nú sorglegt framferði íslensku lögreglunnar gagnvart mótmælendum. Ég varð fyrir miklu menningaráfalli í fyrrasumar þegar ég upplifði og horfði upp á framferði löggumanna. Man eftir Óskari Bjartmarz, bróður Jónínu, þegar hann hrinti myndatökumanni RÚV fram af gangstétt og kom fram af hálfgerðu offorsi. Ég man líka hvernig systir hans varði þessa óverjanlegu framgöngu bróður síns með því að hann væri svo stór og mikill á velli að eðlilegt væri að hann "rækist utan í" fréttamanninn sem var að sinna vinnu sinni. Man líka eftir því hvernig lögreglan fór með mótmælendur óþarflega harkalega og beitti ofbeldi við vinnu sína sem var alger óþarfi. Ég hefði aldrei trúað því að svona viðgengist hér á litla Íslandi og vakti þetta miklar áhyggjur hjá mér.

Sjálfir virðast þeir þó hafnir yfir alla gagnrýni blessaðir mennirnir og þeim er greinilega mikið í mun að mála mótmælendur sem lygara. Koma svo sjálfir að vinnu sinni án þess að vera merktir með lögreglunúmerum sínum, þannig að erfiðara er fyrir almenning að tilkynna þá sem haga sér illa við störf sín. Lögreglan var mikið á ferðinni fyrir austan í fyrrasumar og stoppaði bíla sem þar keyrðu um til að spyrja þá ferða sinna og fjarlægðu jafnvel mat úr bílum sem voru á leið í tjaldbúðir. Mér þykir afar miður að sjá slík störf lögreglunnar hér á landi.

Farið hefur verið fram á opinbera rannsókn á störfum lögreglu og framferði og lögbrotum þeirra gagnvart mótmælendum... en ekkert hefur gerst í þeim málum. Virðist vera að við lifum í litlu bananaríki. 

Hér í þessu sambandi vil ég minna á þingsályktunartillögu sem lögð var fram í fyrra um þessi mál, þar sem VG lýsir yfir áhyggjum sínum á störfum og framgöngu lögreglunnar.

 
 
Ég tel að lesendur Mbl og almenningur þurfi að varast hvernig lögreglan flytur mál sitt.  

 


mbl.is Lögregla biður landsmenn að taka fréttum frá mótmælendum með gagnrýnum huga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Þér þykir sorglegt framferði íslensku lögreglunnar.  Þú minnist ekki einu orði á framferði margra mótmælenda sem sífellt fóru yfir strikið og brutu íslensk lög.  Skemmdu eignir, tóku fólk í gíslingu. Er það bara allt í lagi eða fordæmir þú það?

Guð hjálpi okkur ef þetta er almennt viðhorf VG, verður þá í lagi að fremja glæpi svo lengi sem menn eru að mótmæla??

Örvar Þór Kristjánsson, 27.4.2007 kl. 16:23

2 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Örvar minn, það sem ég var að benda á reyndar var að lögreglan hagaði sér ekki skv. lögum við almenna ferðamenn á svæðinu t.d. Auk þess voru alls ekki allir mótmælendur sem brutu lög sem fengu illa meðferð lögreglu. Það voru reyndar engir mótmælendur sem tóku fólk í gíslingu. 

Andrea J. Ólafsdóttir, 27.4.2007 kl. 19:31

3 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

"almenna ferðamenn"

Voru það ekki gestir klámráðstefnunnar frægu sem ætluðu að koma hér sem almennir ferðamenn?

Þessir svokölluðu mótmælendur ruddust inn á skrifstofu Hönnunar á Reyðarfirði og reyndu að komast í tölvur og önnur gögn þar. Frelsissviftu fólk þar.  Er það réttmæt hegðun? Þeir fóru í heimildarleysi inn á vinnusvæði, bæði á Kárahnjúkum og við Sómastaði. Hlekkja sig við vinnutæki og haga sér eins og asnar.  Af hverju minnist þú ekkert á þetta í pistlinum?? Leggur alla athygli á að rægja lögreglumenn, það finnst mér dapurt.  Átti í spjalli á msn hér áðan við vin minn sem er lögreglumaður, það sauð á kauða.

Lögreglan á ekki að taka þessa mótmælendur neinum vettlingatökum sem brjóta lög og reglur.

Örvar Þór Kristjánsson, 27.4.2007 kl. 20:00

4 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Hvernig stendur á því þig VG fólk sem er í framboði til Alþingis, að þið verjið alltaf gerðir þessara svokölluðu mótmælenda, jafnvel þó búið sé að dæma þá fyrir brot á lögum hér séu. Hverskonar skilboð eru þetta eiginlega. Er alltílagi að brjóta lög í þessu landi ef það er gert  í nafni þess sem þið skilgreinið sem náttúruvermd. Þið skulið nú fara varðlega þegar þið eruð að verja þetta fólk.

Arnfinnur Bragason, 27.4.2007 kl. 23:40

5 identicon

Sæl Andrea !  

 Hvernig réttlætir þú núna það að hleypa inn í landið fólki sem hefur brotið lög.  Veit ekki betur en þið femmurnar hafi gjörsamlega tryllst fyrr í vetur.  Þetta lið hefur þó brotið lög en það höfðu þeir sem stáðu fyrir Snowgathering ekki gert ! Má þá ekki alveg eins stöðva komu þessara mótmælenda ?  Síðan er eitt. Á sama tíma og fólk atast út í lögregluna- þá viljið þið  sömu e.t.v. einhvern tíma að sömu menn (lögreglan) komi til aðstoðar. Hvenær veist þú hvenær þú þarft á lögreglunni að halda ?  Burt með þetta lið ! Þetta lið hefur enga lífsstefnu nema mótmæla einhverju sem það veit ekki hvað er ! Ég stend með lögreglunni fram í rauðan dauðann.

 kv. Kalli  

Kalli (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 02:30

6 Smámynd: Mist

Já, þetta er nú meira málið og ég skil svosem alveg að fólk sem ekki var á staðnum eigi erfitt með að trúa því að það hafi virkilega verið brotið á mannréttindum "atvinnumótmælendanna og vandræðagemlinganna". Mér óraði ekki fyrir því hversu mikið rugl var í gangi og hefði aldrei trúað því nema jú að verða vitni af því...

Og ég á margar sögur af þeim örfáu dögum sem ég var í kringum þetta batterí!

Mist, 28.4.2007 kl. 22:36

7 Smámynd: Presturinn

Við verðum að sleppa 100 brotlegum mönnum áður en við brjótum á mannréttindum eins. Málstaðurinn getur verið svona og hins seginn en réttur manna til að safnast saman og mótmæla samkvæmt samvisku sinni stendur óhaggaður innan ramma laganna. Ljóst er að lögreglan hefði mátt vanda betur til verka en réttur mótmælenda er engu að síður ekki ótakmarkaður. Rétt er að lögreglan taki fast á slíkum málum þegar að þeim mörkum kemur en þangað til ekki.

Presturinn, 29.4.2007 kl. 22:27

8 Smámynd: Sævar Sævarsson

Einhver sérstök ástæða fyrir því að nauðsynlegt er að segja frá því að einhver lögreglumaður sé bróðir Jónínu Bjartmarz? Furðulegt...

Sævar Sævarsson, 30.4.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband