Leita í fréttum mbl.is

Þjóðaratkvæði - Power to the people!

Mig langar að ítreka enn og aftur ást mína á lýðræðinu og trú á fólkið. Ég tel að gott og virkt þjóðaratkvæðagreiðslu-kerfi geti veitt fólkinu í landinu mun meira áhrifavald og stjórnmálamönnum mikið aðhald. Ást mín og jafnframt áhyggjur af lýðræðinu er reyndar ein aðalástæða þess að ég ákvað að fara út í pólitík ... mig langar til að hjálpa til við að koma á mun lýðræðislegra kerfi en nú er við lýði hér á landi og þar tek ég Svisslendinga til fyrirmyndar. 

Fólkið í Sviss til dæmis getur haft þann kost að veita stjórnvöldum mikið aðhald varðandi stórar ákvarðanir. Þar hefði fólkið í landinu t.d. getað lagst á eitt og farið fram á að greitt yrði atkvæði um breytingu á lögum um kynferðisafbrot og vændi sem samþykkt voru hér á landi um daginn. Eftir að lögin voru samþykkt hér kom í ljós að 84% þjóðarinnar eru mjög líklega andvíg þessum lögum og myndu kjósa að hafa kaup á vændi ólögleg. Þessum lögum gætum við breytt eða fellt úr gildi með þjóðaratkvæðum. 

Kíktu á útfærslur um þjóðaratkvæði Svisslendinga hér

Direct Democracy  

Þjóðaratkvæði um þróunarstyrk

Svisslendingar taka virkan þátt í að samþykkja lög með þjóðaratkvæðagreiðslu á netinu 

Semsagt, stjórnin semur og skoðar lagabreytingar sem síðan eru lagðar fyrir í þjóðaratkvæði. Eða, ef stjórnin samþykkir lög sem meirihluti þjóðarinnar er andvíg, þá getur fólkið í landinu fellt þau úr gildi. Ekki er hægt að gera neinar breytingar á stjórnarskrá Sviss nema með samþykki þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu.

Þetta tel ég að eigi að vera framtíðin í lýðræðislegu ríki. Virkari þátttöku og virkara aðhald við stjórnmálamenn.... þannig myndi vera erfiðara fyrir spillingu að þrífast og fólkið fengi kannski aukinn áhuga á að taka meiri þátt ef því fyndist það ekki vera gjörsamlega á valdi stjórnmálamanna eingöngu.  En ef svona á að taka upp verður að sjálfsögðu að gera það þannig að sem mest þátttaka verði - helst ekki undir 70%. Það ætti svo sannarlega að vera hægt að venja okkur við að taka meiri þátt í lýðræðinu og hafa meiri áhrif á mótun samfélagsins með svona beinni aðkomu. Með þeirri tæknivæðingu sem orðið hefur ætti líka ekki að vera erfitt að útfæra svona tölvukerfi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Við notum nú þegar tölvur sem banka og skilum skattskýrslum þannig með góðum árangri. Notum tæknina til góðra hluta, virkjum fólkið til að taka þátt.

Varðandi þjóðaratkvæði í sambandi við stóriðjustefnu svara ég því þannig til að ást mín á lýðræðinu er svo mikil að ég hefði sætt mig við úrslit slíkrar kosningar þrátt fyrir að niðurstaðan hefði ekki verið mér að skapi. Ég hefði átt auðveldara með að sætta mig við að meirihluti þjóðarinnar myndi ákveða slíkt, heldur en að það sé í höndum nokkurra þingmanna. 

 

Switzerland

In Switzerland, there are binding referendums at federal, cantonal and municipal level. They are a central feature of Swiss political life. There are two types of referendums:

  • Facultative referendum: Any federal law, certain other federal resolutions, and international treaties that are either perpetual and irredeemable, joinings of an international organization, or that change Swiss law may be subject to a facultative referendum if at least 50,000 people or eight cantons have petitioned to do so within 100 days. In cantons and municipalities, the required number of people is smaller, and there may be additional causes for a faculatative referendum, e.g., expenditures that exceed a certain amount of money. The facultative referendum is the most usual type of referendum, and it is mostly carried out by political parties or by interest groups.
  • Obligatory referendum: There must be a referendum on any amendments to the constitution and on any joining of a multinational community or organization for collective security. In many municipalities, expenditures that exceed a certain amount of money also are subject to the obligatory referendum. Constitutional amendments are either proposed by the parliament or the cantons, or they may be proposed by citizens' initiatives, which—on the federal level—need to collect 100,000 valid signatures within 18 months, and must not contradict international laws or treaties. Often, parliament elaborates a counter-proposal to an initiative, leading to a multiple-choice referendum. Very few such initiatives pass the vote, but more often, the parliamentary counter proposal is approved.

The possibility of facultative referendums forces the parliament to search for a compromise between the major interest groups. In many cases, the mere threat of a facultative referendum or of an initiative is enough to make the parliament adjust a law. The referendums slow politics down[citation needed].

The votes on referendums are always held on a Sunday, typically three or four times a year, and in most cases, the votes concern several referendums at the same time, often at different political levels (federal, cantonal, municipal). Elections are as well often combined with referendums. However, the percentage of voters is generally very low, about 20 to 30 percent unless there is an election. The decisions made in referendums tend to be conservative. Citizens' initiatives are usually not passed. Even referendums on tax cuts are often not passed. The federal rule and referendums have been used in Switzerland since 1848.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Presturinn

Það er gott að elska. Þú átt samt ennþá eftir að svara því hverjir það eru sem ákveða hvað á að fara í atkvæða greiðslu. Ég er sammála þér að flestir myndu líklega fella lög um lögleiðingu vændis. Aftur á móti held ég að lög um lífstíðardóma tilhanda barnaníðingum yrðu samykkt. Skatta yrðu felldir í atkvæðagreiðslu. Öll jarðgöng á landsbyggðinni yrðu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Allir flokkar sem eru í framboði eru með lýðræði og á móti fátækt. Það er allsendis óeðlilegt að einn flokkur eigni sé þetta umfram aðra.

Gaman að sjá áhuga þinn á þessu máli. Það verður samt ekkki byggt á honum í þeirri mynd sem hann er núna.

Presturinn, 24.4.2007 kl. 17:08

2 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Ef þú myndir kannski lesa þetta sem ég hef bent á um Sviss kæmist þú að niðurstöðu um að oft er það fólkið sjálft sem getur haft áhrif á hvað fer í atkvæðagreiðslu. Það er athyglivert það sem þú segir um að allt yrði fellt í slíku kerfi... við ættum þá kannski að athuga hvort sú hefur orðið raunin þar sem reynsla er af slíku kerfi

Skattar yrðu ekki endilega felldir í atkvæðagreiðslu, sérstaklega ekki þegar fólk hefði vitneskju um að öll gjöld þjónustunnar myndu hækka ef allt er einkavætt. Fólk sem telur skattfé vel varið, eins og almennt er talið á Norðurlöndunum, er ekki mótfallið því að greiða skatta. Það gerir sér líka grein fyrir hversu mikið það er að fá fyrir þá.

Heldurðu að stjórnmálamenn væru mögulega færir um að setja fram tillögur um meðferðarúrræði fyrir barnaníðinga eins og gert hefur verið víða erlendis og fólk gæti fallist á þær? Ég hef mikla trú á því að fólk búi yfir þeim ágæta kosti að geta vegið og metið hlutina þegar það fær upplýsingar til þess. En svona kerfi krefst mikils upplýsingaflæðis til fólks auðvitað. Ég er alveg handviss um að fólk hér á landi myndi miklu frekar styðja betrunarfangelsis meðferðir heldur en refsingarfangelsi eins og nú tíðkast. Hefurðu enga trú á fólkinu í landinu og skynsamri hugsun kæri prestur?  

Andrea J. Ólafsdóttir, 24.4.2007 kl. 17:45

3 Smámynd: Presturinn

Nei Andrea ég hef enga trú á almennri skynsemi. Hún er nefnilega ekki jafn almenn og almennt er talið. Sem dæmi þá er McDonalds mest étni matur í heimi og Britney Spears mest leikna tónlist. Almenningisálitið er hverfult og svikult. Það þarf að taka ígrundaðarákvarðanir og til þess kjósum við okkur fulltrúa. DV-isminn sýnir okkur að það er oft stutt í dómstól götunnar og nýleg könnun um skattamál sýnir að við viljum ekki borga þá. Þá er vafasamt að framkvæmdir til að stuðla að dreifðri byggð hlytu mikið fylgi í slíkum kosningum.

Svissneska leiðin er á undanhaldi og hefur ekki átt uppá pallborðið víðar. Fyrir því eru réttmætar ástæður og þá helst að kerfið virkar ekki. Sviss hefur dregið úr áhrifum þjóðaratkvæðagreiðslna og hefur þeim farið fækkandi.

Sem dæmi um hverfulleika almenningsálitsins þá kjósum við t.d. fulltrúa okkar í Eurovision og sendum hann stolt af stað. Við tökum svo oftast nær á móti honum aftur með upphrópunum og svívirðingum um það hversu afleitur kostur hann hafi verið. :) áfram Eiríkur :)

Presturinn, 25.4.2007 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband