Leita í fréttum mbl.is

HAHAHA - er þetta brandari?

Það er dálítið fyndið að þetta skuli vera raunin þegar á síðasta kjörtímabili kom fram augljós andstaða allra flokka, nema VG við þjóðaratkvæðagreiðslu um stór og mikilvæg mál. VG gerði ítrekaðar tilraunir til að leggja til að fólkið í landinu fengi þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúka, en allir flokkarnir greiddu atkvæði gegn því. Mér skilst reyndar að Þórunn Sveinbjarnar í samfó hafi verið hlynnt því. 

Vissulega eru þjóðaratkvæðagreiðslur mjög mikilvægar í lýðræðisríkjum, en ekki eru allir stjórnmálaflokkar jafn hlynntir slíku beinu lýðræði og aðhaldi við sjálfa sig.

Þetta er reyndar ein aðalástæða þess að ég ákvað að fara út í pólitík ... mig langar til að hjálpa til við að koma á mun lýðræðislegra kerfi en nú er við lýði hér á landi. Ég hef miklar áhyggjur af lýðræðinu í þessu landi og ég tel að fólk eigi að geta haft mun meiri áhrif á stjórnvöld. Ég tel engan veginn að nokkrir einstaklingar á þingi eigi að taka ALLAR ákvarðanir fyrir fólk - það þarf að færa meira vald til fólksins í stórum málum.  


mbl.is Sammála um gildi þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Í dag er dagur Jarðar ! Til hamingju með það, Ljós og friður til Jarðainnar og Þín Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 11:52

2 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Takk fyrir það og til hamingju sömuleiðis... og til hamingju jörð.

Andrea J. Ólafsdóttir, 22.4.2007 kl. 12:01

3 Smámynd: Presturinn

"Vissulega eru þjóðaratkvæðagreiðslur mjög mikilvægar í lýðræðisríkjum" hvar og hvernig umfram það sem gerist hér? Hvar í heiminum er kosið um stíflur? Það er í rauninni bara eitt land í heiminum sem nýtir sér þjóðaratkvæðagreiðslur að einhverju marki. Annars staðar eru þær einungis notaðar þegar framvísa eða afsala á þjóðinni valdi eða miðla fullveldi hennar á einhvern hátt. Í lýðræðisþjóðfélagi kýs almenningur sér fulltrúa til að taka ákvarðanir og framkvæma. Þeir eru ss kosninr til að fara með vald. Ef ekki þá má allt eins sleppa þeim (eins og ég bendi reyndar á að sé að miklu hluta í lagi hér)

Presturinn, 22.4.2007 kl. 12:16

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er nú einusinni þannig að valdaflokkar, þ.a.s. þeir flokkar sem sem þaulsetnastir eru í ríkisstjórnum eins og t.d. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, eru mótfallnastir þjóðaratkvæðagreiðslum sem og öðrum atkvæðagreiðslum sem geta haft í för með sér skerðingu á völdum þeirra. Ástæðan fyrir neikvæðni þeirra í garð þjóðaratkvæðagreiðslna er ótti, ótti við að tapa völdum, ótti við að verða undir, ótti við að verða niðurlægður, ótti við fólkið í landinu. Þessi ótti kom mjög berlega í ljós þegar Ólafur Ragnar neitaði að skrifa upp á fjölmiðlalög Davíðs og Halldórs á sínum tíma. Síðan þá hafa Sjálfstæðismenn verið með sífellt röfl um, að nauðsynlegt sé að afnema synjunarvald forseta Íslands. Ætli þetta röfl Sjálfstæðismanna sé sprottið af lýðræðisást? Ég held ekki, ég tel líklegra að það sé vaxið upp af ótta við að geta ekki farið sínu fram fyrir háttvirtum kjósendum, sem þeir flaðra hvað mest fyrir þessa dagnana með óefndum kosningavíxlum og fl.

Ég er á því, að umræða um lýðræði sé mjög nauðsynleg, bæði hvað inntak og form varðar. Lýðræði er t.d. meira en hver verður ofan á í hinum og þessum atkvæðagreiðslum. Innan stjórnmálaflokkanna er tilvalið eyða töluverðum kröftum og tíma í að ræða lýðræði á breiðum grundvelli og ekki síður að ástunda lýðræði í verki. Ertu t.d. ekki sammála mér, Andrea, að VG legði ríkisstjórnarsáttmála sem flokkurinn ætti aðild að undir alsherjaratkvæðagreislu í flokknum? Mér finnst slík tilhögun t.d. alveg borðliggjandi, ef svo einkennileg færi að þingflokkur VG ætlaði sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.     

Jóhannes Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 12:21

5 Smámynd: Presturinn

Ekki reyna þetta Jói. Það er enginn flokkur að mælast til þess að neinni alvöru að fara að stunda þjóðaratkvæðagreiðslur í ríkara mæli en nú er gert. Allir þeir sem eru í minni hluta munu krefjast þess að setja allt í þjóðaratkvæðagreiðslur og allir þeir sem eru í meirihluta munu hafna því. Það er ekki þar með sagt að þeir séu á móti lýðræðinu.

Eigum við t.d. að setja skattahækkanir í þjóðaratkvæðagreiðslu? Eða bara að láta almenning kjósa um það hvað hann vill borga í skatta? það væri athyglisvert að sjá hvort að lýðræðishugsjón þín stæðist það próf.

Í því kerfi sem við búum við eru einstaklingar kosnir til að framkvæma. Sé það vilji þjóðarinnar að breyta því verður að breyta kerfinu. Endlilega setið á koppinn framboð sem ætlar ekki að gera neitt heldur láta kjóa um allt og sjáið hvernig því vegnar.

Það veitir mér vissa hugarró að vita það að komist VG að þá muni þeir ekki framkvæma neitt enda hugmyndir þeirra til þess eins fallnar að kosta land og þjóð þann ávinning sem það hefur unnið sér inn á undanförnum áratugum.

Presturinn, 22.4.2007 kl. 13:08

6 Smámynd: Presturinn

það má að lokum benda á það að innan ykkar raða er maður sem heitir Hjörleifur. Kappinn sá stundar það að skora á önnur framboð að draga sig til baka. . . er það lýðræðislegt?

Presturinn, 22.4.2007 kl. 13:10

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég er ekki talsmaður þess að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslum um hvað eina enda væri slíkt óframkvæmanlegt. Hinsvegar er nauðsynlegt að umræða um lýðræði og inntak þess og form sé í sífellt til umfjöllunar, t.d. lýðræðisleg vinnubrögð innan stjórnmálaflokka, í verkalýðshreyfingu og öðrum félgasamtökum.

Ég veit hvernig í ósköpunum þú kemst að því að VG muni ekki framkvæma neitt, komist þeir til valda og að hugmyndir þeirra séru til þess fallnar að kosta land og þjóð þann ávinning sem það hefur unnið sér inn á undanförnum árum. Svona stórar yfirlýsingingar kalla á ítarlegan rökstuðning, séra minn, og ég er sannfærður um að prestur af þinni stærðargráðu lætur ekki á sér standa að rökstyðja mál sitt í þessum efnum.

Og að síðustu: Í guðanna bænum vertu ekki að minnast á þennan Hjörleif, og því síður að gera tilraun til að spyrða mig á einhvern hátt við þann náunga. 

Jóhannes Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 14:05

8 Smámynd: Presturinn

Sæll aftur Jói. Hvar á að draga línuna? Hver ákveður hvað fer í atkvæðagreiðslu og hvað ekki? Síðustjóri mælist til þess að framkvæmdir fari í þjóðaratkvæðagreiðslu, er það eðlilegt? Hversu stór hluti þjóðarinnar mundi t.d. kjósa jarðgöng á vestfjörðum í slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu?

Hvað varðar verkferla og vinnubrögð innan félaga, hvort sem þau eru stjórnmálalegs eðlis eða ekki þá held ég að við ættum ekki að setja neinar reglur þar um enda mönnum best að hafa það frjálst hvernig þeir haga sínum félögum. Menn eiga svo bara að vera ófeimnir við að takast á innan þeirra og ganga út og stofna nýtt félag ef þeim líkar ekki það gamla.

Hvað varðar hugsanlegar aðgerðir VG ef þeir komast einhvertíman í stjórn (sem verður nú ekki í bráð) þá held á að við ættum að ræða það á minni síðu en ekki hér. Ég get amk sagt að í hjarta mínu er raunverulegur ótti við hvað gæti gerst. Ég sé fram á mikinn harmleik og afturhvarf. Ég veit að fólk innan VG meinar verulega vel en það er ekki það sama og að takast vel til.

Varðandi Hjölla þá skal ég ekki minnast á hann mikið frekar, en ég held að menn innan VG ættu ekki að gleyma honum þegar þeir tala um lýðræðishefðir innan annarra flokka. eða hvað?

Presturinn, 22.4.2007 kl. 14:41

9 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Athyglisverð umræða sem þér hefur tekist að koma af stað, Andrea ;-) Ég man eftir þér, Jóhannes, af landsfundi í Hveragerði 2003 en hver er þessi "prestur"? Sé bara mynd af Eggert í West Ham og ekki er hann prestur - væri fróðlegt þú talaðir undir nafni, prestur góður. Varðandi áskorun Hjörleifs til Íslandshreyf., þá gæti ég ekki verið mikið meira ósammála honum. Hjörleifur talar hins vegar ekki fyrir flokkinn. Ég styð rétt fólks til að bjóða sig fram á sama hátt og ég held að það sé rétt að fjölga atkvæðagreiðslum um eitthvað annað en brennivínsútsölur og hundahald. Auk þess væru vinstri græn ekki til sem flokkur hefði verið hlustað á sambærilegar úrtöluraddir fyrir kosningarnar 1999!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.4.2007 kl. 18:57

10 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ja, hvenær talar Hjörleifur fyrir flokkinn og hvenær fyrir sjálfan sig? Það vill nefnilega þannig til að Hjörleifur Guttormsson er líklega valdamesti maður innan VG, þó svo enginn hafi kosið hann til þess arna. Það er ansi þungur kross fyrir þessa hreyfingu að burðast með slíka byrði á bakinu. Áskorun karlsins til Íslandshreyfigarinnar segir kanske flest sem segja þarf um kappann.

Umræðan sem Andrea hefur komið hér af stað er alveg ágæt. Ég er t.d. þeirrar skoðunnar að VG ætti að taka lýðræði til ítarlegrar umfjöllunar innan sinna raða og þá gjarnan á kostnað femínismasnakksinns eins og það hefur þróast í flokknum.

Um prestsskepnuna okkar veit ég ekki par, en hann mætti að ósekju segja til sín. En vilji hann halda sig inni í skápnum, þá er það hans mál, en ég held hann hafi örugglega ekki verið á landsfundinum í Hveragerði.

Jóhannes Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 19:40

11 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er mjög gott að eiga Hjörleif, þótt ég sé ósammála honum um þetta tiltekna mál, og sennilega gott að hafa þig í liðinu líka, Jóhannes. En ég vildi að þú værir umburðarlyndari gagnvart femínismanum: þú ert kannski hættur að starfa með flokknum vegna áhrifa femínista?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.4.2007 kl. 20:00

12 Smámynd: Kristján Pétursson

Góðar greinar hjá þér Andrea og Jóhannes um  þjóðaratkvæðagreiðslur.Þetta er eitt af þeim stórmálum,sem þarf að taka upp í stjórnarskrárnefndinni.Þetta er eitt veigamesta inntak lýðræðisins.Góð umræða hjá ykkur.

Kristján Pétursson, 22.4.2007 kl. 21:23

13 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hmmmm...

Maður verður hugsi þegar umræðan kemmst á flug með þessum hætti.  Þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki einfalt mál, og það sem einum finnst vera stórmál það er ekki víst að annar taki undir það.

Erfiðast yrði að ákveða hvernig ætti að vega og meta það hvaða mál fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, því væntanlega gengi það illa að hafa það bara geðþótta ákvörðun stjórnvalda hverju sinni.

Það þerf ekki endilega að vera slæmt að fjölga þessum greiðslum atkvæða en, einhver refgla þarf þó að ver á því.....

Eiður Ragnarsson, 23.4.2007 kl. 03:02

14 Smámynd: Presturinn

Enn bólar ekki á svörum frá ykkur varðandi það hvað á að kjósa um í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum? Þar sem að þið stefnið að því að afnema pótitísk völd kjörinna manna þá væri auðvitað lang best að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað fer í þjóðaratkvæðagreiðslu o.s.frv. o.s.frv. Þið eruð heldur ekki búnir að svara því hvort að það eigi að kjósa um framkvæmdir og ef svo er hver það er sem kjósi um þær (hreppurinn, sýslan, bærinn, landið??).

 Varðandi prestinn þá mæli ég með því að þið hafið ekki áhyggjur af því hver það er sem hér skrifar. Takið bara efnislega afstöðu til þess sem skrifað er. Það er í raun þáttur í lýðræðinu að innihald þess sem er sagt skipti höfuð máli en ekki hver það er sem segir það. Ég var ekki á fundinum í Hveragerði en ég get svo sannarlega skrifað undir fjölda margt sem VG segir. Þess ber svo að geta að Presturinn er óflokksbundinn og hefur aðeins velferð safnaðarins að leiðar ljósi  :)

Presturinn, 23.4.2007 kl. 09:09

15 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Vissulega getur verið erfitt og vandasamt að útfæra lýðræðið betur og færa meira vald til fólksins í landinu. Ég tel það að eitthvað verkefni sé erfitt þó ekki ástæðu til að sleppa því bara eða drepa umræðuna í fæðingu. 

Að mínu mati hefði átt að greiða atkvæði um Kárahnjúkavirkjun - eða nota tækifærið til að kjósa um heildarstefnu í virkjana og/eða friðunarmálum og ég byggi þá ákvörðun á því hversu miklu róti framkvæmdin kom á samfélagið og hversu mikil andstaða var við hana. Kárahnjúkavirkjun er ekki lítil framkvæmd og hún snertir vissulega alla þjóðina, en ekki eingöngu Austfirðinga. Þá má segja að þegar valdamenn ætla að vanvirða friðuð svæði eins og gert var í því tilviki og á að gera í fleiri tilvikum skv. stefnumótun þeirra, að þá eigi eins konar heildarstefna að vera mótuð í slíkum málum, hvað nákvæmlega á að virkja til framtíðar á einhverju langtímaplani og hvað ekki og hvort landsmönnum þyki ástæða til að vernda náttúru landsins eða ekki, þá frekar sem heildarstefnu, en ekki einstaka framkvæmdir. Um slíka heildarstefnu ætti síðan að kjósa og mættu þá vera fleiri en einn valmöguleiki að mínu mati. 

Einnig tel ég að mál eins og innganga í Evrópusambandið eigi að vera í höndum fólksins í landinu, en ekki fárra einstaklinga á þingi. 

Fleiri dæmi mætti taka, eins og til dæmis um hvort Ísland á að vera aðildaríki að NATO eða hvort hér ætti yfir höfuð að hafa hernað.

Stórar og afdrifaríkar ákvarðanir ættu að vera meira á valdi alls fólks í landinu, en ekki nokkurra einstaklinga. Fjölmörg dæmi eru um það hér á landi að kjörnir fulltrúar hafa starfað þvert á vilja fólksins, með viljayfirlýsingu um innrás í annað land og fleira sem núverandi stjórn hefur gert.  

Andrea J. Ólafsdóttir, 23.4.2007 kl. 20:12

16 Smámynd: Presturinn

Sæl Andrea. Þ'u varst á móti framkvæmd sem var umdeild en átti að fara í engu að síður ergo vildir þú láta kjósa. Hvað með ef þjóðin vill í fávisku sinni virkja allt en stjórnvöld ekki? Viltu kjósa þá? Vegur ást þín á lýðræði þyngra en óumdeilanleg ást þín á landinu okkar? ((við ræddum það hér á undan að við erum sammála um þjóðaratkvæðagreiðslur um framsal á fullveldi þjóðarinnar sbr EES og þurfum ekkert að ræða það)). Sumar ákvarðanir verður bara að láta stjórnmálamenn taka því að margt vill fólk einfaldlega ekki gera eins og það t.d. að borga skatta.

Það virðist auðvelt fyrir þinn flokk að nota upphrópanir til að ná í atkvæði. Að halda því fram að þið séuð "með lýðræðinu" og "á móti fátækt" er ekki sanngjarnt. Við erum öll með lýðræðinu og þú engu meira en aðrir þótt þú getir haldið fram óframkvæmanlegri hugmynd blygðunarlaust.

Stórar og afdrifaríkar ákvarðanir eru matskenndar. Það eru til þeir sem töldu Kárahnjúka ekki vera merkilega ákvörðun og þér er líklega meira eða minna sama um það hvort tekin verði upp videótækni við dómgæslu í fótbolta svo eitthvað sé nefnt.

Ég er stoltur af þér að koma með hugmyndir en það er ekki nóg. Hvar er útfærslan og hvernig væri að svara spurningum þeim sem hafa komið fram eins og hver ákveði hvað fer í þjóðaratkvæðagreiðslu? Án útfærslu er þetta bara heitt loft sem formgerist í örvæntingarfulri tilraun til að ná í atkvæði þegar korter er til kosninga.

Presturinn, 24.4.2007 kl. 06:23

17 Smámynd: Presturinn

Sæl Andrea. Þ'u varst á móti framkvæmd sem var umdeild en átti að fara í engu að síður ergo vildir þú láta kjósa. Hvað með ef þjóðin vill í fávisku sinni virkja allt en stjórnvöld ekki? Viltu kjósa þá? Vegur ást þín á lýðræði þyngra en óumdeilanleg ást þín á landinu okkar? ((við ræddum það hér á undan að við erum sammála um þjóðaratkvæðagreiðslur um framsal á fullveldi þjóðarinnar sbr EES og þurfum ekkert að ræða það)). Sumar ákvarðanir verður bara að láta stjórnmálamenn taka því að margt vill fólk einfaldlega ekki gera eins og það t.d. að borga skatta.

Það virðist auðvelt fyrir þinn flokk að nota upphrópanir til að ná í atkvæði. Að halda því fram að þið séuð "með lýðræðinu" og "á móti fátækt" er ekki sanngjarnt. Við erum öll með lýðræðinu og þú engu meira en aðrir þótt þú getir haldið fram óframkvæmanlegri hugmynd blygðunarlaust.

Stórar og afdrifaríkar ákvarðanir eru matskenndar. Það eru til þeir sem töldu Kárahnjúka ekki vera merkilega ákvörðun og þér er líklega meira eða minna sama um það hvort tekin verði upp videótækni við dómgæslu í fótbolta svo eitthvað sé nefnt.

Ég er stoltur af þér að koma með hugmyndir en það er ekki nóg. Hvar er útfærslan og hvernig væri að svara spurningum þeim sem hafa komið fram eins og hver ákveði hvað fer í þjóðaratkvæðagreiðslu? Án útfærslu er þetta bara heitt loft sem formgerist í örvæntingarfulri tilraun til að ná í atkvæði þegar korter er til kosninga.

Presturinn, 24.4.2007 kl. 06:23

18 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Kæri prestur

Fólkið í Sviss til dæmis getur haft þann kost að veita stjórnvöldum mikið aðhald varðandi stórar ákvarðanir. Þar hefði fólkið í landinu t.d. getað lagst á eitt og farið fram á að greitt yrði atkvæði um breytingu á lögum um kynferðisafbrot og vændi sem samþykkt voru hér um daginn og í ljós hefur komið að 84% eru andvíg og myndu kjósa að hafa kaup á vændi ólögleg.

Kíktu á útfærslur um þjóðaratkvæði Svisslendinga hér

Um Sviss

Direct Democracy  

Þjóðaratkvæði um þróunarstyrk

Svisslendingar taka virkan þátt í að samþykkja lög með þjóðaratkvæðagreiðslu á netinu 

Semsagt, stjórnin semur og skoðar lagabreytingar sem síðan eru lagðar fyrir í þjóðaratkvæði. Eða, ef stjórnin samþykkir lög sem meirihluti þjóðarinnar er andvíg, þá getur fólkið í landinu fellt þau úr gildi. Ekki er hægt að gera neinar breytingar á stjórnarskrá Sviss nema með samþykki þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu.

Þetta tel ég að eigi að vera framtíðin í lýðræðislegu ríki kæri prestur. Virkari þátttöku og virkara aðhald við stjórnmálamenn.... þannig myndi vera erfiðara fyrir spillingu að þrífast og fólkið fengi kannski aukinn áhuga á að taka meiri þátt því þeim fyndist þau ekki eins upp á valdamenn komin.  En ef svona á að taka upp verður að sjálfsögðu að gera það þannig að sem mest þátttaka verði - helst ekki undir 70%. Það ætti svo sannarlega að vera hægt að venja okkur við að taka meiri þátt í lýðræðinu og hafa meiri áhrif á mótun samfélagsins með svona beinni aðkomu. Með þeirri tæknivæðingu sem orðið hefur ætti líka ekki að vera erfitt að útfæra svona tölvukerfi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Við notum nú þegar tölvur sem banka og skilum skattskýrslum þannig með góðum árangri. Notum þær til góðra hluta, virkjum fólkið til að taka þátt.

Varðandi þjóðaratkvæði í sambandi við stóriðjustefnu svara ég þér þannig að ást mín á lýðræðinu er svo mikil að ég hefði sætt mig við úrslit slíkrar kosningar þrátt fyrir að niðurstaðan hefði ekki verið mér að skapi. Ég hefði átt auðveldara með að sætta mig við að meirihluti þjóðarinnar myndi ákveða slíkt, heldur en að það sé í höndum nokkurra þingmanna.  

Andrea J. Ólafsdóttir, 24.4.2007 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband