Leita í fréttum mbl.is

Chomsky, einn greindasti maður heims - talsmaður sannleikans

Þessi maður er að mínu mati einn af fremstu og greindustu mönnum heims. Hann er ötull talsmaður sannleikans og oft útilokaður frá mainstream fjölmiðlaumræðu vegna þess að hann segir sannleikann um valdníðslu og terrorisma Bandaríkjastjórnar sjálfrar. Það fellur stjórninni ekki sérstaklega vel í geð. Oft er það nú þannig að þeim sem hafa verið lengi við völd fellur ekki sérstaklega vel í geð þegar einhvers konar mótmæli eða andóf rís og fólkið á götunni reynir að upplýsa hvort annað um rotnu eplin í stjórninni :)

 

Noam Chomsky er minn maður - fluggreindur aktivisti og talsmaður sannleikans.

Kíkið endilega á hann á Conversations with Chomsky eða á youtube:

Noam Chomsky ~ Activism, Anarchism & Power [1/5]

Noam Chomsky ~ Activism, Anarchism & Power [2/5]

Noam Chomsky ~ Activism, Anarchism & Power [3/5]

Noam Chomsky ~ Activism, Anarchism & Power [4/5]

Noam Chomsky ~ Activism, Anarchism & Power [5/5]

 

Einnig vil ég benda á síðuna hans hér www.chomsky.info 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Við skulum taka öllum boðberum sannleikans með virðingu en varúð. Sérstaklega ef sannleikurinn kemur frá greindum einstaklingum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.3.2007 kl. 06:09

2 identicon

Vil í þessu sambandi benda á afar áhugaverða ráðstefnu sem fer fram í Kanada næstkomandi maí, þar sem áróðurslíkanið þeirra Chomsky og Hermans verður rætt ítarlega.

20 years of propaganda?

Björn Darri (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 10:20

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Athyglisvert að þú kallar hann talsmann sannleikans. Víða er þeim sem afneita helför gyðinga varpað í fangelsi en það sama virðist ekki gilda um þá sem afneita þjóðarmorði Rauðu Khmeranna. Það er alltaf sama gamla sagan með þá félagana Jón og Séra Jón.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 10.3.2007 kl. 10:27

4 identicon

Ertu að reyna að segja að Chomsky afneiti hryllingsverkum Rauðu Khmeranna? Hvaðan fékkstu þá stórfurðulegu hugmynd Guðmundur?

Björn Darri (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 10:49

5 identicon

Það er alltaf sama sagan með þá sem gagnrýna Chomsky, þeir varpa fram órökstuddum fullyrðingum og fela sig svo þegar þeir eru inntir eftir svörum

Björn Darri (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 12:42

6 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Fyrirgefðu Björn Darri að ég eyði ekki öllum tíma mínum inni hjá Andreu. Ég er ekkert að fara í felur. Chomsky hélt því fram á sínum tíma að tölur um fórnarlömb Rauðu Khmeranna hefðu verið 100 faldaðar í ófrægingarherferð á hendur þeim. Hann virðist þó eitthvað hafa dregið í land með þetta síðar meir enda viðurkennd staðreynd að Pol Pot kostaði Kambódíumenn um 1 miljón mannslífa en ekki 10.000 eins og Chomsky sagði. Þú þarft ekki að segja mér að honum hefði ekki verið stungið í steininn eins og John Irving ef hann hefði haldið því fram að nasistar hefðu aðeins útrýmt 60.000 gyðingum. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 10.3.2007 kl. 13:38

7 identicon

ég gerði nokkra kynningarþætti um Chomsky fyrir Rás1 á sl. ári. Og vil benda mönnum sérstaklega á Propaganda and control of the public mind eftir hann sem bæði er hægt fá á disk og bók á netinu. Það væri nú ágætt að fá heimildir fyrir þessu um stuðning hans við Pol Pot. Ég hef hins vegar lesið grein eftir hann um stuðning ákveðinna heimsvelda við Pol Pot og hvernig hann komst til valda . Er ekki verið að rugla einhverju saman hérna? Gera boðberann að sökudólgi? En semsé gaman væri að sjá heimildir fyrir því hvernær og hvar hann studdi þá glæpi? María Kristjánsdóttir

maría kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 14:14

8 identicon

Þakka svarið Guðmundur.

Mér þætti vænt um ef þú bentir mér á einhverjar heimildir fyrir því sem þú ert að halda fram, því það sem ég finn um málið bendir til þess að það sem hann sagði hafi verið tekið úr samhengi, eins og svo oft vill verða.

Eftir því sem ég fæ best séð var Chomsky að tala um fólk sem hafði verið tekið af lífi af Rauðu Khmerunum, ekki samanlagðan fjölda þeirra sem létust af þeirra völdum, beint eða óbeint og að þessi fjöldi aftaka hafi verið ýktur mikið í vestrænum miðlum.

Þessi niðurstaða mín er bara fengin eftir 20 min. rannsóknarvinnu með hjálp Google, þannig að það má vel vera að þú hafir rétt fyrir þér, en eins og ég segi,  mig þyrstir í heimildir.

Björn Darri (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 14:51

9 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Frábær maður Chomsky. Það hefði verið flott að hafa þessa fræðsluþætti um Chomsky sem María Kristjánsdóttir sem voru á Rúv aðgengilega áfram. Það er miklu auðveldara að lesa um og tileinka sér svona flóknar kenningar ef maður fær þær settar upp á móðurmálinu.

Ég vildi óska þess að Rúv hefði ekki þessa hallærisstefnu að hafa efni bara aðgengilegt í 3 vikur. það er mjög pirrandi. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.3.2007 kl. 15:00

10 identicon

Chomsky og reyndar Pilger líka, skrifa fyrir ákveðið fólk. Skrifar um það sem þetta ákveðna fólk vill lesa um. Sleppa öllu öðru og eru orðnir milljónamæringar á því.

Í sambandi við Pol Pot og Rauði Khmerana þá skrifar Chomsky í bók sinni  After the Cataclysm(1979):...

...there are many other sources on recent events in Cambodia that have not been brought to the attention of the American reading public. Space limitations preclude a comprehensive review, but such journals as the Far Eastern Economic Review, the London Economist, the Melbourne Journal of Politics, and others elsewhere, have provided analyses by highly qualified specialists who have studied the full range of evidence available, and who concluded that executions have numbered at most in the thousands; that these were localized in areas of limited Khmer Rouge influence and unusual peasant discontent, where brutal revenge killings were aggravated by the threat of starvation resulting from the American destruction and killing.

Athugið kæru Chomskyistar að bókin er skrifuð 3 árum eftir fjöldamorðin.

Og þetta fyrirbæri ætlar þú Andrea að setja á stall og dýrka.

Óli Garðars (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 15:05

11 identicon

who concluded that executions have numbered at most in the thousands 

Kærar þakkir Óli fyrir að styðja mál mitt með vísun í frumheimild. Ég hefði ekki getað gert þetta betur sjálfur.

Björn Darri (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 16:22

12 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Við skulum muna að Bandaríska stríðið í Víetnam, Laos og Kambódíu skildu eftir sig allt að 4 milljónir dauða. Það er stór glæpur fyrir hugamyndafræði Hollywood, enda stærstur huti almennir borgarar.
Chomsky hefur skrifað töluvert um Kambódíu, m.a. loftárásir BNA sem voru virkilega hrikalegar og Kambódía var ekki í stríði við BNA. Þessar loftárásir sem hófust 1969 skilja enn eftir sig djúp ör, með limlestingum og líkamsmeiðingum til dagsins í dag af völdum ósprunginna sprengja, bombies, díoxíns, Agent Orange. Þessar loftárásir hrundu af stað flóknu ferli og hruni sem toppaðist í yfirtöku kommúnista morðöldu Rauðu Khmeranna og gríðarlegri hungursneið mepal landsmanna. Tilvitnun Óla Garðars er Chomsky að vitna í aðrar heimildir. Við skulum ekki gleyma að mikil neyð ríkti í Kambódíu með skelfilegum afleiðingum, kommúnistar búnir að reka fólk úr borgunum út á akrana þar sem óskipulag og vankunnátta skilaði háum dauðatölum.
Og ekki gleyma að BNA gagnrýndi Víetnam harðlega 1978 fyrir að ráðast inn í Kambódíu, þegar Víetnam losaði landið við Pol Pot (öllu heldur henti honum út í skóg). Kanar nýbúnir að tapa Víetnam stríðinu og reiðir út í Víetnama fyrir að vera svona vanþakklátir frelsuninni. Við skulum gera ráð fyrir svipuðum viðbrögðum með Írak, þar sem Írökum verður kennt um Bandarísku innrásina sem þegar hefur valdið dauða milljón manns.

Ólafur Þórðarson, 10.3.2007 kl. 16:31

13 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Takk fyrir þessa linka, Andrea! Kíki á þá við tækifæri.

Ólafur Þórðarson, 10.3.2007 kl. 16:34

14 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Chomsky er skemmtilegur og áhugaverður en því miður er allt of lítill tími til að lesa allt sem frá honum kemur. Ég hef nú ekki sett mig neitt sérlega vel inn í hans Kambódíudeilur en veit þó að hann svaraði fyrir sig á Z-net en Chomsky skrifar af og til í Z Magazine en þar er m.a. að finna ágæta samantekt á skrifum hans. Einnig er síða hans, Chomsky.info einkar góð.

Annars vill það gjarnan gleymast að Chomsky er heimsþekktur málvísindamaður og starfar sem slíkur við MIT en eftir hann liggur mikið magn vísindagreina og bóka sem ég kann ekki að skýra vel frá m.a. um generative grammar.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 10.3.2007 kl. 17:10

15 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Þakka Óla fyrir að koma með vísunina. Það sem ég kom fram með var að grunni til það sama en var fundið á vefsíðu þar sem Chomsky var í röklræðum við nokkra kollega sína.

Ég vil taka það sérstaklega fram að ég er ekki að draga úr ábyrgð USA á ástandinu í Kambódíu sem gerði Rauðu Khmerunum kleift að ná völdum. Hinsvegar er varla hægt að kenna USA um ótæpilegt mannfall óbreyttra borgara í Víetnam. Stærstur hluti þeirra óbreyttu borgara sem féllu í því stríði voru drepnir af Víetcong sem hluti af herferð þeirra til að hræða Suður-Víetnömsk smáþorp til undirgefni. Norður-Víetnamar með stuðningi USSR og Kína voru ekki vandir að meðulum í sinni baráttu og bera því amk. jafna ábyrgð á mannfalli í Laos og Víetnam og USA.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 10.3.2007 kl. 17:26

16 Smámynd: Björn Darri Sigurðsson

Mér leikur forvitni á að vita Guðmundur, hvort þú standir ennþá í þeirri trú að Chomsky eigi heima í fangelsi fyrir að afneita voðaverkum Rauðu Khmeranna, eða hvort þú viðurkennir að þetta hafi líklegast verið byggt á misskilningi hjá þér?

Ég á a.m.k. erfitt með að lesa það út úr síðustu athugasemd frá þér.

Björn Darri Sigurðsson, 11.3.2007 kl. 09:40

17 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Björn Darri. Ég var svosem ekki að segja að Chomsky ætti heima í fangelsi heldur var ég fyrst og fremst að benda á tvískinnunginn sem felst í þessu. Ef einhver ber brigður á tölur eða viðteknar staðreyndir um helförina er viðkomandi úthrópaður og sumsstaðar settur í fangelsi á meðan þeir sem gagnrýna aðrar glæpi gegn mannkyninu fá ekki sömu meðferð. Viðurkenni að það var kanski alhæfing í fyrstu athugasemd að segja að Chomsky hafi afneitað þjóðarmorði þar sem hann viðurkenndi að það hefði átt sér stað en þó má spyrja sig hvort að morð á 10.000 manns, hversu hræðilegur glæpur sem það er, geti flokkast sem glæpur gegn mannkyninu og hann hafi þar með óbeint afneitað þjóðarmorðinu með því að deila með 100 í hina viðurkenndu tölu í þeirri viðleitni sinni að gera USA að aðalsökudólginum.  

Guðmundur Ragnar Björnsson, 11.3.2007 kl. 16:22

18 Smámynd: Björn Darri Sigurðsson

En hvar nákvæmlega deilir Chomsky með 100? Ég held að það sé nefnilega miskilningurinn hjá þér.

Í textanum sem Óli Garðars copy/paste'aði hér inn án þess að rýna í innihaldið (geri ég ráð fyrir), vitnar Chomsky í Far Eastern Economic Review, the London Economist, the Melbourne Journal of Politics og fleiri, sem telja að aftökurnar hafi verið taldar í þúsundum, sem rýmar ansi vel við töluna 10.000, ekki satt? Erum við ekki örugglega að tala um sama hlutinn, eða er ég farinn að misskilja þig?

Björn Darri Sigurðsson, 11.3.2007 kl. 17:15

19 Smámynd: Björn Darri Sigurðsson

Eitt í viðbóð, svona til að koma í veg fyrir allan misskilning þá er ég nokkuð viss um að Chomsky hafi aldrei haldið því fram að samanlagður fjöldi þeirra sem lést af völdum Rauðu Khmeranna verði mældur í (nokkrum) þúsundum, ef svo er þá máttu endilega benda mér á heimild, helst frumheimild svona eins og Óli :).

Björn Darri Sigurðsson, 11.3.2007 kl. 17:25

20 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Jæja Björn Darri nú ert þú farinn að líkjast sófista og það ekki í góðu merkingunni;D. Þú ert gersamlega að missa af punktinum sem ég er búinn að reyna að koma í gegn hmm fjórum sinnum. Það er í lagi að gagnrýna tölur um fórnarlömb Rauðu Khmeranna en ekki að gagnrýna tölur um fórnarlömb nasismans. Þar er munurinn á Jóni og séra Jóni enda Kambódíska lobbýið í Washington gríðarlega sterkt. Á eftirfarandi vefsíðu sem er til varnar fyrir Chomsky kemur fram að hann og Hermann hafi véfengt tölur um fórnarlömbin sem komu frá öðrum aðilum. Hvort sem það er með því að deila með 100 eða öðru er mér sama. http://americancrackpot.blogspot.com/2005/02/after-cataclysm-mostly-book-review.html

Annars finnst mér Chomsky of pólitískur til þess að hægt sé að taka mikið mark á söguskoðunum hans.  

Guðmundur Ragnar Björnsson, 11.3.2007 kl. 21:37

21 Smámynd: Óli Garðars

Ég las textann. Hef lesið ýmislegt eftir Chomsky.

Sá engan tilgang í því að klippa textann til, vil hafa það sem sannara reynist hverju sinni.

Þumalputtareglan hjá honum er að hefja allt til skýjanna sem kemur t.d. USA og UK illa, en sneiða hjá öllu öðru.

Og ef Pol Pot sem var 'rauðari' en 'rauður', gerði eitthvað ljótt, þá taka minnstu mögulega lýsingu á þeim ódæðisverkum gilda, frekar en trúa allri 'mainstream' fjölmiðlaflórunni.

I.e. fegra ódæðið, á kostnað sannleikans, vegna þess að ódæðismaðurinn var Chomsky að skapi.

Chomsky var því staðinn að 'fölsun'. Hann er þrællesinn og skrifar greinar sínar vel. Nefnir til sögunnar menn, staði, atburði og dagsetningar sem allt undirstrikar þekkingu á málefninu hverju sinni.

En ef hann er staðinn að vísvitandi 'fölsun' einu sinni, hrynur þá ekki trúverðugleikinn um leið?

Óli Garðars, 11.3.2007 kl. 21:44

22 Smámynd: Björn Darri Sigurðsson

Jæja, það hlaut að koma að ad-hominem árásum, gaman að upplifa þetta svona "first hand" :).

Guðmundur, þú sagðir:

Chomsky hélt því fram á sínum tíma að tölur um fórnarlömb Rauðu Khmeranna hefðu verið 100 faldaðar í ófrægingarherferð á hendur þeim. Hann virðist þó eitthvað hafa dregið í land með þetta síðar meir enda viðurkennd staðreynd að Pol Pot kostaði Kambódíumenn um 1 miljón mannslífa en ekki 10.000 eins og Chomsky sagði.


Þegar ég bið þig vinsamlegast um að styðja þetta með heimildum og geri því skóna að þú sért hugsanlega að vísa í tölur um aftökur kemur Óli til skjalanna og setur inn texta sem styður akkúrat það, þ.e.a.s. að um hafi verið að ræða fjölda þeirra, sem menn Pol Pots tóku skipulega af lífi, einhverjar þúsundir, sem við hljótum að geta fallist á að er einungis hluti af þeim sem létust af hans völdum, og töluverður minnihluti ef eitthvað er að marka hinar opinberu tölur um fjölda látinna.

Nú er ansi stór munur (tja, hundraðfaldur) á einni milljón og tíu þúsund og ég var, og er ennþá, að reyna að gera þér skiljanlegt að Chomsky talaði aldrei um að Pol Pot hefði einungis kostað 10.000 Kambódíumenn lífið. Í athugasemd þinni frá 16:22 11. mars, talar þú svo af einhverjum ástæðum ennþá um 10.000 manns og það að deila með 100.

Ég hef aldrei verið að tala um þennan Jón og séra Jón punkt þinn og hann hefur síst af öllu farið fram hjá mér, hann er einfaldlega efni í aðra og mikið stærri umræðu. Ég hef einfaldlega verið að gagnrýna það að þú varpar fram algerlega órökstuddum og fjarstæðukenndum fullyrðingum um eitthvað, sem Chomsky á að hafa sagt, væntanlega til að gera hann ótrúverðugan í augum þeirra, sem ekki sjá að um klárt bull er að ræða.

Svo núna síðast kallarðu mig sófista, lætur eins og við höfum verið að tala um Jón og séra Jón allan tímann og sópar því sem ég var að tala um út af borðinu eins og það væri einhver tittlingaskítur. Þetta heitir að vera ómálefnalegur, eitthvað sem þú ættir að þekkja, a.m.k. sýnist mér þú nota það orð óspart á blogginu þínu. Kannastu við orðið hræsni?

Óli, um hvaða fölsun ertu að tala?

Andrea, þú lætur okkur vita ef þú vilt fá þetta karp út af blogginu þínu!

Björn Darri Sigurðsson, 12.3.2007 kl. 00:13

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Talandi um Ad Hominem....

Er það ekki höfuðeinkenni á málefnaumræðunni, hér á blogginu og í fjölmiðlum yfirleitt? Undantekningarnar eru fár allavega. 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2007 kl. 13:40

24 Smámynd: Björn Darri Sigurðsson

Það var lokað fyrir athugasemdir við þessa færslu síðast þegar ég vissi þannig að við Guðmundur héldum umræðunni áfram hér.

Björn Darri Sigurðsson, 14.3.2007 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband