Leita í fréttum mbl.is

Þverpólitísk samstaða gegn klámráðstefnunni?

Borgarstjórinn var virkilega kúl að fara fram á að hafin yrði lögreglurannsókn á klámframleiðendum sem hyggjast halda ráðstefnu hér á landi þann 8. mars. Hann fékk um þetta ábendingu frá Stígamótum sem eindregið hvatti alla ráðamenn þjóðarinnar til að koma í veg fyrir ráðstefnuna. Ég hef grun um að þverpólitísk samstaða muni nást um málið og klámframleiðendurnir muni ekki fá inngöngu í landið þar sem þeir hafa nú þegar lýst því yfir að ætla að taka upp klámmyndir í Bláa lóninu. Þeir lýsa þar með yfir einbeittum brotavilja gegn íslenskum hegningarlögum sem banna  bæði framleiðslu og dreifingu á klámi. En þar segir:

"210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.]
2)
Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti.
[Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum, eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt.].
3) Sömu refsingu varðar að flytja inn eða hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn í kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á klámfenginn hátt.]2)"

Eðlilegast væri að sjálfsögðu að einnig væru til skilgreiningar á klámi í lögum til þess að auðvelt væri að framfylgja þeim. En ég tel að skilgreining Diana Russell sé vel nothæf, enda skilgreinir hún ekki bara klám heldur líka erótík. Skilgreiningarnar eru eftirfarandi:

"Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar."

 "Erótík vísar til kynferðislega örvandi efnis sem er laust við kynjafordóma, kynþáttafordóma eða fordóma gagnvart samkynhneigð og virðing skal borin fyrir öllum manneskjum og dýrum."

Sem betur fer fær þetta umfjöllun í fjölmiðlum og hafa þó nokkrir lýst andstöðu sinni gegn þvílíkri ráðstefnu. UVG gáfu meðal annarra út yfirlýsingu sem sjá má hér og einnig hefur biskup Íslands gefið út yfirlýsingu gegn því að framleiðendur kláms fái inngöngu í landið og fagna því að ráðamenn skuli taka á þessu máli af ábyrgð, sjá hér og hér.

Þess má einnig geta að rannsóknir síðustu áratuga sýna að samband er milli ofbeldishneigðrar hegðunar og nauðgana á konum og börnum og áhorfs kláms þar sem niðurlæging kvenna, nauðganir og ofbeldi gagnvart konum er viðhaft (Russell, 1988). Klám sýnir oft mjög brenglaðar myndir sem eiga sér enga stoð í veruleikanum, en rannsóknir hafa sýnt að menn eru líklegri til að hafa hvatir til að nauðga eftir að horfa á klám (Russell, 1988,1993). Í rannsókn Einsiedel (1986) sem greint er frá í Russell (1993) á kynferðis- afbrotamönnum kemur fram að yfir þriðjungur þeirra notaði klám til að undirbúa nauðgunina og 53% þeirra sem nauðguðu börnum. Hinir afbrotamennirnir í þeirri rannsókn viðurkenndu að þeir notuðu það stundum. Og í enn einni rannsókn sem Russell greinir frá kemur fram að 56% nauðgara og 42% barnanauðgara greindu frá því að klám hefði haft áhrif á þá til að fremja brotin.   

 

Ég er algerlega sannfærð um að þverpólitísk samstaða mun nást um málið, vonandi bæði á Alþingi og í borgarstjórn. Hér má sjá þverpólitíska ályktun borgarstjórnar um málið. Það er kannski einna helst að þurfi að hafa áhyggjum af viðhorfum XD á þingi. En vonum að Geiri kallinn komi til og lýsi yfir andstöðu sinni líka.


mbl.is Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jesús minn almáttugur, segi ekki annað. Ég sem ætlaði að kjósa VG í vor. Hættur við...... óver and át

Óskar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Og af hverju ættirðu að hætta við það á þeim grundvelli að íslenskir ráðamenn standi gegn því að hópur komi hingað sem hefur lýst yfir einbeittum brotavilja gagnvart íslenskum hegningarlögum? VG eru sem betur fer ekki ein um að fjalla um málið og virðast allir flokkar vera að ná þverpólitískri samstöðu um málið, þú ættir því kannski að hætta við að kjósa almennt ef það fellur þér ekki í geð.

Það væri allt annað ef hópurinn hefði engar yfirlýsingar gefið um það að ætla sér að framleiða klámefni hér á landi. En þegar þeir gera það hljóta þeir að vera að lýsa yfir brotavilja sínum gagnvart lögum hér. Á þeim grundvelli er vel hægt að halda þeim frá Íslandi. Enginn deilir um tilverurétt fólks og mögulega væri ekki hægt að banna þeim að koma ef þeir hefðu ekki gefið út þessar yfirlýsingar um að ætla sér að taka upp hér. En þar sem þeir virðast ætla sér það, þá er vel hægt að rökstyðja að eðlilegt sé að ráðamenn þjóðarinnar og lögreglan láti sig það varða og komi í veg fyrir slíkt lögbrot.

Andrea J. Ólafsdóttir, 20.2.2007 kl. 12:27

3 identicon

Þetta tekur nú ekki nokkru tali þessi móðursýki í ykkur. Þó að fólk ætli að koma hér og ræða sín mál fólk sem er viðriðið klámiðnað á löglegum forsendum gefur það ekki nokkra ástæðu til svona viðbragða. Ættuð frekar  að snúa ykkur að einhverju gagnlegra. Þetta endalausa röfl í ykkur gerir hvern mann brjálaðan.

Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 13:40

4 identicon

Það er þvílíkur tvískinnungur í Íslendingum, það er allt vaðandi í klámefni hér á boðstólnum annaðhvort til kaups eða til leigu, svo ekki sé minnst á www
Ég spyr bara hvað með það þó að það sé gert xxx efni í blá lóninu, jú rétt bannað með lögum, en mér finnst þó líklegt að bæði kvk og kk sem taka þátt í þessu fynnst það ekkert niðrandi né að ofbeldi eigi sér stað við kvikmyndatöku á xxx efni. Mín skoðun er sú að þetta fólk má gera það sem því sýnist hér s.s. ferðast, taka upp klámefni og annað í þeim dúr, það má reikna sér það að hver maður eyði um segjum 3000€ hér á landi þegar allt er tekið saman með fluginu 150 manns gerir þá 450þ € sem er um 39 millur, fínt að fá það inn í efnahgskerfið. Ef einhver vill taka þátt í klámefni af frjálsum vilja þá kemur mér það einfaldlega ekki við og ekki heldur VG
Það verður endir og mikil skaði fyrir efnahagslíf og frelsi ef VG (Kommúnistar) komast til valda

Kveðja
Bjössi 

Bjössi (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 13:52

5 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Ef þið haldið virkilega að allir þeir sem leika í klámi séu þar af fúsum og frjálsum vilja, þá er það mikil rökvilla og misskilningur hjá ykkur. Í þeim geira er stundað mikið mansal og kynlífsþrælkun jafnframt því sem fólk er beinlínis neytt til að taka þátt í athöfnum sem eru bæði niðurlægjandi og meiðandi.

Ef Bjössi og Arnar ætla að halda því fram að það sé bara allt í fínu lagi að hér á landi sé framleitt og tekið upp klám, þá er það nú bara staðreynd að það stríðir gegn lögum landsins og myndi ekki samþykkjast af neinum stjórnmálaflokki. Það er ekki einungis VG sem mótmælir þessu, heldur virðast allir flokkar hafa sameinast í þessu máli. Einnig vil ég benda Arnari á það að hér er ekki um að ræða að fólk ætli bara að koma saman og ræða málin, eins og ég hef margoft tekið fram að þá hefur hópurinn lýst yfir einbeittum brotavilja gagnvart íslenskum lögum að ætla sér beinlínis að framleiða og taka upp klámefni hér á landi. Það er dálítið annað mál en að ætla sér að hittast eingöngu.

Varðandi efnahagslífið, þá vil ég benda Bjössa á það að það yrði sko enginn skaði að VG kæmist til valda, enda ekki á stefnuskrá VG að draga á nokkurn hátt úr einstaklingsframtakinu. Þvert á móti, þá styðjum við slíkt svo lengi sem um löglega starfsemi er að ræða ;)

Einnig má benda þér á að það hefur orðið mikill skaði fyrir efnahagslífið og almenning í landinu að halda uppi þeirri stóriðjustefnu stjórnvalda í anda gamaldags miðstýringarstefnu Sovjét í atvinnulífinu. Það má því deila um það hvort VG eða XD er að halda uppi skaðlegri stefnu fyrir efnahagskerfið og hvort er eiginlega hægri og vinstri. Þetta virðist hafa snúist algerlega við, XD og XB styðja gamaldags-Stalínista-atvinnustefnu á meðan VG styður einstaklingsframtak og að hugmyndir fólksins komist til framkvæmda í öflugu atvinnulífi án þeirrar miklu þenslu sem stóriðjan veldur.

Andrea J. Ólafsdóttir, 20.2.2007 kl. 14:13

6 identicon

"Ég hef grun um að þverpólitísk samstaða muni nást um málið og klámframleiðendurnir muni ekki fá inngöngu í landið þar sem þeir hafa nú þegar lýst því yfir að ætla að taka upp klámmyndir í Bláa lóninu. Þeir lýsa þar með yfir einbeittum brotavilja gegn íslenskum hegningarlögum sem banna  bæði framleiðslu og dreifingu á klámi."  Bíddu nú við > hvar hefur þetta birst að taka eigi upp klámmynd í Bláa lóninu... er ekki fyrst hlaupið upp og ríkishugsun sett upp.. þ.e. að vera á móti klámi því hver vill misvirða "mikið mansal og kynlífsþrælkun jafnframt því sem fólk er beinlínis neytt til að taka þátt í athöfnum sem eru bæði niðurlægjandi og meiðandi" og síðan er rökum eins og klámynd í Bláa lóninu og hvað svo ... stefnt er að ráðstefnugestir fari í bæinn og ráðist á lítil börn og konur og misþyrmi....

Alltaf bestur (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 14:45

7 identicon

Andrea þetta er auðvitað bara algjört "píp" og ástæðurnar sem þú nefnir eru uppspuni og eflaust fengið þær á einhverju þunglyndisspjalli feminista. Þetta er fáránlegt að vera ræða þetta og að tengja þessa umræðu við VG er ekkert annað en skömm fyrir flokkinn. Segi það aftur farið og reynið að vinna í þeim málum sem eitthvað vit er í en ekki svona eldhúskellinga taut.

Arnar Ævarsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 15:17

8 identicon

hvað það eru fáir nauðgarar sem horfa á klám.  Það eru ekki nærri því jafnstór prósenta nauðgara sem horfir á klám þar sem að rannsóknir hafa sýnt að hátt í 100% unglingsdrengja og og 90% fullorðinna karlmanna horfa á klám og sumar rannsóknir hafa sýnt hátt í 50% áhorf á klámi hjá konum.  Mér sýnast þessar tölur benda frekar til að skortur á erótísku efni sé valdur nauðganna en hitt.  Svo er þessir aðillar sem koma hingað ekki að fara búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa klámi  hér á landi heldur er það að koma saman og hittast á hlutlausu svæði og tala saman. Þetta eru markaðssfólk þessara fyritækja að ræða málin.  Annað, hver er skilgreiningin á klámi, til dæmis þegar ég fer á internetið og skoða berar stelpur og fólk að hafa samfarir þá finnt mér það vera meira í ætt við erótík, kærastan mín hefur lagt til að við gerum sóðalegir hluti en ég hef séð í þessum myndum, hún er með rosalega gott ímyndunarafl.  Annað sem ég vill benda á, stór hluti þessara fyritækja sem koma frá Norður-Ameríku og Evrópu eru fyritækji sem eru sprottin upp í kringum stelpur með mikla sýniþörf, þessar stelpur eiga fyrirtækjin sjálfar og ráða því sjálfar hvernig hlutum er háttað þar, þessar stelpur eru stjörnur fyrirtækjanna sem þær stofnuðu til þess að fá mikin pening fyrir að sýna sig. Og hvaðan fá þær allan þennan pening, jú frá öllu fólkinu sem finnst þetta í lagi og veit að þessar stelpur og strákar eru að gera þetta af fúsum og frjálsum vilja. Það eru samtök eins og verkalýðs og réttindasamtök þessara aðilla sem passa að það sé ekki neitt óeðlilegt í gangi hjá þessu fólki sem finnst gaman að sýna sig. 

Afhverju eru stjórnvöld og feministar með svona mikla forræðishyggju, það er eins og það sé engin stelpa með sýniþörf eða hafi áhuga á klámi.  Mín persónulega reynsla segir samt allt annað, ég þekki stelpur með mikla sýniþörf og nota hvert tækifæri til að sýna örðum, strákum og stelpum, fallega líkamann sinn sem þær þurfa sko ekki að skammast sín fyrir, þær vilja ekki fá borgað fyrir það og þær eru ekki neiddar til þess.  Ég þekki líka nokkrar stelpur sem hafa brennadni áhuga á klámi, meira að segja meiri áhuga en kærastar þeirra.

Mér finnst að klám eigi að vera val, ef ég vill horfa á klám þá á ég að geta það en ef ég vill það ekki þá sleppi ég því bara.

 Eitt sem mér finnst einkenna þessa umræðu hjá nokkrum stjórnmálamönnu og feministum er HRÆSNI, en hana tel ég miklu verri en að hafa erótískt efni á boðstólnum fyrir fólk eins og mig og vinkonur mínar.

Kámhundur (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 15:39

9 identicon

af hverju einbeitið þið ykkur ekki frekar að íslenskum síðum sem vísa beint á þessar svokölluðu ólöglegu klámsíður eins og www.b2.is og www.69.is

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 15:44

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

I. kafli. Refsiheimildir, gildissvið refsilaga …1) o.fl.
   1)L. 72/1993, 1. gr.
1. gr. Eigi skal refsa manni, nema hann hafi gerst sekur um háttsemi, sem refsing er lögð við í lögum.

Er þetta ekki kjarni málsins. Á meðan þetta fólk er ekki að brjóta lög hérna þá sé ekki hvað okkur kemur við hvað það gerir hér. ´

Og lögreglan þarf ekki einu sinni að eyða púðri í eftirlit með því hvort þetta fólk sé að gera "do do"fyrir framan vefmyndavélar, feminstar og kvenréttindafélögin verða örugglega á gæjum allstaðar. Þau munu fylgjast með þessu af áfergju.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.2.2007 kl. 16:15

11 identicon

mikið mansal og kynlífsþrælkun jafnframt því sem fólk er beinlínis neytt til að taka þátt í athöfnum sem eru bæði niðurlægjandi og meiðandi - Mansal og barnaþrælkun er líka í fataiðnaðinum, eigum við Íslendingar ekki að standa saman og berjast gegn Nike vörum og Cola cola? Ég hef sjaldan, ef nokkurntíman, skammast mín svona mikið fyrir að vera íslendingur!

210.gr alm.heg. Þar segir að klám sé bannað en enga skilgreiningu á því hvað klám sé er að finna í lögum og enginn rökstuðningur er á bak við val þitt á skilgreiningu svo varla er hægt að styðjast við hana. Hér er um refsiheimild að ræða og ´til slíkra heimilda er krafist verulegs skýrleika og hann er ekki að finna í þessu ákvæði. Hvað er klám og hvað er erótík? Það er ekkert útilokað að þetta fólk sem að er að koma sé bara að fara að taka upp erótískar myndir og það er ekkert bannað. Ég held líka að það fólk sem að er svona svakalega á móti erótík og klámi ættu fyrst að líta hér til Íslands. Hér á landi er gefið út tímaritið Bleikt og blátt - er það klám eða erótík? - síðan eru "séð og heyrt stelpurnar" sem að eru margar hverjar yngri en 18 ára, myndaðar hálf-berar einhversstaðar úti í náttúrunni - er það erótík eða barnaklám? - Ég held að þið ættuð fyrst að "taka til" hérna heima áður en að einhverju fólki sem að ætlar að taka nokkrar erótískar myndir verði meinaður aðgangur að landinu. Funda- og félagafrelsi er verndað í 74.gr. stjórnarskrárinnar http://www.althingi.is/lagas/nuna/1944033.html og í mannréttindasáttmála Evrópu. Frekar ættum við að fara að lögum en eftir tepruskap einhverra rauðsokka og pólitíkusa sem að eru að reyna að veiða atkvæði svona rétt fyrir kosningar. Með lögum skal land byggja og hana nú!

Beta (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:24

12 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Gunnar minn, ég vil benda þér á það að það er enginn að tala um það að dæma eigi fólk fyrir eitthvað sem það ekki hefur gerst sekt um. ENGINN er að tala um það og því má fólk alveg sleppa slíkum kommentum. Verið er að tala um brotavilja sem felst í yfirlýsingum um að ætla sér að taka upp klámefni hér á landi. Það er ekki verið að deila um það hvort þetta fólk geti yfir höfuð rætt eða fundað sín á milli. Það er verið að fara fram á rannsókn á starfsemi þeirra og meintum brotavilja.

Einnig er það verkefni lögreglunnar að sjá um eftirfylgni laga, bæði á þessu sviði sem öðrum þótt hún hafi hingað til vanrækt þetta svið rækilega. Það er hennar verkefni að sjá til þess að fara eftir lögum og er nú þegar hafin rannsókn á athæfi þessa fólks. Það má bara vel vera að það komi í ljós að þau standi einmitt í því að dreifa efni sem er ólöglegt að dreifa skv. ísl. lögum.

Það er einmitt það sem ég er að reyna að segja hér kæra Beta, með lögum er þetta land byggt m.a. og það eina sem verið er að fara fram á hér og af borgarstjóra er að það fari fram lögreglurannsókn á því hvort hér er um lögbrot að ræða. Ef það kemur í ljós, þá er eðlilegt að vísa fólki frá, ef ekki, þá hefur það að sjálfsögðu rétt til að funda - en ekki til að taka upp eða dreifa klámefni.

Ég gaf einnig upp hér að ofan skýringu á mismuninum á því hvað er klám og hvað erótík.

Andrea J. Ólafsdóttir, 20.2.2007 kl. 17:37

13 identicon

Það er nefnilega málið, þú vilt að það sé farið eftir þeim lögum sem þér og þínum þrönga sjóndeildarhring hentar en sérð ekki hin lögin sem þér eru ekk þóknanleg vegna bjálkans sem þú burðast með um þessar mundir í augum þínum. Fjarlægðu bjálkan úr auganu og hætti að einblína á flísina í augum hinna.

Þetta með athvæðið mitt og VG þá taldi ég að frambjóðandinn Andrea Ólafsdóttir, þú auglýsir þig sem frambjóðanda VG, væri að tjá skoðun VG og þar af leiðandi hugnaðist það mér ekki og Steingrímur Joð hefði þar með misst mitt atkvæði hér á norðurlandi. Kanski er þetta öfgafeministinn Andrea Ólafsdóttir sem skrifar og þá er skítt að Steingrímur Joð líði fyrir það. Allt í lagi ég skal bíða með ákvörðun mína með atkvæðið mitt og kellu minnar, reyndar er hún það fullorðin að hún er einfær um að ákveða hvað hún kýs og ætla ég ekki að hafa áhrif á það en hún er nú frekar vinstrisinnuð eins og ég. Í æsku, upp úr miðri síðustu öld fékk ég gott pólitískt alþýðubandalags uppeldi hjá honum fóstra mínu og á ég erfitt að ganga á bak þeirra gilda sem hann kenndi mér, en nú þegar upp vaða öfgafullir grænir og femínistar sem ekkert eiga saman við gömlu sósíalista uppeldið mitt að sælda, þá staldra ég við.  

Bestu kveður til þín í þinni baráttu, einnig kosningabaráttunni þar sem við erum allavega sammála um það að fella ógnarstjórnina sem hér hefur verið við völd, allt of lengi.

Óskar (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 18:22

14 identicon

http://www.hawaii.edu/PCSS/online_artcls/pornography/prngrphy_rape_jp.html http://www.law.stanford.edu/display/images/dynamic/events_media/Kendall%20cover%20+%20paper.pdf http://www.ojp.usdoj.gov/bjs/glance/tables/4meastab.htm http://www.ncbi.nlm.nih.gov/entrez/query.fcgi?cmd=Retrieve&db=PubMed&list_uids=11351835&dopt=Citation Feminstar ljúga! minnsta kosti skoðaðu þetta, rannsóknir gerðir af vísindamönnum sem sýna fram á það að klám er í raun ekki skaðlegt. Ekki gleypa við hræðsluáróðinum úr herbúðum stigamóta og álika öfgahópum Lifi frelsi Lifi lýðræðI!

Butcer (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 20:00

15 identicon

"Verið er að tala um brotavilja sem felst í yfirlýsingum um að ætla sér að taka upp klámefni hér á landi. Það er ekki verið að deila um það hvort þetta fólk geti yfir höfuð rætt eða fundað sín á milli. Það er verið að fara fram á rannsókn á starfsemi þeirra og meintum brotavilja". Háttvirt Andrea hvar eru yfirlýsingar um að taka klámefni hér upp og þá er spurt >>hvar er brotaviljinn?, væntanlega einbeittur... Hvergi hefur komið fram að upptökur fari fram eða sé ætlun á slíku en kannski að það sé aukaatriði ef hægt er að slá sér upp með orðum eins og þú ert að gera og þú gerir meira háttvirt...  þú týnist í orðum og merkingin þá líka....úr verður upphrópunarský og engum til framdráttar....

Alltaf bestur (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 20:17

16 identicon

Það að þetta fólk vilji halda fund hérna er ekki lögbrot.  Titillinn á greininni þinni er " Þverpólitísk samstaða gegn klámRÁÐSTEFNUNNI" Ef að þetta fólk fer að taka upp klám og dreifa því þá er ástæða til rannsóknar og saksóknar þar á eftir en að ofsækja þetta fólk frekar en eitthvað annað er bara asnalegt. En í sambandi við einbeittann brotavilja þá er hann tæplega til staðar, lögfræðilegt hugtak sem að verið er að nota til áherslu og ekki viðeigandi hér.

Beta (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:19

17 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Mig minnir að slíkar yfirlýsingar hafi komið fram í fréttum á fimmtudaginn var og í fjölmiðlum í síðustu viku.

Hef ekki tíma til að kíkja á þennan tengil frá þér akkúrat núna, en bendi þér m.a. á bókina "Evidence of Harm" og "Making Violence Sexy" þar sem Russell tekur saman bæði viðtöl við þátttakendur í klámi og birtir rannsóknir sem sýna verulega tengingu milli þess að hneigjast að ofbeldi og nauðgunum og áhorfs á klám.

klám sýnir oft mjög brenglaðar myndir sem eiga sér enga stoð í veruleikanum, en rannsóknir hafa sýnt að menn eru líklegri til að hafa hvatir til að nauðga eftir að horfa á klám (Russell, 1988,1993).  Rannsóknir síðustu áratuga sýna að samband er milli ofbeldishneigðrar hegðunar og nauðgana á konum og börnum og áhorfs kláms þar sem niðurlæging kvenna, nauðganir og ofbeldi gagnvart konum er viðhaft (Russell, 1988). Í rannsókn Einsiedel (1986) sem greint er frá í Russell (1993) á kynferðis- afbrotamönnum kemur fram að yfir þriðjungur þeirra notaði klám til að undirbúa nauðgunina og 53% þeirra sem nauðguðu börnum. Hinir afbrotamennirnir í þeirri rannsókn viðurkenndu að þeir notuðu það stundum. Og í enn einni rannsókn sem Russell greinir frá kemur fram að 56% nauðgara og 42% barnanauðgara greindu frá því að klám hefði haft áhrif á þá til að fremja brotin. 

Andrea J. Ólafsdóttir, 20.2.2007 kl. 21:46

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Andrea mín. Það er einmitt það sem þið eruð að gera, að dæma þetta fólk áður en það kemur hingað. "Þú finnur laufblað fölnað eitt, og fordæmir allan skóginn". Ekki á að banna VG þó þar finnist stækir Stalínistar...er það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.2.2007 kl. 14:23

19 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Nei Gunnar minn - þú velur að hlusta ekki sýnist mér. Það er einmitt ekki það sem verið er að gera. Það er verið að byggja sitt mál vegna þess að grunur leikur á lögbroti m.a. vegna þess að fulltrúi ráðstefnunnar gaf það út í fjölmiðlum í síðustu viku að hér yrðu framleiddar klámmyndir á meðan á veru þeirra stæði hér (ergo: einbeittur brotavilji) - hún hefur síðan dregið það til baka, en þetta var á planinu frá upphafi. Einnig er planið ekki bara að fara á skíði og í Bláa lónið því skýrt kom fram frá byrjun að verið væri að mynda tengsl og tryggja viðskipti.  Einnig er verið að kanna hvort þessir aðilar kunni að hafa nú þegar brotið gegn ísl. lögum. Lögfróður aðili tjáði mér það í morgun að það eitt að auglýsa ráðstefnuna með tengla og vísanir í klámheimasíður sé ólöglegt athæfi!

Það sem þið verjendur þessarar ráðstefnu virðist ekki skilja er að það er ekki verið að banna einstöku aðilum að koma hingað og fara á skíði og í bláa lónið - það er bara allt annað mál, þessu ótengt. Vel má vera að einstaka aðili þarna hafi áhuga á að koma til landsins til að ferðast og er það ekki á sama hátt. Það að taka upp klám og dreifa því (líka í gegnum auglýsingar um ráðstefnu) er bannað skv. ísl. lögum. Þannig eiga þessir "viðskipta"aðilar ekkert erindi með ráðstefnu hingað til lands til að styrkja viðskiptatengsl sem hér eru ólögleg! Þið virðist nota það í sífellu að mögulega sé sumt af því sem þeir framleiða löglegt í öðrum löndum, þaðan sem þeir koma. Ef svo er, þá ber þeim líka að halda slíka ráðstefnu til að efla viðskiptatengsl í þeim löndum sem slíkt er löglegt. PUNKTUR!

Andrea J. Ólafsdóttir, 21.2.2007 kl. 17:07

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og hana nú!

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.2.2007 kl. 17:21

21 identicon

Bendi áhugasömum (m.a. Butcer) á rannsóknir tengdar klámi sem sýnir að það hefur áhrif á menn og agression og að nauðgunum fjölgaði actually mjög í USA á áttunda áratugnum, en sú síða sem hann vísar til er yfir alla ofbeldisglæpi, en tekur ekki sérstaklega fram kynferðisofbeldi og nauðganir og því ekki marktækt að benda á það.

Á Íslandi myndum við komast að því að  ekki hefur orðið  mikil fjölgun dóma fyrir nauðgunir í réttarkerfinu, því þar hefur lítið breyst í nokkra áratugi varðandi þessa dóma. En þó segir lögreglan þetta hafa aukist til muna á einungis 3 árum, frá 199-2002 (http://www.logreglan.is/upload/files/%C3%9Er%C3%B3unSamantekt.pdf ) og hefur ríkislögreglu/saksóknaraembættið gefið það út líka að tilkynningum um slíka glæpi hefur fjölgað verulega.  Þá má benda á að einungis brot af þolendum kæra mál sín og einungis brotabrot af þeim komast í gegnum þau með sakfellingu því sönnunarbyrði er út í hött í okkar samfélagi. Úti í samfélaginu eru áhrifin hins vegar sjáanleg, m.a. hefur Nauðgunarmóttaka LS gefið út að þar fjölgar komum þrátt fyrir að dómum í nauðgunarmálum fjölgi ekki mikið. Þær hafa einnig gefið það út að þar fjölgar hópnauðgunartilfellum og endaþarmsnauðgunum (sorrí orðbragðið) eins og sýnt er í klámi.

http://www.prtc.net/~morality/porno/research.htm

http://www.ncbi.nlm.nih.gov/entrez/query.fcgi?db=pubmed&cmd=Retrieve&dopt=AbstractPlus&list_uids=15208899&query_hl=2&itool=pubmed_docsum http://www.ncbi.nlm.nih.gov/entrez/query.fcgi?db=pubmed&cmd=Retrieve&dopt=AbstractPlus&list_uids=17177094&query_hl=2&itool=pubmed_DocSum http://www.ncbi.nlm.nih.gov/entrez/query.fcgi?db=pubmed&cmd=Retrieve&dopt=AbstractPlus&list_uids=16866601&query_hl=2&itool=pubmed_DocSum  http://www.ncbi.nlm.nih.gov/entrez/query.fcgi?db=pubmed&cmd=Retrieve&dopt=AbstractPlus&list_uids=16111620&query_hl=2&itool=pubmed_DocSum 

 

ofboðið fáviskan (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband