Leita í fréttum mbl.is

MÁLEFNIÐ SIGRAÐI - ég tek samherjum í náttúruvernd opnum örmum

Já loksins loksins getum við boðið XS upp í dans og tekið samstíga spor í tangó þannig að enginn má missa af! Náttúran og réttlæti í heiminum á hjarta mitt og ég tel XS vera næst VG og mest samstíga í flestum málaflokkum. Ég legg því til að XS og VG hætti að karpa sín á milli og taki dansinn saman, samstíga um málefnin sem skipta þjóðina okkar og landið gríðarlegu máli.

Mikið hefur farið fyrir náttúruvernd á undanförnum misserum, og alltaf meira og meira. Ég fagna því af einlægni fá mínum dýpstu hjartarótum að nú er loksins að verða breið samstaða um náttúruvernd innan stjórnarandstöðuflokkanna sem geta orðið raunverulegur valkostur kjósenda í vor í kosningum. 

Þetta verður sterkasta liðið í vor, liðið sem boðar breytta tíma, sem boðar verndun náttúru Íslands.

Ég tek opnum örmum og fagnandi nýlegri stefnumótun XS um Fagra Ísland - það er vissulega fagnaðarefni að vakningin skuli vera orðin svo mikil sem raun ber vitni, því það eykur verulega líkurnar á því að náttúran fái fyrir alvöru að njóta vafans á næstu árum þegar við störfum saman í stjórnarráðinu.  Ég tek því fagnandi að XS skuli vera að stilla saman strengi við landsbyggðarfólkið sitt eins og fram kemur hér : Um verndun jökulsánna í Skagafirði

 

Það er alger VENDIpunktur í íslensku samfélagi framundan, það sem máli skiptir eru málefnin og aftur málefnin - einbeitum okkur að því að stilla saman strengi hins raunverulega valkostar við núverandi ríkisstjórn - fellum hana saman í vor og byggjum upp réttlátara samfélag á Íslandi í anda velferðarríkja Norðurlandanna, samfélag sem er fylgjandi friði, réttlæti og virðingu fyrir öllum manneskjum og náttúrunni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

HEYR! HEYR!

Þetta eru svo sannarlega orð í tíma töluð. Samfylkingin og Vinstri grænir eiga svo sannarlega samleið og langflest mikilvægustu baráttumálin eru þau sömu. Náttúruverndin er eitt af þeim og það skiptir öllu máli að um þau náist víðtæk samstaða. Aðeins þannig vinnst sigur og aðeins sigur er nógu góður árangur í náttúruverndinni.

Núna er einstakt tækifæri til að ráðast í það verkefni að ná utan um málefni náttúruverndarinnar á Íslandi. Það þarf að kæla hagkerfið og þess vegna er núna sögulegt tækifæri til að ráðast í þá rannsóknarvinnu sem þarf að vinna áður en hægt er að kortleggja verndarsvæði landsins. Eftir 4 ár til viðbótar gæti það verið of seint. Það má ekki gerast að við klúðrum þessu tækifæri vegna skorts á samstöðu. Því segi ég - mæl kvenna heilust Andrea!

Við tökum þetta í vor!

Dofri Hermannsson, 25.1.2007 kl. 23:26

2 identicon

Sæl Andrea

Gaman að lesa bloggið þitt. Það er ljóst að fólk er orðið meðvitaðra um náttúruna og er það vel þó fólk skilgreini náttúruvernd ekki eins. Ég hefði fagnað því ef VG hefði látið græna hugsun sig einhverju varða í borg bleytunnar meðan sá flokkur hafði tækifæri á áhrifum þar.  Ég myndi ekki treysta of mikið á XS í þessum náttúruverndarmálum því sá flokkur er algjörlega stefnulaus og hagar seglum sínum að mestu eftir atkvæðavindum. Þessu til rökstuðnings bendi ég á eftirfarandi og tengi við þessa umræðu hér.

http://www.skarpur.is/gluggi.asp?fID=2605 

Þar er ISG að fagna fyrirhuguðu álveri á Húsavík sem þú ert svo  mjög á móti.  Það er amk ekki víst að dans ykkar verði alveg í takt þó ég viti að þú verðir að sjálfsögðu í takt. 

 Svo finnst mér 100.000 feitir Íslendingar með fulla vasa af seðlum í Smáralind daginn fyrir jól ekki vera merki um að almenningur búi við bág kjör. Það getur verið að einhverjir minnihlutahópar sitji eftir og það er gott að þú gefir þeim gaum og sért tilbúin að berjast fyrir þá.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 01:29

3 identicon

Sæll Hákon Hrafn.

Það vill svo til að ég var sjálfur staddur á fundinum sem þú vísar í að ofan. Það sem fram kemur á www.skarpur.is  er ekki rétt. Ingibjörg Sólrún fagnaði ekki ályktuninni og gaf engin vilyrði um álver á Húsavík.

Það er líka alrangt að Samfylkingin sé stefnulaus í Umhverfismálum. Þvert á móti hefur Samfylkingin unnið mikla vinnu við stefnumótun og afrakstur hennar er m.a. Fagra Ísland, tillögur flokksins að úrbótum.

Það þarf að ná breiðri samstöðu um náttúruverndina til að ná árangri. Það erum við Andrea sammála um.

Dofri (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 01:48

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Nú er þessi mikli vendipunktur. Almenningur er að vakna upp við þann veruleika að það sé áætlað að virkja meira og minna allt fallvatn á landinu miðað við stóriðjuáform ríkisstjórnarinnar og nú er bara eitt að gera og það er að beina athyglinni að því sem xd ber ábyrgð á.

Ef xs og xv ná að einbeita sér að því að dansa í takt þá er næsta víst að þessi ríkistjórn sé fallin...

og tökum ekki þátt í dauðans darraðadansi við xf með því að beina athygli að þeim á einn eða annan hátt.

 Ég er mjög ánægð að sjá að málefnin hafa sigrað og hvet alla í xv og xs að taka Dofra og Andreu til fyrirmyndar.

Birgitta Jónsdóttir, 26.1.2007 kl. 10:00

5 Smámynd: Kristján Pétursson

Góð grein hjá þér Andrea.Nú fjölgar grænum fingrum um allt land.Við verðum að losa þjóðina undan þessari ríkisstjórn í nútíð og framtíð fyrir komandi kynslóðir.Náttúran fái ávallt að njóta vafans þegar farið er í virkjanaframkvæmdir og rannsókarvinna við kortleggingu verndarsvæða ljúki sem fyrst.

Kristján Pétursson, 26.1.2007 kl. 23:02

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Góð grein hjá þér Andrea.Nú fjölgar grænum fingrum um allt land.Við verðum að losa þjóðina undan þessari ríkisstjórn í nútíð og framtíð fyrir komandi kynslóðir.Náttúran fái ávallt að njóta vafans þegar farið er í virkjanaframkvæmdir og rannsókarvinna við kortleggingu verndarsvæða ljúki sem fyrst.

Kristján Pétursson, 26.1.2007 kl. 23:03

7 identicon

Til Dofra: Þakka þér fyrir þitt álit á þessum fundi. Það sem ég heyrði af honum er svona mitt á milli þín og fréttarinnar. Af hverju á annars ISG eða samfylkingin að skipta sér af því hvaða virkjun landeigendur reisa á sínu landi og hvaða iðnaður heimamenn kjósa að selja orkuna til ?  Fékk landsbyggðarfólk að kjósa um staðsetningu flugvallarins á sínum tíma ?

Ég held að stjórnarflokkarnir séu búnir að átta sig á því að það er ekki sama hvað og hvar er virkjað. Það er auveldasta í heimi fyrir XS að vilja vernda jökulsár í Skagafirði enda hafa heimamenn látið þá skoðun sína í ljós með afgerandi hætti. 

Í fagra Ísland eru samt virkjanakostir nokkuð opnir og mun opnari heldur en hjá VG og því finnst mér ákveðið stefnuleysi ennþá einkenna þessi mál hjá ykkur.Þið nefnið þó nokkur svæði sem þið viljið friða og er það ágætt. til að skýra mína skoðun betur þá kem ég með copy/paste frá vinnuhóp ykkar. Ég verð að segja að þetta er mjög opið hjá ykkur og í raun sama skoðun og stjórnaflokkarnir hafa en getur þó verið önnur túlkun :

"Ganga má út frá því að tilgangur auðlindanýtingar sé að auka velferð þeirra sem í hlut eiga. Ef aukin auðlindanýting eykur velferð einhverra án þess að skaða velferð annarra er hún í eðli sínu sjálfbær. "

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 16:40

8 identicon

Vg mun aldrei undir neinum kringumstæðum samþykkja neinar virkjanir.
Sf getur ekki búst við að ná samkomulagi um neina ályktun sem snýr að fjölgun/stækkun álvera.
Ef svo illa fer í vor að ríkisstjórnin heldur ekki velli, gefum okkur að isg fá stólinn sinn verður sjs utanríkisráðherra ( þvílík tilhugsun ) semsagt vinstriöfgamaður kominn í utanríkisráðuneytið með það númer eitt á sinni stefnuskrá að við göngum úr Nató, mun sf samþykkja það, þetta veit Dofri vel að hans flokkur mun aldrei samþykkja.
Allt blómstar, fókinu líður vel og framtíðin er björt xd.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 11:48

9 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Mig langar að spyrja Óðinn að því hvernig eiginlega vinstri öfgamaður lýsir sér :) Er það manneskja sem vill að Ísland segi ALDREI neinni þjóð stríð á hendur og vill ávallt vera hlutlaust eins og Svíþjóð hefur gert? Er það manneskja sem vill ÖLLU fólki vel, líka þeim sem standa verst í samfélaginu? Er það manneskja sem vill tryggja það að allir launþegar fái almennilega greitt fyrir vinnu sína (þá frá hægri öfgamönnum sem vilja umfram allt bara græða peninga, alveg sama hvernig það kemur niðrá almenningi)?

Mér finnst nokkuð leiðinlegt að tala um fólk sem öfgamenn þótt þeir hafi mögulega aðra skoðun en maður sjálfur. Eru Geir H. Haarde, Davíð og Halldór þá ekki hægri öfgamenn sem styðja stríð í þágu kapitalismans? Eru þeir ekki bara algerlega trylltir hægri-öfgamenn sem er alveg sama um það hvort hluti þjóðarinnar lifi við og undir fátæktarmörk, fái lítið sem ekkert greitt fyrir fullan vinnudag ... svona allavega á meðan þeir sjálfir og fjölskylfur þeirra hafa það gott? 

Ég vil benda þér á það að vilji til að hafa frið á jörð og sanngjörn laun fyrir alla er engin öfgamennska! Myndirðu kannski líka kalla Gandhi og Dalai Lama öfgamenn? Nei, því er nú einu sinni svo farið að það eru sum okkar í þessum heimi sem munum aldrei samþykkja stríð og viljum alls ekki að okkar þjóð taki þátt í stríðsburðum eða yfirlýsingum um stríð á hendur annarra þjóða. Ísland á að vera friðarríki. 

En varðandi virkjanir Óðinn, þá vil ég benda þér á það að VG hefur aldrei lýst andstöðu við virkjanir í þágu almennings í landinu. ÖFGAVirkjanir í þágu stóriðju eru hins vegar að tröllríða landinu okkar og náttúru, og mér sýnist bæði VG og SF vera á sama máli um að það brjálæði verði að stoppa hið snarasta. Ef núverandi ríkisstjórn hefur ekki hugmyndaflug til að koma annars konar atvinnustefnu en þeirri afturhaldssömu kommastefnu sem þeir hafa, þá ætti fólk að hleypa hugmyndaríka fólkinu að sem er með alls kyns hugmyndir um hvernig hægt er að bæta atvinnuveginn úti á landi. Ég hef til dæmis margtalað fyrir því að hér verði settur á mjög öflugur atvinnusköpunarsjóður eins og hefur verið gert í Noregi, þar sem fólk á landsbyggðinni er stutt fjárhagslega og í formi afslátta á fyrstu árum í rekstri, til þess að koma eigin hugmyndum á koppinn. Þannig haldast peningarnir innan íslenska hagkerfisins og þannig má skapa fullt af störfum á landsbyggðinni, störf sem fólk hefur sjálft langað til að skapa og velur sér því mun meira hvað því langar til að vinna við. 

Kommalegar verksmiðjur stór-kapitalismans eru engan vegin sniðug lausn til langframa fyrir íslenskt samfélag. Sköpum okkar eigin fyrirtæki - gerum það auðveldara fyrir landsbyggðarfólk að koma sínum eigin hugmyndum í framkvæmd.

Andrea J. Ólafsdóttir, 29.1.2007 kl. 09:56

10 identicon

Sæl Andrea
Ég ætla að reyna hafa þetta stutt og málefnalegt því oft eins og er með ykkur þá er það bara svo að þið eyðið löngum tímum í málalengingar sem skylja ekkert eftir sig og fjalla oftar en ekki um nákvæmlega ekki neitt.
Frá því að ég fór að fylgjast með stjórnmálum sem krakki þegar menn eins og ÓRG og SG voru helstu talsmenn ykkar flokks hefur það verið ykkar að tala of lengi um hlutina og eiga erfitt með að koma ykkar skoðunum á framfæri í stuttu máli og er sem dæmi málþóf ykkar um rúvmálið.
Reyndar ber ég mjög hlýjan hug til ykkar vinstriöfgamanna fyrir að hafa slitið valdabandalaginu og tryggt okkur Sjálfstæðismönnum völdin í borginni.
Þú ræðir mikið um fátækt, ég held að þú ættir að hlusta oftar á þegar menn á borð við þingmann okkar Sjálfstæðismanna Pétur Blöndal ræða um fátækt, hann ræðir fátækt eins og hún er.
Velmegun okkar birtist hvar sem við lítum, utanlandsferðir, bygginarkranar á hverju götuhorni, bílar, frétt um daginn af 3 - 5 milljóna hjólhýsum sem bíða í haugum eftir að komast í hendur eigenda sinna, atvinnuleysi er ekki til og fólk er ánægt og velmegun er mikil og allt þetta ber að miklu leyti að þakka Sjálfstæðisflokknum, ja 40% þjóðarinnar er a.m.k á sömu skoðun og ég.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband