Leita í fréttum mbl.is

Styðjum Höllu! - í einu sem öllu!

Ég skora á alla landsmenn sem láta sig boltann varða að styðja Höllu Gunnars til formannsstarfa í KSÍ. Ekki eingöngu vegna þess að hún er algerlega framúrskarandi dugleg og hefur mikinn áhuga á fótbolta, heldur er hún einfaldlega hæfasti frambjóðandinn með bestu baráttumálin. Ég tel að brennandi áhugi hennar, réttlætiskennd og lífssýn munu verða til að virkja mjög marga til þátttöku og efla fótbolta sem almenningsíþrótt. Vegur kvenna mun batna undir hennar forystu en einnig vegur karla, það er ég viss um. Með hana í fararbroddi myndi KSÍ hreinlega græða alveg helling og ég treysti henni til þess að gera fótbolta að íþrótt fyrir alla, bæði konur og karla, jafnt sem stelpur og stráka. Einnig held ég að hún sé bara svo ábyrg og skynsöm kona með mikinn drifkraft að henni tækist jafnvel að koma með fleira en það sem ég get séð fyrir í svo stuttu máli sem gæti komið íslensku þjóðinni á óvart. Ég treysti henni einnig til að fara vel með það uppeldis- og forvarnarhlutverk og starf sem boltinn getur verið fyrir börn og unglinga.

Áfram Halla, frú forseti KSÍ!

Ég vil líka taka undir með Kristínu Atladóttur sem segir:

"Tel hinsvegar að manneskja, sem hefur kjark til að stilla sér berskjölduð í fremstu röð í átaki gegn inngrónum fordómum og misrétti sem byggir á hefðum, sé manneskja sem hvorki KSÍ né samfélagið í heild hafi efni á að vera án. Áfram KSÍ - sýnið sama kjarkinn og rífið ykkur uppúr hjólförunum."


Þau sem vilja vinsamlegast skráið ykkur á stuðningsmannalista Höllu
Gunnarsdóttur sem næsta formann KSÍ. Ég náði reyndar ekki að skrifa mig á listann, það gerðist bara ekkert... veit ekki hvort þetta er eitthvað ekki að virka, en vona að það komist í lag.


Fótbolti fyrir alla! Konur og kalla

http://halla-ksi.blog.is/blog/halla-ksi/guestbook/



Heimasíða stuðningsmanna Höllu er http://halla-ksi.blog.is/blog/halla-ksi/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Andrea... eins og þú ert ágætur penni þá ert þú eins og Steingrímur J., réttur maður í vitlausum flokki.  Enda útskýrir þetta líka val þitt á hæfu manneskjunni í framboði til formanns KSÍ - það að hún sé í VG þýðir ekki að hún sé hæf.  Það að hún sé kona þýðir ekki að hún sé hæf.  Það að hún sé með leg þýðir ekki heldur að hún sé hæf.

Það að hún væri leiðinleg væri aftur á móti alvarlegt mál.  En það finnst kannski sumum.  En stefna hennar er vissulega út í hött enda verða kjör karla og kvenna í meistaradeild í fótbolta ekki jöfnuð, a.m.k. ekki á þessari öld.  Kannski næstu.

Freysi (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 15:10

2 identicon

Andrea... eins og þú ert ágætur penni þá ert þú eins og Steingrímur J., réttur maður í vitlausum flokki.  Enda útskýrir þetta líka val þitt á hæfu manneskjunni í framboði til formanns KSÍ - það að hún sé í VG þýðir ekki að hún sé hæf.  Það að hún sé kona þýðir ekki að hún sé hæf.  Það að hún sé með leg þýðir ekki heldur að hún sé hæf.

Það að hún væri leiðinleg væri aftur á móti alvarlegt mál.  En það finnst kannski sumum.  En stefna hennar er vissulega út í hött enda verða kjör karla og kvenna í meistaradeild í fótbolta ekki jöfnuð, a.m.k. ekki á þessari öld.  Kannski næstu.

Freysi (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 15:11

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Af hverju ætti ekki að vera hægt að jafna kjör í meistaradeildinni? Hvað mælir gegn því? 

Svakalega held ég að það sé mikið af smeykum karlmönnum sem líta á konu sem ógn í þessu karlaveldi sem fótboltinn er.  

Heiða B. Heiðars, 24.1.2007 kl. 16:40

4 identicon

í þessari umræðu sem hefur spunnist í kringum framboð Höllu, hefur þa enn einu sinni sýnt sig að konur (í 99% tilvfella) vita ekkert um fótbolta. Svo er athyglisvert að skoða þá sem hafa ritað nafn sitt á stuðningslista Höllu. Undir 10% þeirra hefur komið nálægt knattspyrnu enn það má sjá með því að slá nafn viðkomandi inn í félagatal á ksi.is

Spurning hvort ég skelli mér ekki bara í framboð hjá fimleikasambandinu. Ég hlýt að vera hæfur, þ.e.a.s ég hef ekki hundsvit á íþróttinni og svo er ég karl....vantar ekki karla þar.

sverrir (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 18:36

5 identicon

Þessi kona hlýtur að vera í framboði til að vekja athygli á málefnum sínum og það hefur svo sem tekist ágætlega, en að hún sé hæfust í þetta embætti lýsir bara sorglegu þekkingarleysi greinahöfundar á íþróttinnni og hreyfingunni. Og hvað er fólk að tala um að jafna hluti í meistaradeildinni ? eruði að tala um Champions League ?  Það að afskrifa öll rök sem eru gegn því að hægt sé á einhverju einu bretti að ,,jafna" hlut kynjanna í íþróttinni sem hræðslu eða karlrembu sýnir e.t.v. hversu vafasamur þessi málflutningur stuðningsmanna Höllu er.

Væri þá ekki allt eins ráð að aðskilja knattspyrnussamband karla og kvenna og láta kvennaliðin standa undir sér sjálf ? Ef þetta er svona gífurlega jafnt þá væri líklega lítið mál fyrir kvennalandsliðin og kvennahreyfinguna að standa undir sér og gott betur. 

Annars bendi ég á ágæta grein um þetta málefni á : http://krreykjavik.is/?kr=frettir&vID=462 

Guðmundur Óskar (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 18:39

6 identicon

Á ekkert að svara þessum skotum, Andrea?

Viktor Ingi (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 16:07

7 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Ég veit ekki hvort skotin séu svara verð - heimurinn verður jú alltaf þannig að við erum ekki öll sammála.

Það sem Freysi segir að ofan um að ég sé rétt kona í vitlausum flokki myndi ég bara ekki vita hvaðan kemur og í hvaða flokki hann telur mig vera, því ég tel mig vera staðsetta í réttum flokki, þeim flokki sem ég valdi og tel trúverðugastan í þeim málefnum sem eru mér kærust.  

Það að Halla sé kona og að hún sé mögulega í VG og sé með leg er ekki ástæðan fyrir stuðningnum sem hún fær,... heldur frekar að hún er dugmikil og kraftmikil manneskja með þor og getur blásið nýjum vindi inn í gamalt karlaveldi KSÍ sem þarf að mínu mati uppstokkunar við.  Það er hins vegar ekkert að því að mínu mati að benda á þá staðreynd að sá frambjóðandi sem ég tel frambærilegastan sé einmitt með leg eins og svo margir frambjóðendur á svo mörgum sviðum sem eru svo frábærlega hæfir einstaklingar og þurfa að koma meira að stjórn á öllum svðum, ekkert síður en þeir sem eru með typpi.

Andrea J. Ólafsdóttir, 25.1.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Andrea J. Ólafsdóttir
Andrea J. Ólafsdóttir

Klikkaðu á mig andreaolafs@gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Mitt HTML

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband